Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 12:25 Til rannsóknar er hvort Nasdaq verðbréfamiðstöð hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Vísir/Anton Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar en í frétt Fréttablaðsins var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi verðbréfamiðstöðvarinnar á markaði fyrir skráningu verðbréfa. Mun rannsókn eftirlitsins beinast að markaðsráðandi stöðu þess, e en það hefur um langt skeið verið hið eina hér á landi með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð, og jafnframt að því hvort félagið hafi með háttsemi sinni misnotað umrædda stöðu. Í tilkynningu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar segir að mjög skýr og rík lagaumgjörð sé um starfsemi verðbréfamiðstöðva. „Staðlar og kröfur sem eftirlitsaðilar í Evrópu hafa sett fram gera ráð fyrir að samkeppni fari fram með tengingum á milli verðbréfamiðstöðva. Fylgir Nasdaq verðbréfamiðstöð þeim kröfum í einu og öllu. Einungis er hægt að flytja verðbréf á milli verðbréfamiðstöðva að ósk útgefenda verðbréfa og að gættum hagsmunum eigenda þeirra. Engin ósk um slíkt hefur borist,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt: „Það sem Verðbréfamiðstöð Íslands kallar flutning á verðbréfum á milli verðbréfamiðstöðva samkvæmt frétt sem birtist í morgun, er í reynd ekki flutningur, heldur tenging við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Tengingar á milli verðbréfamiðstöðva í Evrópu eru algengar og er ávallt tekið gjald fyrir þær enda óhjákvæmilegur kostnaður sem felst í því að þjónusta slíkar tengingar. Allar skyldur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er lúta að útgáfu og utanumhaldi verðbréfanna haldast óbreyttar, óháð tengingu á milli verðbréfamiðstöðva. Verðskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar byggir á sömu nálgun og gjaldskrár verðbréfamiðstöðva í Evrópu. Verðbréfamiðstöð Íslands hefur ekki óskað eftir tengingu við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Óski Verðbréfamiðstöð Íslands eftir því að tengjast Nasdaq verðbréfamiðstöð mun hún að sjálfsögðu verða við því á grundvelli þeirra krafna sem gerðar eru um slíkar tengingar lögum samkvæmt. Nasdaq verðbréfamiðstöð á eftir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið og verður það gert á næstu dögum. Nasdaq verðbréfamiðstöð er meðal þriggja mikilvægra innviða á Íslandi, ásamt stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar sem rekið er af Seðlabankanum. Starfsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er undir eftirliti Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.“ Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar en í frétt Fréttablaðsins var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi verðbréfamiðstöðvarinnar á markaði fyrir skráningu verðbréfa. Mun rannsókn eftirlitsins beinast að markaðsráðandi stöðu þess, e en það hefur um langt skeið verið hið eina hér á landi með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð, og jafnframt að því hvort félagið hafi með háttsemi sinni misnotað umrædda stöðu. Í tilkynningu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar segir að mjög skýr og rík lagaumgjörð sé um starfsemi verðbréfamiðstöðva. „Staðlar og kröfur sem eftirlitsaðilar í Evrópu hafa sett fram gera ráð fyrir að samkeppni fari fram með tengingum á milli verðbréfamiðstöðva. Fylgir Nasdaq verðbréfamiðstöð þeim kröfum í einu og öllu. Einungis er hægt að flytja verðbréf á milli verðbréfamiðstöðva að ósk útgefenda verðbréfa og að gættum hagsmunum eigenda þeirra. Engin ósk um slíkt hefur borist,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt: „Það sem Verðbréfamiðstöð Íslands kallar flutning á verðbréfum á milli verðbréfamiðstöðva samkvæmt frétt sem birtist í morgun, er í reynd ekki flutningur, heldur tenging við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Tengingar á milli verðbréfamiðstöðva í Evrópu eru algengar og er ávallt tekið gjald fyrir þær enda óhjákvæmilegur kostnaður sem felst í því að þjónusta slíkar tengingar. Allar skyldur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er lúta að útgáfu og utanumhaldi verðbréfanna haldast óbreyttar, óháð tengingu á milli verðbréfamiðstöðva. Verðskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar byggir á sömu nálgun og gjaldskrár verðbréfamiðstöðva í Evrópu. Verðbréfamiðstöð Íslands hefur ekki óskað eftir tengingu við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Óski Verðbréfamiðstöð Íslands eftir því að tengjast Nasdaq verðbréfamiðstöð mun hún að sjálfsögðu verða við því á grundvelli þeirra krafna sem gerðar eru um slíkar tengingar lögum samkvæmt. Nasdaq verðbréfamiðstöð á eftir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið og verður það gert á næstu dögum. Nasdaq verðbréfamiðstöð er meðal þriggja mikilvægra innviða á Íslandi, ásamt stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar sem rekið er af Seðlabankanum. Starfsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er undir eftirliti Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.“
Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira