MSCI skoðar íslenska markaðinn af alvöru Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Forsvarsmenn Kauphallarinnar hafa frá losun hafta unnið að því að gera íslenska markaðinn gjaldgengan í erlendar vísitölur. VÍSIR/ANTON BRINK MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, hefur til skoðunar að gera hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Frekari tíðinda er að vænta frá fyrirtækinu í júní í sumar að sögn Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Fulltrúar fyrirtækisins, sem heldur meðal annars utan um hina frægu MSCI-heimsvísitölu sem byggist á helstu hlutabréfavísitölum í kauphöllum heimsins, munu koma hingað til lands í næsta mánuði og funda meðal annars með forsvarsmönnum Fossa markaða, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Fossar hafa verið umsvifamestir hérlendra verðbréfafyrirtækja þegar kemur að milligöngu um fjárfestingar erlendra fjárfesta í íslenskum félögum. Þá hafa fulltrúar MSCI auk þess rætt við þá erlendu hlutabréfasjóði sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Páll segir að Kauphöllin hafi haft samband við fulltrúa MSCI og vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í kjölfar þess að gjaldeyrishöftunum var aflétt í mars á síðasta ári. Síðarnefnda fyrirtækið hefur þegar tekið íslenska hlutabréfamarkaðinn á athugunarlista sinn og gerir Páll sér vonir um að bréf á íslenska markaðinum verði gjaldgeng í vísitölur FTSE í haust. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar„Fulltrúar MSCI eru að viða að sér gögnum um markaðinn auk þess sem við höfum sent þeim fjölda gagna. Þetta tekur eðli málsins samkvæmt talsverðan tíma en samkvæmt minni bestu vitneskju er einhverra tíðinda að vænta frá fyrirtækinu í júní,“ segir Páll. Óvíst sé þó á þessari stundu hvaða tíðindi það verða. „Við höfum reiknað með því að fyrsta skrefið felist í því að MSCI taki okkur á athugunarlista, líkt og FTSE gerði, án þess þó að við höfum fengið það staðfest. Það kemur í ljós í júní,“ útskýrir Páll. „Þetta er í það minnsta mjög spennandi tækifæri og gæti breytt miklu.“ MSCI heldur úti fjölmörgum vísitölum um allan heim en ekki liggur fyrir inn í hvaða vísitölur íslensk hlutabréf munu komast. Greint var frá því í ViðskiptaMogganum síðasta haust að FTSE Russel hefði tekið íslenska hlutabréfamarkaðinn á athugunarlista sinn. Páll segir að fyrirtækið hafi tilkynnt í mars síðastliðnum að markaðurinn færi, að öðru óbreyttu, inn í vísitölumengi FTSE í september á þessu ári. „Við getum því sagt að þetta sé allt á góðri leið,“ nefnir hann.Leggur mat á markaðinn Á meðan íslenski hlutabréfamarkaðurinn er á svonefndum athugunarlista FTSE leggur fyrirtækið mat á ýmsa þætti hans. Markaðurinn er meðal annars skoðaður með hliðsjón af stærð, virkni viðskipta og eftirliti með honum. Alls er litið til meira en tuttugu mælikvarða. „Það er gott og lærdómsríkt fyrir okkur að fara í gegnum þetta ferli,“ segir Páll. „Fyrir utan þau góðu áhrif sem þetta hefur á markaðinn er þetta jafnframt góður leiðarvísir fyrir stjórnvöld. Þau geta þannig séð hvers konar umhverfi þarf að skapa fyrir fyrsta flokks hlutabréfamarkað. Að því leytinu til er þessi vinna gagnleg.“ Til þess að teljast „fyrsta flokks hlutabréfamarkaður“ að mati FTSE þarf íslenski markaðurinn að uppfylla fjölmörg skilyrði. Meðal annars þarf virkur verðbréfalánamarkaður að vera fyrir hendi en sú er ekki raunin hér á landi. Forsvarsmenn Kauphallarinnar hafa um langt skeið bent á að vanþróaður markaður með verðbréfalán, þá sér í lagi hlutabréfalán, standi íslenskum verðbréfamarkaði fyrir þrifum. Í skýrslu Kauphallarinnar frá árinu 2014 var meðal annars lagt til að heimildir lífeyrissjóða og verðbréfasjóða til þess að lána verðbréf úr eignasöfnum sínum yrðu rýmkaðar en lög um lífeyrissjóði hafa verið túlkuð á þann veg að slíkum sjóðum sé beinlínis óheimilt að lána verðbréf. Fyrir fall fjármálakerfisins haustið 2008 var Ísland komið á athugunarlista FTSE en það var fjarlægt af listanum í kjölfar hrunsins. Eftir að gjaldeyrishöftunum var aflétt í fyrra fóru hjólin hins vegar fljótt að snúast. „Fyrirtækjunum hefði aldrei dottið í hug að taka þessari málaleitan okkar vel nema af því að búið var að taka þessi skref í haftalosuninni. Það var algjör forsenda.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
MSCI, eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, hefur til skoðunar að gera hlutabréf félaga, sem skráð eru á íslenska hlutabréfamarkaðinum, gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. Frekari tíðinda er að vænta frá fyrirtækinu í júní í sumar að sögn Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Fulltrúar fyrirtækisins, sem heldur meðal annars utan um hina frægu MSCI-heimsvísitölu sem byggist á helstu hlutabréfavísitölum í kauphöllum heimsins, munu koma hingað til lands í næsta mánuði og funda meðal annars með forsvarsmönnum Fossa markaða, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Fossar hafa verið umsvifamestir hérlendra verðbréfafyrirtækja þegar kemur að milligöngu um fjárfestingar erlendra fjárfesta í íslenskum félögum. Þá hafa fulltrúar MSCI auk þess rætt við þá erlendu hlutabréfasjóði sem hafa gert sig gildandi á innlendum hlutabréfamarkaði á undanförnum misserum. Páll segir að Kauphöllin hafi haft samband við fulltrúa MSCI og vísitölufyrirtækisins FTSE Russel í kjölfar þess að gjaldeyrishöftunum var aflétt í mars á síðasta ári. Síðarnefnda fyrirtækið hefur þegar tekið íslenska hlutabréfamarkaðinn á athugunarlista sinn og gerir Páll sér vonir um að bréf á íslenska markaðinum verði gjaldgeng í vísitölur FTSE í haust. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar„Fulltrúar MSCI eru að viða að sér gögnum um markaðinn auk þess sem við höfum sent þeim fjölda gagna. Þetta tekur eðli málsins samkvæmt talsverðan tíma en samkvæmt minni bestu vitneskju er einhverra tíðinda að vænta frá fyrirtækinu í júní,“ segir Páll. Óvíst sé þó á þessari stundu hvaða tíðindi það verða. „Við höfum reiknað með því að fyrsta skrefið felist í því að MSCI taki okkur á athugunarlista, líkt og FTSE gerði, án þess þó að við höfum fengið það staðfest. Það kemur í ljós í júní,“ útskýrir Páll. „Þetta er í það minnsta mjög spennandi tækifæri og gæti breytt miklu.“ MSCI heldur úti fjölmörgum vísitölum um allan heim en ekki liggur fyrir inn í hvaða vísitölur íslensk hlutabréf munu komast. Greint var frá því í ViðskiptaMogganum síðasta haust að FTSE Russel hefði tekið íslenska hlutabréfamarkaðinn á athugunarlista sinn. Páll segir að fyrirtækið hafi tilkynnt í mars síðastliðnum að markaðurinn færi, að öðru óbreyttu, inn í vísitölumengi FTSE í september á þessu ári. „Við getum því sagt að þetta sé allt á góðri leið,“ nefnir hann.Leggur mat á markaðinn Á meðan íslenski hlutabréfamarkaðurinn er á svonefndum athugunarlista FTSE leggur fyrirtækið mat á ýmsa þætti hans. Markaðurinn er meðal annars skoðaður með hliðsjón af stærð, virkni viðskipta og eftirliti með honum. Alls er litið til meira en tuttugu mælikvarða. „Það er gott og lærdómsríkt fyrir okkur að fara í gegnum þetta ferli,“ segir Páll. „Fyrir utan þau góðu áhrif sem þetta hefur á markaðinn er þetta jafnframt góður leiðarvísir fyrir stjórnvöld. Þau geta þannig séð hvers konar umhverfi þarf að skapa fyrir fyrsta flokks hlutabréfamarkað. Að því leytinu til er þessi vinna gagnleg.“ Til þess að teljast „fyrsta flokks hlutabréfamarkaður“ að mati FTSE þarf íslenski markaðurinn að uppfylla fjölmörg skilyrði. Meðal annars þarf virkur verðbréfalánamarkaður að vera fyrir hendi en sú er ekki raunin hér á landi. Forsvarsmenn Kauphallarinnar hafa um langt skeið bent á að vanþróaður markaður með verðbréfalán, þá sér í lagi hlutabréfalán, standi íslenskum verðbréfamarkaði fyrir þrifum. Í skýrslu Kauphallarinnar frá árinu 2014 var meðal annars lagt til að heimildir lífeyrissjóða og verðbréfasjóða til þess að lána verðbréf úr eignasöfnum sínum yrðu rýmkaðar en lög um lífeyrissjóði hafa verið túlkuð á þann veg að slíkum sjóðum sé beinlínis óheimilt að lána verðbréf. Fyrir fall fjármálakerfisins haustið 2008 var Ísland komið á athugunarlista FTSE en það var fjarlægt af listanum í kjölfar hrunsins. Eftir að gjaldeyrishöftunum var aflétt í fyrra fóru hjólin hins vegar fljótt að snúast. „Fyrirtækjunum hefði aldrei dottið í hug að taka þessari málaleitan okkar vel nema af því að búið var að taka þessi skref í haftalosuninni. Það var algjör forsenda.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira