Við getum sýnt heiminum hvernig á að nýta jarðhita Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2018 20:30 Lúðvík S. Georgsson, skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Risasamningar Reykjavík Geothermal við Eþíópíumenn eru stórkostlegt tækifæri fyrir Íslendinga, að mati skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi nemendur skólans, sem lært hafa á Íslandi, gegna nú margir lykilstöðum í jarðhitavæðingu þróunarlanda. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lúðvík S. Georgsson, skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, og tvo nemendur skólans. Frá árinu 1979 hafa alls 670 nemendur frá 60 löndum úr öllum heimsálfum sótt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hjá Orkustofnun við Grensásveg. Nemendahóparnir hafa verið 40 talsins á tæpum 40 árum. Þar gleðja fréttir af risasamningum Reykjavík Geothermal við stjórnvöld í Eþíópíu. „Þetta er náttúrlega stórkostlegt tækifæri sem við Íslendingar fáum þarna. Við erum búnir að bíða eftir þessu í nokkur ár að Reykjavík Geothermal nái að klára þessa samninga. Þetta er brautryðjandi samningur þar og þeir eru oft erfiðir. En nú er þetta í höfn,“ segir Lúðvík. Jarðhitaskólinn hefur kennt fjölda nemenda frá Eþíópíu. „Það er það land í Afríku, fyrir utan Kenýa, sem við höfum stutt best við. Þetta þýðir auðvitað það að í framtíðinni þarf Jarðhitaskólinn að gera ennþá meira fyrir Eþíópíu,“ segir Lúðvík.Samuel Ng'ang'a, borverkfræðingur frá Kenýa, er í meistaranámi í jarðhitaborun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í skólanum hittum við á tvo nemendur sem báðir eru í meistaranámi, en alls hafa um sextíu nemendur Jarðhitaskólans stundað meistara- og doktorsnám í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Samuel Ng‘ang‘a borverkfræðingur frá Kenýa er að læra um jarðhitaboranir í gegnum ÍSOR. „Við lærum svo mikið. Ég var hérna á sex mánaða námskeiði 2014. Það var hvatning fyrir mig að koma aftur í meistaranám,“ segir Samuel. Irma Khoirunissa umhverfisfræðingur kemur frá Indónesíu til að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum og hyggst miðla þeirri þekkingu áfram til síns heimalands. „Í Indónesíu eru engar reglur um hvernig eigi að taka á útblæstri, til dæmis vegna fólks sem býr nálægt virkjunum. Hérna á Íslandi hafa stjórnvöld ákveðna stefnu,“ segir Irma.Irma Khoirunissa, umhverfisfræðingur frá Indónesíu, er að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Skólastjóri Jarðhitaskólans segir fjölda fyrrverandi nemenda nú í áhrifastöðum við jarðhitanýtingu í sínum heimalöndum. Hann nefnir sem dæmi stórt hitaveituverkefni í Kína. Þar að baki séu fyrrverandi nemendur skólans í lykilstöðum, bæði innan stjórnkerfisins og þess fyrirtækis sem leiði framkvæmdirnar. Aðrar þjóðir horfi til Íslands þegar komi að nýtingu jarðhitans. „Við höfum alla þekkinguna og getum virkilega sýnt heiminum hvernig á að standa að nýtingu jarðhitans,“ segir Lúðvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00 Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Grunur um listeríu í vinsælum ostum Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Sjá meira
Risasamningar Reykjavík Geothermal við Eþíópíumenn eru stórkostlegt tækifæri fyrir Íslendinga, að mati skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi nemendur skólans, sem lært hafa á Íslandi, gegna nú margir lykilstöðum í jarðhitavæðingu þróunarlanda. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lúðvík S. Georgsson, skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, og tvo nemendur skólans. Frá árinu 1979 hafa alls 670 nemendur frá 60 löndum úr öllum heimsálfum sótt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hjá Orkustofnun við Grensásveg. Nemendahóparnir hafa verið 40 talsins á tæpum 40 árum. Þar gleðja fréttir af risasamningum Reykjavík Geothermal við stjórnvöld í Eþíópíu. „Þetta er náttúrlega stórkostlegt tækifæri sem við Íslendingar fáum þarna. Við erum búnir að bíða eftir þessu í nokkur ár að Reykjavík Geothermal nái að klára þessa samninga. Þetta er brautryðjandi samningur þar og þeir eru oft erfiðir. En nú er þetta í höfn,“ segir Lúðvík. Jarðhitaskólinn hefur kennt fjölda nemenda frá Eþíópíu. „Það er það land í Afríku, fyrir utan Kenýa, sem við höfum stutt best við. Þetta þýðir auðvitað það að í framtíðinni þarf Jarðhitaskólinn að gera ennþá meira fyrir Eþíópíu,“ segir Lúðvík.Samuel Ng'ang'a, borverkfræðingur frá Kenýa, er í meistaranámi í jarðhitaborun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í skólanum hittum við á tvo nemendur sem báðir eru í meistaranámi, en alls hafa um sextíu nemendur Jarðhitaskólans stundað meistara- og doktorsnám í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Samuel Ng‘ang‘a borverkfræðingur frá Kenýa er að læra um jarðhitaboranir í gegnum ÍSOR. „Við lærum svo mikið. Ég var hérna á sex mánaða námskeiði 2014. Það var hvatning fyrir mig að koma aftur í meistaranám,“ segir Samuel. Irma Khoirunissa umhverfisfræðingur kemur frá Indónesíu til að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum og hyggst miðla þeirri þekkingu áfram til síns heimalands. „Í Indónesíu eru engar reglur um hvernig eigi að taka á útblæstri, til dæmis vegna fólks sem býr nálægt virkjunum. Hérna á Íslandi hafa stjórnvöld ákveðna stefnu,“ segir Irma.Irma Khoirunissa, umhverfisfræðingur frá Indónesíu, er að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Skólastjóri Jarðhitaskólans segir fjölda fyrrverandi nemenda nú í áhrifastöðum við jarðhitanýtingu í sínum heimalöndum. Hann nefnir sem dæmi stórt hitaveituverkefni í Kína. Þar að baki séu fyrrverandi nemendur skólans í lykilstöðum, bæði innan stjórnkerfisins og þess fyrirtækis sem leiði framkvæmdirnar. Aðrar þjóðir horfi til Íslands þegar komi að nýtingu jarðhitans. „Við höfum alla þekkinguna og getum virkilega sýnt heiminum hvernig á að standa að nýtingu jarðhitans,“ segir Lúðvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00 Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Grunur um listeríu í vinsælum ostum Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Sjá meira
Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00
Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur