Curry með 49 stig í sigri gegn Boston Celtics Dagur Lárusson skrifar 28. janúar 2018 09:30 Curry átti stórleik. vísir/getty Stephen Curry átti hreint út sagt magnaðan leik fyrir sína menn í sigri gegn Boston Celtics í nótt en hann skoraði 49 stig og þrettán þeirra komu á síðust tveim mínútum leiksins. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en það voru gestirnir frá Boston sem byrjuðu þó leikinn betur og voru þeir yfir 37-27 eftir fyrsta 1. leikhluta. Eftir það fór Golden State að minnka forystuna og í hálfleik var staðan 54-50 fyrir Boston Celtics. Golden State byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði 30 stig í 3.leikhluta á meðan Boston skoraði aðeins 19 og því var mikil spenna á lokamínútunum. Stephen Curry fór fyrir sínu liði allan leikinn en þá sérstaklega undir lokin þar sem hann skoraði 13 stig á síðustu 2 mínútum leiksins og tryggði liði sínu að lokum nauman sigur 109-105. Curry var stigahæstur í liði Golden State en hann skoraði samtals 8 þriggja stiga körfur í leiknum. Stigahæstur í liði Boston Celtics var Kyrie Irving með 37 stig. Mikið var rætt um einvígið milli Curry og Irving í nótt en þeir þóttu báðir fara á kostum. Þeir fóru báðir fögrum orðum um hvorn annan. „Irving er frábær leikmaður. Hvernig hann sá leikinn fyrir sér í kvöld var frekar ótrúlegt,“ sagði Curry. „Mér fannst við verjast vel í leiknum en hann átti bara mikið af skotum sem var erfitt að verjast sem gaf hans liði mikið af sjálfstrausti.“ Irving sagði að hans lið hafi spilað vel en Curry hafi einfaldlega spilað of vel. „Við spiluðum vel og við héldum okkur við okkar leikplan en Curry var einfaldlega of góður í kvöld, hann var magnaður,“ sagði Irving. Bæði lið eru á toppi sinnar deildar, Boston Celtics á toppnum í Austurdeildinni og Golden State á toppnum í Vesturdeildinni en margir búast við því að það verði þessi tvö lið sem munu eigast við í úrslitunum í vor.Úrslit næturinnar: Pistons 108-121 Thunder Pacers 114-112 Magic Hawks 104-129 Wizards Heat 95-91 Hornets Warriors 109-105 Celtics Timberwolves 111-97 Nets Nuggets 91-89 MavericksHér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State Warriors og Boston Celtics. NBA Tengdar fréttir Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Stephen Curry átti hreint út sagt magnaðan leik fyrir sína menn í sigri gegn Boston Celtics í nótt en hann skoraði 49 stig og þrettán þeirra komu á síðust tveim mínútum leiksins. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en það voru gestirnir frá Boston sem byrjuðu þó leikinn betur og voru þeir yfir 37-27 eftir fyrsta 1. leikhluta. Eftir það fór Golden State að minnka forystuna og í hálfleik var staðan 54-50 fyrir Boston Celtics. Golden State byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoraði 30 stig í 3.leikhluta á meðan Boston skoraði aðeins 19 og því var mikil spenna á lokamínútunum. Stephen Curry fór fyrir sínu liði allan leikinn en þá sérstaklega undir lokin þar sem hann skoraði 13 stig á síðustu 2 mínútum leiksins og tryggði liði sínu að lokum nauman sigur 109-105. Curry var stigahæstur í liði Golden State en hann skoraði samtals 8 þriggja stiga körfur í leiknum. Stigahæstur í liði Boston Celtics var Kyrie Irving með 37 stig. Mikið var rætt um einvígið milli Curry og Irving í nótt en þeir þóttu báðir fara á kostum. Þeir fóru báðir fögrum orðum um hvorn annan. „Irving er frábær leikmaður. Hvernig hann sá leikinn fyrir sér í kvöld var frekar ótrúlegt,“ sagði Curry. „Mér fannst við verjast vel í leiknum en hann átti bara mikið af skotum sem var erfitt að verjast sem gaf hans liði mikið af sjálfstrausti.“ Irving sagði að hans lið hafi spilað vel en Curry hafi einfaldlega spilað of vel. „Við spiluðum vel og við héldum okkur við okkar leikplan en Curry var einfaldlega of góður í kvöld, hann var magnaður,“ sagði Irving. Bæði lið eru á toppi sinnar deildar, Boston Celtics á toppnum í Austurdeildinni og Golden State á toppnum í Vesturdeildinni en margir búast við því að það verði þessi tvö lið sem munu eigast við í úrslitunum í vor.Úrslit næturinnar: Pistons 108-121 Thunder Pacers 114-112 Magic Hawks 104-129 Wizards Heat 95-91 Hornets Warriors 109-105 Celtics Timberwolves 111-97 Nets Nuggets 91-89 MavericksHér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State Warriors og Boston Celtics.
NBA Tengdar fréttir Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Sjá meira
Meistararnir létu þristum rigna á Úlfana | Myndbönd Golden State Warriors lét þriggja stiga körfum rigna yfir Minnesota. 26. janúar 2018 07:30