Google rukkar snjallsímaframleiðendur fyrir aðgang að forritum Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 09:54 ESB sakaði Google um að þvinga snjalltækjaframleiðendur til þess að gefa forritum þess forgang. Vísir/Getty Breytingar voru gerðar á því hvernig tæknirisinn Google dreifir forritum í snjallsíma innan Evrópusambandsins á þriðjudag. Fyrirtækið krefur snjallsímaframleiðendur nú um gjald fyrir aðgang að forritaversluninni Google Play. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Google um 4,3 milljarða evra fyrir að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu á hugbúnaðarmarkaði fyrir snjallsíma til þess að bola öðrum fyrirtækjum af markaðinum, þar á meðal öðrum netleitarvélum.Reuters-fréttastofan segir að Google hafi áfrýjað úrskurði sambandsins en í millitíðinni ætli það að gangast undir nýjar reglur um leyfiskerfi fyrir snjalltæki sem tekur gildi í október í Evrópusambandinu og evrópska efnahagssvæðinu, þar á meðal Íslandi. Breytingin þýðir að framleiðendur eins og Samsung og Huawei þurfa að greiða Google fyrir aðgang að Google Play. Fram að þessu hefur Google í reynd notað aðgang að forritaversluninni til þess að þvinga framleiðendurnar til þess að setja upp Chrome-vefvafrann og leitarvél sína í snjalltæki. Með breytingunni þurfa snjalltækjaframleiðendur ekki lengur að setja leitarvél eða vefvafra Google upp á tækjum sínum. Þannig gæti myndast sóknarfæri fyrir keppinauta Google eins og Microsoft, Opera og Mozilla. Google Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breytingar voru gerðar á því hvernig tæknirisinn Google dreifir forritum í snjallsíma innan Evrópusambandsins á þriðjudag. Fyrirtækið krefur snjallsímaframleiðendur nú um gjald fyrir aðgang að forritaversluninni Google Play. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði Google um 4,3 milljarða evra fyrir að hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu á hugbúnaðarmarkaði fyrir snjallsíma til þess að bola öðrum fyrirtækjum af markaðinum, þar á meðal öðrum netleitarvélum.Reuters-fréttastofan segir að Google hafi áfrýjað úrskurði sambandsins en í millitíðinni ætli það að gangast undir nýjar reglur um leyfiskerfi fyrir snjalltæki sem tekur gildi í október í Evrópusambandinu og evrópska efnahagssvæðinu, þar á meðal Íslandi. Breytingin þýðir að framleiðendur eins og Samsung og Huawei þurfa að greiða Google fyrir aðgang að Google Play. Fram að þessu hefur Google í reynd notað aðgang að forritaversluninni til þess að þvinga framleiðendurnar til þess að setja upp Chrome-vefvafrann og leitarvél sína í snjalltæki. Með breytingunni þurfa snjalltækjaframleiðendur ekki lengur að setja leitarvél eða vefvafra Google upp á tækjum sínum. Þannig gæti myndast sóknarfæri fyrir keppinauta Google eins og Microsoft, Opera og Mozilla.
Google Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent