Bílasýning aðeins fyrir konur í Sádí Arabíu Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2018 14:59 Konur hafa endurheimt leyfi til að aka bílum í Sádí Arabíu. Aðeins sex mánuðum eftir að kvenfólki var aftur leyft að aka bílum í Sádí Arabíu var efnt til fyrstu bílasýningarinnar eingöngu ætlaða fyrir konur. Var sýningin haldin í Le Mall í Jeddah í þessari viku og var mjög vel sótt. Sádí Arabía var eina landið sem bannaði konum að aka bílum og var þetta bann lýsandi fyrir afar afturhaldssama stjórn landsins. Það var prinsinn Mohammed bin Salman, sem er aðeins 32 ára, sem ákvað að aflétta banninu og er það talið marka stefnu til meira frjálsræðis og jafnræðis meðal kynjanna í Sádí Arabíu. Framfærslukostnaður hefur hækkað umtalsvert með tilkomu virðisaukaskatts sem ekki var við lýði áður og hærra eldsneytisverðs í Sádí Arabíu. Þessar breytingar hafa líklega haft áhrif á hvaða bílar völdust á þessa fyrstu bílasýningu fyrir kvenfólk, en þar voru helst kynntir sparneytnir bílar og var staðsetningin afar kvenvæn, en hún var haldin í stóru molli. Það merkilegasta við þetta moll er þó það að því er nær eingöngu stjórnað af kvenfólki og þar vinnur nær eingöngu kvenfólk. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent
Aðeins sex mánuðum eftir að kvenfólki var aftur leyft að aka bílum í Sádí Arabíu var efnt til fyrstu bílasýningarinnar eingöngu ætlaða fyrir konur. Var sýningin haldin í Le Mall í Jeddah í þessari viku og var mjög vel sótt. Sádí Arabía var eina landið sem bannaði konum að aka bílum og var þetta bann lýsandi fyrir afar afturhaldssama stjórn landsins. Það var prinsinn Mohammed bin Salman, sem er aðeins 32 ára, sem ákvað að aflétta banninu og er það talið marka stefnu til meira frjálsræðis og jafnræðis meðal kynjanna í Sádí Arabíu. Framfærslukostnaður hefur hækkað umtalsvert með tilkomu virðisaukaskatts sem ekki var við lýði áður og hærra eldsneytisverðs í Sádí Arabíu. Þessar breytingar hafa líklega haft áhrif á hvaða bílar völdust á þessa fyrstu bílasýningu fyrir kvenfólk, en þar voru helst kynntir sparneytnir bílar og var staðsetningin afar kvenvæn, en hún var haldin í stóru molli. Það merkilegasta við þetta moll er þó það að því er nær eingöngu stjórnað af kvenfólki og þar vinnur nær eingöngu kvenfólk.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent