Körfubolti

Ari tekur við Skallagrímsstelpunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ari Gunnarsson þjálfaði Valsliðið í tvö tímabil frá 2015 til 2017.
Ari Gunnarsson þjálfaði Valsliðið í tvö tímabil frá 2015 til 2017. Vísir/Ernir

Ari Gunnarsson mun stýra kvennaliði Skallagríms út þetta tímabil í Dominos deild kvenna í körfubolta.

Ari tekur við liðinu af Richardo González Dávila sem var rekinn eftir að liðið tapaði á móti Njarðvík í undanúrslitum Maltbikarsins.

Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Skallagríms en fyrsti leikur Ara verður Vesturlandsslagur á móti Snæfelli í Borgarnesi annað kvöld.
Ari hefur talsverða reynslu af þjálfum úr úrvalsdeild kvenna en hann var síðast með Valskonur í fyrra.  Ari hefur einnig þjálfað lið Hamars og KR.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ari tekur við liði á miðju tímabili en það gerði hann líka með Hamarsliðið tímabilið 2006-2007. Með því liði léku einmitt þær Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Fanney Lind Thomas sem eru leikmenn Skallagríms í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.