NBA: Enn á ný fann Golden State liðið túrbógírinn eftir hálfleiksræðu Steve Kerr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 07:30 Stephen Curry sá til þess að Golden State Warriors fann túrbúgírinn í þriðja leikhlutanum. Vísir/Getty Bestu lið NBA-deildarinnar fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í nótt. Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð, Golden State Warriors hefur unnið alla þrjá leiki sína frá Stjörnuhelginni eins og Boston Celtics og þá fagnaði Toronto Raptors sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook en Anthony Davis átti enn einn tröllaleikinn og skoraði nú 53 stig. Los Angeles Lakers liðið vann sinn þriðja leik í röð.Klay Thompson skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 14 af 21 stigi sínu í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors vann 125-111 útisigur á New York Knicks. Golden State hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina. Kevin Durant var með 22 stig fyrir Golden State liðið sem var einu stigi undir í hálfleik en vann umræddan þriðja leikhluta 39-19. Enn á ný náði Steve Kerr að vekja sína menn í hálfleik en það hefur verið saga tímabilsins. Þetta var í sjöunda skiptið í vetur sem liðið vinnur þriðja leikhluta með 20 stigum eða meira.James Harden skoraði 26 stig (11 fráköst, 5 stoðsendingar) og Luc Mbah a Moute var með 15 af 17 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð. Houston vann í nótt 96-85 útisigur á Utah Jazz en liðið kom til baka í nótt eftir að hafa lent fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum. Utah Jazz liðið hafði unnið 12 af síðustu 13 leikjum sínum fyrir leikinn og þetta voru því tvö af heitustu liðum deildarinnar. Chris Paul var með 15 stig og 7 stoðsendingar fyrir Houston liðið sem þvingaði 22 tapaða bolta hjá heimamönnum í leiknum.Kyrie Irving var með 25 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Boston Celtics vann öruggan 109-98 sigur á Memphis Grizzlies. Grizzlies liðið skoraði ekki körfu í átta mínútur í öðrum leikhluta og Boston komst á sama tíma í 55-30. Boston hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina og alls 43 af 62 leikjum tímabilsins.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 20 stig og Serge Ibaka skoraði 19 stig þegar Toronto Raptors vann 123-94 sigur á Detroit Pistons og fagnaði sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Toronto liðið er áfram með besta árangurinn í Austurdeildinni en liðið hefur unnið 25 af 30 heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Andre Drummond var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Detroit sem er nú þremur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Anthony Davis var magnaður í 125-116 sigri New Orleans Pelicans á Phoenix Suns. Hann skoraði 53 stig, tók 18 fráköst og varði 5 skot í nótt. Þetta var sjötti sigur Pelíkananna í röð og Davis hefur verið stórkostlegur í sigurgöngunni. Devin Booker skoraði 40 stig fyrir Phoenix en það kom ekki í veg fyrir tíunda tapið í röð.Paul George skoraði 26 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 112-105 sigur á Orlando Magic og bætti upp fyrir mjög slaka frammistöðu í leiknum á undan. Steven Adams var með 16 stig og aðeins lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook. Westbrook var með 8 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum.Brandon Ingram skoraði 21 stig og tók 10 fráköst og alls skoruðu níu leikmenn Los Angeles Lakers tíu stig eða meira í 123-1ö4 sigri liðsins á Atlanta Hawks. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers-liðsins í röð. Julius Randle var með 19 stig og 10 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 10 stig og tók 14 fráköst.Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 100-118 Utah Jazz - Houston Rockets 85-96 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 109-103 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 125-116 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 112-105 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 104-123 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 109-98 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 104-87 New York Knicks - Golden State Warriors 111-125 Toronto Raptors - Detroit Pistons 123-94 NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Bestu lið NBA-deildarinnar fögnuðu öll sigri í leikjum sínum í nótt. Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð, Golden State Warriors hefur unnið alla þrjá leiki sína frá Stjörnuhelginni eins og Boston Celtics og þá fagnaði Toronto Raptors sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook en Anthony Davis átti enn einn tröllaleikinn og skoraði nú 53 stig. Los Angeles Lakers liðið vann sinn þriðja leik í röð.Klay Thompson skoraði 26 stig og Stephen Curry var með 14 af 21 stigi sínu í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors vann 125-111 útisigur á New York Knicks. Golden State hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina. Kevin Durant var með 22 stig fyrir Golden State liðið sem var einu stigi undir í hálfleik en vann umræddan þriðja leikhluta 39-19. Enn á ný náði Steve Kerr að vekja sína menn í hálfleik en það hefur verið saga tímabilsins. Þetta var í sjöunda skiptið í vetur sem liðið vinnur þriðja leikhluta með 20 stigum eða meira.James Harden skoraði 26 stig (11 fráköst, 5 stoðsendingar) og Luc Mbah a Moute var með 15 af 17 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Houston Rockets vann sinn þrettánda leik í röð. Houston vann í nótt 96-85 útisigur á Utah Jazz en liðið kom til baka í nótt eftir að hafa lent fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum. Utah Jazz liðið hafði unnið 12 af síðustu 13 leikjum sínum fyrir leikinn og þetta voru því tvö af heitustu liðum deildarinnar. Chris Paul var með 15 stig og 7 stoðsendingar fyrir Houston liðið sem þvingaði 22 tapaða bolta hjá heimamönnum í leiknum.Kyrie Irving var með 25 stig í fyrstu þremur leikhlutunum þegar Boston Celtics vann öruggan 109-98 sigur á Memphis Grizzlies. Grizzlies liðið skoraði ekki körfu í átta mínútur í öðrum leikhluta og Boston komst á sama tíma í 55-30. Boston hefur unnið alla þrjá leiki sína eftir Stjörnuhelgina og alls 43 af 62 leikjum tímabilsins.DeMar DeRozan og Kyle Lowry voru báðir með 20 stig og Serge Ibaka skoraði 19 stig þegar Toronto Raptors vann 123-94 sigur á Detroit Pistons og fagnaði sínum sjöunda sigri í síðustu átta leikjum. Toronto liðið er áfram með besta árangurinn í Austurdeildinni en liðið hefur unnið 25 af 30 heimaleikjum sínum á leiktíðinni. Andre Drummond var með 18 stig og 18 fráköst fyrir Detroit sem er nú þremur sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Anthony Davis var magnaður í 125-116 sigri New Orleans Pelicans á Phoenix Suns. Hann skoraði 53 stig, tók 18 fráköst og varði 5 skot í nótt. Þetta var sjötti sigur Pelíkananna í röð og Davis hefur verið stórkostlegur í sigurgöngunni. Devin Booker skoraði 40 stig fyrir Phoenix en það kom ekki í veg fyrir tíunda tapið í röð.Paul George skoraði 26 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 112-105 sigur á Orlando Magic og bætti upp fyrir mjög slaka frammistöðu í leiknum á undan. Steven Adams var með 16 stig og aðeins lágt stigaskor kom í veg fyrir þrennu hjá Russell Westbrook. Westbrook var með 8 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum.Brandon Ingram skoraði 21 stig og tók 10 fráköst og alls skoruðu níu leikmenn Los Angeles Lakers tíu stig eða meira í 123-1ö4 sigri liðsins á Atlanta Hawks. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers-liðsins í röð. Julius Randle var með 19 stig og 10 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 10 stig og tók 14 fráköst.Úrslit úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 100-118 Utah Jazz - Houston Rockets 85-96 Dallas Mavericks - Indiana Pacers 109-103 New Orleans Pelicans - Phoenix Suns 125-116 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 112-105 Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 104-123 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 109-98 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 104-87 New York Knicks - Golden State Warriors 111-125 Toronto Raptors - Detroit Pistons 123-94
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira