Icelandair flýgur til Kansas City í vor Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2018 17:22 Kansas City er fjórði nýi áfangastaður Icelandair á árinu. Vísir/Getty Flugfélagið Icelandair mun hefja áætlunarflug til bandarísku borgarinnar Kansas City í mái. Verður hún 21. áfangastaður flugfélagsins í Norður-Ameríku í leiðakerfi Icelandair. Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair verður flogið þrisvar sinnum í viku frá 25. maí til septemberloka. „Kansas City flugvöllur er sá stærsti í Bandaríkjunum þar sem ekkert beint flug til Evrópu er í boði. Með nágrannaborgum er íbúafjöldi svæðisins um 5 milljónir og Icelandair því að opna stóran spennandi markað fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug félagsins til og frá Evrópu“, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, í tilkynningu. Kansas City er staðsett í miðjum Bandaríkjunum á mörkum fylkjanna Kansas og Missouri á sléttunum miklu. Saga borgarinnar tengist gjarnan villta vestrinu og amerískri menningu. Hún var heimabær útlagans Jessie James, þar teiknaði Walt Disney fyrst Mikka mús á námsárum sínum og Count Basie kynnti „swing“ tónlist fyrst á fjölmörgum jassklúbbum borgarinnar. Í dag er borgin um margt dæmigerð amerísk stórborg sem býður upp á fjölbreytt menningar- og viðskiptalíf, vetingastaði og aðra afþreyingu. Í tilkynningunni segir einnig að flugáætlun Icelandair í ár verði sú umfangsmesta í sögu félagsins og að Kansas City sé fjórði nýi áfangastaður Icelandair á árinu. Áður hafi verið tilkynnt að flug hefjist til Cleveland og Dallas í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi. Þá hafi Berlín bæst við leiðakerfið í nóvember. Nú í vor mun Icelandair taka í notkun þrjár nýjar 160 sæta Boeing 737 MAX 8 flugvélar og verða alls 33 flugvélar nýttar til farþegaflugsins í sumar, 26 af Boeing 757 gerð og fjórar af Boeing 767-300 gerð auk nýju vélanna. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Flugfélagið Icelandair mun hefja áætlunarflug til bandarísku borgarinnar Kansas City í mái. Verður hún 21. áfangastaður flugfélagsins í Norður-Ameríku í leiðakerfi Icelandair. Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair verður flogið þrisvar sinnum í viku frá 25. maí til septemberloka. „Kansas City flugvöllur er sá stærsti í Bandaríkjunum þar sem ekkert beint flug til Evrópu er í boði. Með nágrannaborgum er íbúafjöldi svæðisins um 5 milljónir og Icelandair því að opna stóran spennandi markað fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug félagsins til og frá Evrópu“, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, í tilkynningu. Kansas City er staðsett í miðjum Bandaríkjunum á mörkum fylkjanna Kansas og Missouri á sléttunum miklu. Saga borgarinnar tengist gjarnan villta vestrinu og amerískri menningu. Hún var heimabær útlagans Jessie James, þar teiknaði Walt Disney fyrst Mikka mús á námsárum sínum og Count Basie kynnti „swing“ tónlist fyrst á fjölmörgum jassklúbbum borgarinnar. Í dag er borgin um margt dæmigerð amerísk stórborg sem býður upp á fjölbreytt menningar- og viðskiptalíf, vetingastaði og aðra afþreyingu. Í tilkynningunni segir einnig að flugáætlun Icelandair í ár verði sú umfangsmesta í sögu félagsins og að Kansas City sé fjórði nýi áfangastaður Icelandair á árinu. Áður hafi verið tilkynnt að flug hefjist til Cleveland og Dallas í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi. Þá hafi Berlín bæst við leiðakerfið í nóvember. Nú í vor mun Icelandair taka í notkun þrjár nýjar 160 sæta Boeing 737 MAX 8 flugvélar og verða alls 33 flugvélar nýttar til farþegaflugsins í sumar, 26 af Boeing 757 gerð og fjórar af Boeing 767-300 gerð auk nýju vélanna.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira