Komnar í úrslitin um titilinn en þurfa að flakka með heimaleiki sína á milli íþróttahúsa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2018 18:15 Elena Delle Donne er stærsta stjarna Washington Mystics liðsins. Vísir/Getty Seattle Storm og Washington Mystics spila til úrslita í WNBA-deildinni í körfubolta í ár en undanúrslitunum lauk í nótt. Seattle Storm vann Phoenix Mercury 94-84 og þar með 3-2 en Washington Mystics vann 86-81 útisigur á Atlanta Dream og einvígið þar með 3-2. Þetta er í fyrsta sinn sem Washington Mystics kemst í lokaúrslitin en það gerði liðið þrátt fyrir að lenda 2-1 undir í einvíginu og aðalstjarnan Elena Delle Donne meiddist í einvíginu. Delle Donne harkaði að sér og var betri en enginn. Gamli og nýi tíminn mætast hjá Seattle Storm en þar er ungstirnið og besti leikmaður deildarinnar í vetur, Breanna Stewart, að spila við hlið goðsagnarinnar Sue Bird.The MVP is headed to her first #WNBAFinals!@breannastewart drops game-high 28 PTS in the decisive victory. #WNBAPlayoffspic.twitter.com/ogn4RLMhdp — WNBA (@WNBA) September 5, 2018Sue Bird er orðin 37 ára gömul og hefur unnuið titilinn tvisvar sinnum með Seattle Storm (2004 og 2010). Hún ákvað að vera áfram hjá félaginu þegar það fór í uppbyggingu sem endaði með að liðið valdi Breanna Stewart með fyrsta valrétt. Breanna Stewart skoraði 28 stig í leiknum í nótt en Sue Bird skoraði aftur á móti 14 af 22 stigum sínum á síðutu sex mínútum leiksins. Seattle Storm er með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum og þar byrjar úrslitaeinvígið á föstudagskvöldið.See ya soon, @seattlestorm. #WNBAFinals#SticsSZN#PlayoffSZN#TogetherDCpic.twitter.com/C1p0EUUDvd — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018 Washington Mystics getur hins vegar ekki spilað leiki sína á heimavelli sínum sem er Capital One Arena þar sem NBA-lið Washington Wizards spilar líka. Ástæðan er að það er við að laga húsið fyrir komandi NBA-tímabil. Mystics getur ekki einu sinni spilað heimaleiki sína á sama stað og í undanúrslitunum. Þar lék liðið í íþróttahúsi George Washington háskólans, Charles E. Smith Center, en nú er það upptekið. Washington Mystics þurfa því að færa sig yfir í íþróttahús George Mason háskólans, EagleBank Arena og er því í raun á útivelli í þessum mikilvægu leikjum á móti Seattle Storm.MYSTICS ADVANCE TO THE WNBA FINALS FOR THE FIRST TIME IN FRANCHISE HISTORY. TICKETS ON SALE TOMORROW AT 10 AM. >> https://t.co/68cFYZy0M1pic.twitter.com/sm8uhbkJbW — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018Charles E. Smith Center var stutt frá Capital One Arena í Washington borg en EagleBank Arena er talsvert lengra frá. Ótrúleg aðstaða hjá liði í lokaúrslitum um WNBA-titilinn en sýnir kannski að forráðamenn félagsins bjuggust ekki við því að þær kæmust alla leið í ár..@SeattleStorm & @WashMystics will meet in #WNBAFinals! G1: WAS @ SEA: Fri. 9 PM ET, ESPNews G2: WAS @ SEA: Sun. 3:30 PM ET, ABC G3: SEA @ WAS: Wed. Sept. 12, 8 PM ET, ESPN2 G4: SEA @ WAS: Fri. Sept. 14, 8 PM ET, ESPN2 G5: WAS @ SEA: Sun. Sept. 16, 8 PM ET, ESPN2 *If necessary pic.twitter.com/3loiv43n85 — WNBA (@WNBA) September 5, 2018 NBA Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Seattle Storm og Washington Mystics spila til úrslita í WNBA-deildinni í körfubolta í ár en undanúrslitunum lauk í nótt. Seattle Storm vann Phoenix Mercury 94-84 og þar með 3-2 en Washington Mystics vann 86-81 útisigur á Atlanta Dream og einvígið þar með 3-2. Þetta er í fyrsta sinn sem Washington Mystics kemst í lokaúrslitin en það gerði liðið þrátt fyrir að lenda 2-1 undir í einvíginu og aðalstjarnan Elena Delle Donne meiddist í einvíginu. Delle Donne harkaði að sér og var betri en enginn. Gamli og nýi tíminn mætast hjá Seattle Storm en þar er ungstirnið og besti leikmaður deildarinnar í vetur, Breanna Stewart, að spila við hlið goðsagnarinnar Sue Bird.The MVP is headed to her first #WNBAFinals!@breannastewart drops game-high 28 PTS in the decisive victory. #WNBAPlayoffspic.twitter.com/ogn4RLMhdp — WNBA (@WNBA) September 5, 2018Sue Bird er orðin 37 ára gömul og hefur unnuið titilinn tvisvar sinnum með Seattle Storm (2004 og 2010). Hún ákvað að vera áfram hjá félaginu þegar það fór í uppbyggingu sem endaði með að liðið valdi Breanna Stewart með fyrsta valrétt. Breanna Stewart skoraði 28 stig í leiknum í nótt en Sue Bird skoraði aftur á móti 14 af 22 stigum sínum á síðutu sex mínútum leiksins. Seattle Storm er með heimavallarréttinn í lokaúrslitunum og þar byrjar úrslitaeinvígið á föstudagskvöldið.See ya soon, @seattlestorm. #WNBAFinals#SticsSZN#PlayoffSZN#TogetherDCpic.twitter.com/C1p0EUUDvd — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018 Washington Mystics getur hins vegar ekki spilað leiki sína á heimavelli sínum sem er Capital One Arena þar sem NBA-lið Washington Wizards spilar líka. Ástæðan er að það er við að laga húsið fyrir komandi NBA-tímabil. Mystics getur ekki einu sinni spilað heimaleiki sína á sama stað og í undanúrslitunum. Þar lék liðið í íþróttahúsi George Washington háskólans, Charles E. Smith Center, en nú er það upptekið. Washington Mystics þurfa því að færa sig yfir í íþróttahús George Mason háskólans, EagleBank Arena og er því í raun á útivelli í þessum mikilvægu leikjum á móti Seattle Storm.MYSTICS ADVANCE TO THE WNBA FINALS FOR THE FIRST TIME IN FRANCHISE HISTORY. TICKETS ON SALE TOMORROW AT 10 AM. >> https://t.co/68cFYZy0M1pic.twitter.com/sm8uhbkJbW — Washington Mystics (@WashMystics) September 5, 2018Charles E. Smith Center var stutt frá Capital One Arena í Washington borg en EagleBank Arena er talsvert lengra frá. Ótrúleg aðstaða hjá liði í lokaúrslitum um WNBA-titilinn en sýnir kannski að forráðamenn félagsins bjuggust ekki við því að þær kæmust alla leið í ár..@SeattleStorm & @WashMystics will meet in #WNBAFinals! G1: WAS @ SEA: Fri. 9 PM ET, ESPNews G2: WAS @ SEA: Sun. 3:30 PM ET, ABC G3: SEA @ WAS: Wed. Sept. 12, 8 PM ET, ESPN2 G4: SEA @ WAS: Fri. Sept. 14, 8 PM ET, ESPN2 G5: WAS @ SEA: Sun. Sept. 16, 8 PM ET, ESPN2 *If necessary pic.twitter.com/3loiv43n85 — WNBA (@WNBA) September 5, 2018
NBA Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins