Viðskipti erlent

Google Chrome losar netverja við sjálfspilandi myndbönd

Kjartan Kjartansson skrifar
Chrome frá Google er mest notaði vefvafri heims.
Chrome frá Google er mest notaði vefvafri heims. Vísir/AFP

Næsta uppfærsla á Chrome-vafra Google mun taka á myndböndum sem spilast sjálfkrafa á vefsíðum. Myndbönd munu aðeins spilast ef slökkt er á hljóðinu eða notandinn hefur sýnt áhuga á efni þeirra. Uppfærslan á að koma út síðar í þessum mánuði.

Sjálfspilandi myndbönd sem fara strax í gang þegar vefsíður eru opnaður fara í taugarnar á mörgum. Google segir að síðar á þessu ári standi til að bæta við valmöguleika til að slökkva á hljóði á einstökum vefsíðum.

Með nýju uppfærslunni, Chrome 64, byrja myndbönd aðeins að spilast ef notandinn smellir á síðuna eftir að hún opnast eða ef hann hefur áður spilað myndbönd oft á síðunni, að því er segir í frétt Ars Technica. Apple stefnir í sömu átt með næstu uppfærslu á Safari-vafranum. Í honum verður hægt að slökkva á sjálfspilandi myndböndum á tilteknum síðum eða alveg.

Þá stendur til að taka í notkun auglýsingasíu í Chrome sem lokar meðal annars á auglýsingar sem opnast í nýjum gluggum og sjálfspilandi myndböndum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.