Veðlán til sjóðsfélaga hafa farið úr níu milljörðum í 132 milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Starfshópurinn þegar skýrslan var kynnt í gær. vísir/ernir Á árunum 2009 til 2013 lánuðu lífeyrissjóðirnir að meðaltali tæpa níu milljarða króna á ári til sjóðfélaga. Sú fjárhæð hefur aukist verulega og á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs lánuðu lífeyrissjóðirnir samtals 132 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem fjallaði um umsvif lífeyrissjóðanna í íslensku efnahagslífi. Húsnæðislánamarkaður hefur breyst á þann veg að í staðinn fyrir að fjármagna húsnæðislán með kaupum á skuldabréfum lánveitenda fjármagna lífeyrissjóðir nú fasteignaviðskipti mest með beinum lánveitingum til einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að samanlagðar hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu í byrjun síðasta árs 3.534 milljörðum króna. Þrír stærstu sjóðirnir af þeim 25 sem eru starfandi eiga 51 prósent þeirra eigna. Eignir sem hlutfall af landsframleiðslu hafa hækkað úr 66% af landsframleiðslu í lok árs 1997 í 144% í lok árs 2016. Stór hluti af eignum sjóðanna eru innlendar eignir og námu þær 114 prósentum af landsframleiðslu í lok árs 2016. Stærsti eignaflokkur lífeyrissjóða eru skuldabréf. Af þeim vega íbúðabréf þyngst en um síðustu áramót áttu sjóðirnir um 490 milljarða króna eða um 81 prósent af útgefnum íbúðabréfum. Starfshópurinn leggur til að lífeyrissjóðir marki fjárfestingastefnu til langs tíma og stefni að því að auka vægi erlendra eigna til að draga úr áhættu. Hópurinn leggur til að stjórnvöld láti semja sérstaka skýrslu á árinu 2020 um eignasamsetningu sjóðanna og vægi erlendra eigna til að meta hvort ástæða er til að endurskoða lagaákvæði um heimildir lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Á árunum 2009 til 2013 lánuðu lífeyrissjóðirnir að meðaltali tæpa níu milljarða króna á ári til sjóðfélaga. Sú fjárhæð hefur aukist verulega og á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs lánuðu lífeyrissjóðirnir samtals 132 milljarða króna. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem fjallaði um umsvif lífeyrissjóðanna í íslensku efnahagslífi. Húsnæðislánamarkaður hefur breyst á þann veg að í staðinn fyrir að fjármagna húsnæðislán með kaupum á skuldabréfum lánveitenda fjármagna lífeyrissjóðir nú fasteignaviðskipti mest með beinum lánveitingum til einstaklinga. Í skýrslunni kemur fram að samanlagðar hreinar eignir lífeyrissjóðanna námu í byrjun síðasta árs 3.534 milljörðum króna. Þrír stærstu sjóðirnir af þeim 25 sem eru starfandi eiga 51 prósent þeirra eigna. Eignir sem hlutfall af landsframleiðslu hafa hækkað úr 66% af landsframleiðslu í lok árs 1997 í 144% í lok árs 2016. Stór hluti af eignum sjóðanna eru innlendar eignir og námu þær 114 prósentum af landsframleiðslu í lok árs 2016. Stærsti eignaflokkur lífeyrissjóða eru skuldabréf. Af þeim vega íbúðabréf þyngst en um síðustu áramót áttu sjóðirnir um 490 milljarða króna eða um 81 prósent af útgefnum íbúðabréfum. Starfshópurinn leggur til að lífeyrissjóðir marki fjárfestingastefnu til langs tíma og stefni að því að auka vægi erlendra eigna til að draga úr áhættu. Hópurinn leggur til að stjórnvöld láti semja sérstaka skýrslu á árinu 2020 um eignasamsetningu sjóðanna og vægi erlendra eigna til að meta hvort ástæða er til að endurskoða lagaákvæði um heimildir lífeyrissjóða til erlendra fjárfestinga.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira