Handbolti

Okkar menn mættir til Split | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Okkar menn með fólki af öllum toga.
Okkar menn með fólki af öllum toga. vísir/skjáskot
Íslenska karla landsliðið í handbolta fékk góðar viðtökur þegar liðið mætti til Split í Króatíu þar sem liðið spilar í A-riðli Evrópumótsins í handbolta sem hefst á föstudag.

Liðið hefur verið við æfingar og keppni undanfarna viku, en þar spilaði liðið meðal annars tvo leiki gegn Þjóðverjum sem enduðu báðir með tapi. Sá síðari með níu marka mun, 30-21, en sá fyrri með sjö mörkum, 36-29.

„Við erum spenntir að byrja mótið og hlökkum til leiksins á föstudag,” sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðsmaður Íslands, í stuttu viðtali við Twitter-síðu EHF-sambandsins.

Vísir mun að sjálfsögðu gera mótinu góð skil, en fluttar verða daglegir fréttir af mótinu á öllum miðlum. Hér að neðan má sjá okkar menn koma til Króatíu þar sem vel var tekið á móti þeim m.a. af borgarstjóra Split.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×