Nasdaq hættir að birta hluthafalista Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. júlí 2018 06:00 Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna. Skráðum hlutafélögum var greint frá ákvörðun Kauphallarinnar í tölvupósti og fá þau helming árgjaldsins endurgreiddan vegna breytinganna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að félögin sjálf geti áfram birt listana á heimasíðum sínum en leita þurfi samþykkis frá viðkomandi hluthöfum. „Þau geta haft frumkvæði að því sjálf ef eftirspurn frá fjárfestum og vilji hjá hluthöfum eru fyrir hendi,“ segir Páll. Hann segir að upplýsingagjöfin verði að öðrum kosti með svipuðu móti og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Áfram verði sendar tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. „Þess konar upplýsingar eru birtar til þess að markaðurinn sé upplýstur um hreyfingar og viðskipti hjá aðilum sem hafa mestu áhrifin á stjórnun félaganna. Ég tel að slík upplýsingagjöf sé fullnægjandi,“ svarar Páll þegar hann er spurður hvaða skoðun kauphöllin hafi á því að ráðast þurfi í breytingarnar. Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni. Á heimasíðu annarra félaga má enn sjá listana en mismunandi er hvenær þeir voru síðast uppfærðir; sumir í júlí en aðrir í júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25 MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00 Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. Ákvörðunin er tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum en Kauphöllin telur að útsending og birting listans með núverandi fyrirkomulagi uppfylli ekki skilyrði laganna. Skráðum hlutafélögum var greint frá ákvörðun Kauphallarinnar í tölvupósti og fá þau helming árgjaldsins endurgreiddan vegna breytinganna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að félögin sjálf geti áfram birt listana á heimasíðum sínum en leita þurfi samþykkis frá viðkomandi hluthöfum. „Þau geta haft frumkvæði að því sjálf ef eftirspurn frá fjárfestum og vilji hjá hluthöfum eru fyrir hendi,“ segir Páll. Hann segir að upplýsingagjöfin verði að öðrum kosti með svipuðu móti og á erlendum hlutabréfamörkuðum. Áfram verði sendar tilkynningar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila og um það þegar eignarhlutir í félögum fara yfir tiltekin mörk. Þær upplýsingar séu birtar í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti. „Þess konar upplýsingar eru birtar til þess að markaðurinn sé upplýstur um hreyfingar og viðskipti hjá aðilum sem hafa mestu áhrifin á stjórnun félaganna. Ég tel að slík upplýsingagjöf sé fullnægjandi,“ svarar Páll þegar hann er spurður hvaða skoðun kauphöllin hafi á því að ráðast þurfi í breytingarnar. Eitt skráð hlutafélag, fasteignafélagið Reginn, hefur tekið listann yfir tuttugu stærstu hluthafa úr birtingu á heimasíðu sinni. Á heimasíðu annarra félaga má enn sjá listana en mismunandi er hvenær þeir voru síðast uppfærðir; sumir í júlí en aðrir í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25 MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00 Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. 30. maí 2018 12:25
MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Fulltrúar MSCI, eins stærsta vísitölufyrirtækis heims, íhuga að gera íslensk hlutabréf gjaldgeng í vísitölur sínar. Þeir munu funda með íslenskum verðbréfafyrirtækjum í næsta mánuði. Forstjóri Kauphallar segir frekari tíðinda að vænta á næstunni. 25. apríl 2018 06:00
Erlendir fjárfestar eiga rúmlega fimmtung af skráðum bréfum Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nam um 216 milljörðum króna, eða rúmlega fimmtungi af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni, í byrjun mánaðarins. 20. september 2017 08:45