Erlent

Lest fór út af sporinu nærri Mílanó

Lestin var á leiðinni frá Cremona til Mílanó.
Lestin var á leiðinni frá Cremona til Mílanó. Vísir/EPA
Að minnsta kosti tveir eru látnir og um hundrað slasaðir eftir að lest fór út af sporinu nálægt ítölsku borginni Milanó í morgun.

Björgunarlið vinnur nú að því að ná fólki úr úr einum vagnanna, en lestin fór út af sporinu milli stöðvanna Treviglio og Pioltello, austur af Mílanó.

Rai greinir frá því að tíu manns séu alvarlega slasaðir, en nokkur hundruð manna voru um borð í lestinni þegar slysið varð um klukkan sex að íslenskum tíma í morgun.

Lestin var á leiðinni frá Cremona í norðurhluta Ítalíu til Porta Garibaldi-stöðvarinnar í Milanó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×