Handbolti

Serbía féll á prófinu í síðasta leiknum fyrir EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marguc gerði fimm mörk fyrir Slóveníu í kvöld.
Marguc gerði fimm mörk fyrir Slóveníu í kvöld. vísir/getty
Mótherji Íslands, á Evrópumótinu í Serbíu sem hefst á föstudag, Serbar, töpuðu í kvöld fyrir grönnum sínum í Slóveníu með átta marka mun, 33-25.

Serbar hafa misst marga menn í meiðsli á síðustu vikum og mæta laskaðir til leiks í Króatíu, en Íslands mætir Serbíu í síðasta leik riðilsins, þriðjudaginn næstkomandi.

Þrátt fyrir að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur að endingu hjá Slóveníu var annað upp á teningnum í fyrri hálfleik, en eftir hann leiddu Serbar með einu marki, 15-14.

Í síðari hálfleik settu Slóvenar í gír og gjörsamlega rúlluðu yfir Serbana og unnu að lokum átta marka sigur eins og áður segir, 33-25.

Gašper Marguč og Blaž Janc voru markahæstir hjá Slóveníu með fimm mörk hvor.

Með Íslandi og Serbíu í riðli á EM eru Svíar og heimamenn í Króatíu. Vísir mun flytja daglegar fréttir af mótinu og gera því mjög góð skil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×