Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 12:25 Til rannsóknar er hvort Nasdaq verðbréfamiðstöð hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Vísir/Anton Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar en í frétt Fréttablaðsins var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi verðbréfamiðstöðvarinnar á markaði fyrir skráningu verðbréfa. Mun rannsókn eftirlitsins beinast að markaðsráðandi stöðu þess, e en það hefur um langt skeið verið hið eina hér á landi með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð, og jafnframt að því hvort félagið hafi með háttsemi sinni misnotað umrædda stöðu. Í tilkynningu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar segir að mjög skýr og rík lagaumgjörð sé um starfsemi verðbréfamiðstöðva. „Staðlar og kröfur sem eftirlitsaðilar í Evrópu hafa sett fram gera ráð fyrir að samkeppni fari fram með tengingum á milli verðbréfamiðstöðva. Fylgir Nasdaq verðbréfamiðstöð þeim kröfum í einu og öllu. Einungis er hægt að flytja verðbréf á milli verðbréfamiðstöðva að ósk útgefenda verðbréfa og að gættum hagsmunum eigenda þeirra. Engin ósk um slíkt hefur borist,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt: „Það sem Verðbréfamiðstöð Íslands kallar flutning á verðbréfum á milli verðbréfamiðstöðva samkvæmt frétt sem birtist í morgun, er í reynd ekki flutningur, heldur tenging við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Tengingar á milli verðbréfamiðstöðva í Evrópu eru algengar og er ávallt tekið gjald fyrir þær enda óhjákvæmilegur kostnaður sem felst í því að þjónusta slíkar tengingar. Allar skyldur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er lúta að útgáfu og utanumhaldi verðbréfanna haldast óbreyttar, óháð tengingu á milli verðbréfamiðstöðva. Verðskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar byggir á sömu nálgun og gjaldskrár verðbréfamiðstöðva í Evrópu. Verðbréfamiðstöð Íslands hefur ekki óskað eftir tengingu við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Óski Verðbréfamiðstöð Íslands eftir því að tengjast Nasdaq verðbréfamiðstöð mun hún að sjálfsögðu verða við því á grundvelli þeirra krafna sem gerðar eru um slíkar tengingar lögum samkvæmt. Nasdaq verðbréfamiðstöð á eftir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið og verður það gert á næstu dögum. Nasdaq verðbréfamiðstöð er meðal þriggja mikilvægra innviða á Íslandi, ásamt stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar sem rekið er af Seðlabankanum. Starfsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er undir eftirliti Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.“ Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar en í frétt Fréttablaðsins var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi verðbréfamiðstöðvarinnar á markaði fyrir skráningu verðbréfa. Mun rannsókn eftirlitsins beinast að markaðsráðandi stöðu þess, e en það hefur um langt skeið verið hið eina hér á landi með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð, og jafnframt að því hvort félagið hafi með háttsemi sinni misnotað umrædda stöðu. Í tilkynningu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar segir að mjög skýr og rík lagaumgjörð sé um starfsemi verðbréfamiðstöðva. „Staðlar og kröfur sem eftirlitsaðilar í Evrópu hafa sett fram gera ráð fyrir að samkeppni fari fram með tengingum á milli verðbréfamiðstöðva. Fylgir Nasdaq verðbréfamiðstöð þeim kröfum í einu og öllu. Einungis er hægt að flytja verðbréf á milli verðbréfamiðstöðva að ósk útgefenda verðbréfa og að gættum hagsmunum eigenda þeirra. Engin ósk um slíkt hefur borist,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt: „Það sem Verðbréfamiðstöð Íslands kallar flutning á verðbréfum á milli verðbréfamiðstöðva samkvæmt frétt sem birtist í morgun, er í reynd ekki flutningur, heldur tenging við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Tengingar á milli verðbréfamiðstöðva í Evrópu eru algengar og er ávallt tekið gjald fyrir þær enda óhjákvæmilegur kostnaður sem felst í því að þjónusta slíkar tengingar. Allar skyldur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er lúta að útgáfu og utanumhaldi verðbréfanna haldast óbreyttar, óháð tengingu á milli verðbréfamiðstöðva. Verðskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar byggir á sömu nálgun og gjaldskrár verðbréfamiðstöðva í Evrópu. Verðbréfamiðstöð Íslands hefur ekki óskað eftir tengingu við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Óski Verðbréfamiðstöð Íslands eftir því að tengjast Nasdaq verðbréfamiðstöð mun hún að sjálfsögðu verða við því á grundvelli þeirra krafna sem gerðar eru um slíkar tengingar lögum samkvæmt. Nasdaq verðbréfamiðstöð á eftir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið og verður það gert á næstu dögum. Nasdaq verðbréfamiðstöð er meðal þriggja mikilvægra innviða á Íslandi, ásamt stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar sem rekið er af Seðlabankanum. Starfsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er undir eftirliti Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.“
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira