Viðskipti erlent

Rústuðu H&M verslunum í mótmælaskyni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mótmælendur lögðu þessa verslun í rúst.
Mótmælendur lögðu þessa verslun í rúst.

Lögregla í Suður-Afríku skaut gúmmíkúlum til þess að dreifa hópum mótmælenda sem mótmæltu fyrir utan búðir sænska verslunarrisans H&M í Jóhannesarborg. BBC greinir frá.

Á myndskeiðum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum má sjá hvernig mótmælendur hlupu um verslanir H&M og gengu berserksgang.

Mótmælin eru tilkomin eftir að verslunin auglýsti nýja peysu til sölu en í auglýsingunni má sjá þeldökkan ungan dreng í hettupeysu með áletruninni „svalasti apinn í frumskóginum“ (Coolest monkey in the jungle).

Var auglýsingin harðlega gagnrýnd og hefur H&M beðist afsökunar á henni auk þess sem peysan hefur verið tekin úr sölu.

H&M

Tengdar fréttir

Taka umdeilda peysu úr sölu eftir harða gagnrýni stjarnanna

Forsvarsmenn H&M hafa í kjölfar harðra viðbragða beðist afsökunar og tekið peysuna og auglýsinguna úr umferð. Anna Margrét Gunnarsdóttir, markaðstengill H&M staðfesti það í samtali við RÚV og segir fyrirtækið harma auglýsinguna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,7
12
2.571
EIM
2,13
1
317
VIS
1,63
2
78
SYN
0,36
1
1.967
ARION
0,35
2
208

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,28
4
92.150
SKEL
0
3
90.625
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.