Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu Óskar Reykdalsson og Emil L. Sigurðsson skrifar 19. október 2018 07:00 Þróunarstofa hefur verið rekin innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), frá árinu 2009 og hefur sinnt heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðið vor tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þá ákvörðun sína að breyta verkefnum Þróunarstofunnar og skal ný eining þjóna öllum heilsugæslustöðvum í landinu. Hlutverk Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) verður þannig útvíkkað og má þar nefna: l Skipulag kennslu á heilbrigðissviði á heilsugæslustöðvum l Sinna vísinda- og gæðaþróunarverkefnum l Þróa og innleiða gæðavísa l Leiða þverfaglegt samstarf, samræming verklags innan þróunarmiðstöðvar og á landsvísu l Stuðla að fræðslu til almennings l Stuðla að gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar l Tryggja gæði og skilvirkni þjónustunnar l Stuðla að gagnreyndri samræmdri heilsugæsluþjónustu á landsvísuEmil L. ?Sigurðsson forstöðumaður Þróunarstofu heilsugæslunnar á landsvísu, prófessor í heimilislækningum við HÍFagráð Heilbrigðisráðherra mun skipa fagráð sem í verða fulltrúar þeirra heilbrigðisstofnana sem veita heilsugæsluþjónustu. Þannig munu bæði opinbert reknar stöðvar sem og einkareknar stöðvar hafa aðkomu að ÞÍH. Þannig á að tryggja sjálfstæði einingarinnar og líka tengsl við heilsugæslustöðvar.Verkefnin Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan ósmitbærir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Lífsstílstengdir sjúkdómar, eins og offita og fullorðinssykursýki eru að aukast. Þjóðin er að eldast og við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Þannig eru fjölsjúkdómar og fjöllyfjameðferð að aukast. Verkefni heilsugæslunnar og þjónusta hennar verður að taka mið af þessum breytingum. Efling frumþjónustunnar er lykilatriði í framtíðarskipan heilbrigðisþjónustunnar. Mörkuð hefur verið sú stefna að auka og breikka þá fagþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum m.a. með sálfræðingum og vonandi fleiri stéttum í framtíðinni. Teymisvinna er því lykilatriði nú sem endranær í starfseminni. Það verður því mikilvægt verkefni að tvinna saman hina ýmsu faghópa heilsugæslunnar í eina sterka þjónustueiningu sem á samræmdan skilvirkan hátt veitir íbúum landsins góða grunnþjónustu. ÞÍH tók til starfa í október og eru bundnar vonir við að efla megi faglegt starf á öllum heilsugæslustöðvum landsins með tilkomu hennar. Fagfólki stöðvanna, bæði stærri og minni stöðva, ætti að skapast betri tækifæri til þátttöku í gæðaþróun, vísindavinnu og gerð klínískra leiðbeininga. Hér er því um að ræða kærkomna styrkingu. Vilyrði hafa verið gefin fyrir áframhaldandi uppbyggingu ÞÍH og ætti hún því að geta orðið öflug þjónustueining fyrir alla heilsugæsluna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þróunarstofa hefur verið rekin innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), frá árinu 2009 og hefur sinnt heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðið vor tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þá ákvörðun sína að breyta verkefnum Þróunarstofunnar og skal ný eining þjóna öllum heilsugæslustöðvum í landinu. Hlutverk Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) verður þannig útvíkkað og má þar nefna: l Skipulag kennslu á heilbrigðissviði á heilsugæslustöðvum l Sinna vísinda- og gæðaþróunarverkefnum l Þróa og innleiða gæðavísa l Leiða þverfaglegt samstarf, samræming verklags innan þróunarmiðstöðvar og á landsvísu l Stuðla að fræðslu til almennings l Stuðla að gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar l Tryggja gæði og skilvirkni þjónustunnar l Stuðla að gagnreyndri samræmdri heilsugæsluþjónustu á landsvísuEmil L. ?Sigurðsson forstöðumaður Þróunarstofu heilsugæslunnar á landsvísu, prófessor í heimilislækningum við HÍFagráð Heilbrigðisráðherra mun skipa fagráð sem í verða fulltrúar þeirra heilbrigðisstofnana sem veita heilsugæsluþjónustu. Þannig munu bæði opinbert reknar stöðvar sem og einkareknar stöðvar hafa aðkomu að ÞÍH. Þannig á að tryggja sjálfstæði einingarinnar og líka tengsl við heilsugæslustöðvar.Verkefnin Smitsjúkdómar eru á undanhaldi á meðan ósmitbærir sjúkdómar aukast hlutfallslega og eru þeir nú meirihluti þeirra verkefna sem heilbrigðiskerfið fæst við. Lífsstílstengdir sjúkdómar, eins og offita og fullorðinssykursýki eru að aukast. Þjóðin er að eldast og við lifum lengur og oft með fleiri en einn sjúkdóm á efri árum. Þannig eru fjölsjúkdómar og fjöllyfjameðferð að aukast. Verkefni heilsugæslunnar og þjónusta hennar verður að taka mið af þessum breytingum. Efling frumþjónustunnar er lykilatriði í framtíðarskipan heilbrigðisþjónustunnar. Mörkuð hefur verið sú stefna að auka og breikka þá fagþjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum m.a. með sálfræðingum og vonandi fleiri stéttum í framtíðinni. Teymisvinna er því lykilatriði nú sem endranær í starfseminni. Það verður því mikilvægt verkefni að tvinna saman hina ýmsu faghópa heilsugæslunnar í eina sterka þjónustueiningu sem á samræmdan skilvirkan hátt veitir íbúum landsins góða grunnþjónustu. ÞÍH tók til starfa í október og eru bundnar vonir við að efla megi faglegt starf á öllum heilsugæslustöðvum landsins með tilkomu hennar. Fagfólki stöðvanna, bæði stærri og minni stöðva, ætti að skapast betri tækifæri til þátttöku í gæðaþróun, vísindavinnu og gerð klínískra leiðbeininga. Hér er því um að ræða kærkomna styrkingu. Vilyrði hafa verið gefin fyrir áframhaldandi uppbyggingu ÞÍH og ætti hún því að geta orðið öflug þjónustueining fyrir alla heilsugæsluna í landinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar