Stýrivextir óbreyttir Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 09:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í tilkynningu frá peningastefnunefnd er vísaði í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í febrúarhefti Peningamála. Þar segir að hagvöxtur áranna 2017 og 2018 verði heldur minni en spáð var í nóvember. Stafar það einkum af því að útflutningur jókst hægar í fyrra en gert var ráð fyrir en á móti vegur hraðari vöxtur innlendrar eftirspurnar bæði árin. Það skýrist aðallega af meiri fjárfestingu og minna aðhaldi í opinberum fjármálum að sögn peningastefnunefndar. „Verðbólga í janúar jókst úr 1,9% í 2,4% sem einkum má rekja til hækkunar húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Undirliggjandi verðbólga jókst einnig nokkuð. Undanfarið hálft ár hefur dregið úr verðhækkun húsnæðis en áhrif hærra gengis krónunnar farið dvínandi. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram á næstunni. Gengið hefur lítið breyst frá síðasta fundi peningastefnunefndar enda hefur gjaldeyrismarkaðurinn verið í ágætu jafnvægi. Horfur eru á að verðbólga verði nálægt markmiði á spátímanum og verðbólguvæntingar hafa á heildina litið einnig verið í samræmi við það um nokkurt skeið. Hátt raungengi hefur hægt á vexti útflutnings og horfur eru á minnkandi spennu í þjóðarbúskapnum. Eigi að síður er áfram þörf fyrir peningalegt aðhald til að halda aftur af örum vexti innlendrar eftirspurnar, m.a. í ljósi þess að horfur eru á minna aðhaldi í opinberum fjármálum en áður var gert ráð fyrir. Þá ríkir enn óvissa um niðurstöðu kjarasamninga,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í tilkynningu frá peningastefnunefnd er vísaði í nýja þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt er í febrúarhefti Peningamála. Þar segir að hagvöxtur áranna 2017 og 2018 verði heldur minni en spáð var í nóvember. Stafar það einkum af því að útflutningur jókst hægar í fyrra en gert var ráð fyrir en á móti vegur hraðari vöxtur innlendrar eftirspurnar bæði árin. Það skýrist aðallega af meiri fjárfestingu og minna aðhaldi í opinberum fjármálum að sögn peningastefnunefndar. „Verðbólga í janúar jókst úr 1,9% í 2,4% sem einkum má rekja til hækkunar húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Undirliggjandi verðbólga jókst einnig nokkuð. Undanfarið hálft ár hefur dregið úr verðhækkun húsnæðis en áhrif hærra gengis krónunnar farið dvínandi. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram á næstunni. Gengið hefur lítið breyst frá síðasta fundi peningastefnunefndar enda hefur gjaldeyrismarkaðurinn verið í ágætu jafnvægi. Horfur eru á að verðbólga verði nálægt markmiði á spátímanum og verðbólguvæntingar hafa á heildina litið einnig verið í samræmi við það um nokkurt skeið. Hátt raungengi hefur hægt á vexti útflutnings og horfur eru á minnkandi spennu í þjóðarbúskapnum. Eigi að síður er áfram þörf fyrir peningalegt aðhald til að halda aftur af örum vexti innlendrar eftirspurnar, m.a. í ljósi þess að horfur eru á minna aðhaldi í opinberum fjármálum en áður var gert ráð fyrir. Þá ríkir enn óvissa um niðurstöðu kjarasamninga,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira