Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 22:47 Gylfi Magnússon, dósent við Fréttablaðið/Valli Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er afar ósáttur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi við spurningum Vísis um verðlagningu verslunarinnar hér á landi. Vísir bar ummæli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, undir framkvæmdastjórann síðastliðinn föstudag en þingmaður hefur haldið því fram að verð í H&M á Íslandi sé mun hærra en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn, Dirk Roennefahrt, hafnaði þessum fullyrðingum þingmannsins og sagði fatakeðjuna gera reglulegar verðkannanir á þeim mörkuðum sem hún er á til að tryggja að hún sé samkeppnishæf. „Þvílík óskammfeilni,“ ritar Gylfi á Facebook þar sem hann deilir fréttinni en hann var efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009 til 2010. „H&M er miklu dýrara hér en í Noregi, það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ segir Gylfi. Hann vill meina að það sé útúrsnúningur hjá framkvæmdastjóranum þegar hann svarar því að H&M geri verðkannanir og þess vegna sé H&M á Íslandi ekki dýrara en annarsstaðar. „Það er hreinn útúrsnúningur enda ekki það sem spurt er um heldur hvers vegna þeir okra sérstaklega á Íslendingum umfram aðra. Enginn Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu ætti að stíga fæti inn í þessar sjoppur hérlendis,“ skrifar Gylfi. H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, er afar ósáttur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi við spurningum Vísis um verðlagningu verslunarinnar hér á landi. Vísir bar ummæli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, undir framkvæmdastjórann síðastliðinn föstudag en þingmaður hefur haldið því fram að verð í H&M á Íslandi sé mun hærra en í verslunum sænsku fatakeðjunnar í öðrum löndum. Framkvæmdastjórinn, Dirk Roennefahrt, hafnaði þessum fullyrðingum þingmannsins og sagði fatakeðjuna gera reglulegar verðkannanir á þeim mörkuðum sem hún er á til að tryggja að hún sé samkeppnishæf. „Þvílík óskammfeilni,“ ritar Gylfi á Facebook þar sem hann deilir fréttinni en hann var efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009 til 2010. „H&M er miklu dýrara hér en í Noregi, það blasir við á verðmiðunum þeirra sem sýna verð í báðum löndunum. Er H&M í Noregi þó líklega það dýrasta utan Íslands,“ segir Gylfi. Hann vill meina að það sé útúrsnúningur hjá framkvæmdastjóranum þegar hann svarar því að H&M geri verðkannanir og þess vegna sé H&M á Íslandi ekki dýrara en annarsstaðar. „Það er hreinn útúrsnúningur enda ekki það sem spurt er um heldur hvers vegna þeir okra sérstaklega á Íslendingum umfram aðra. Enginn Íslendingur með snefil af sjálfsvirðingu ætti að stíga fæti inn í þessar sjoppur hérlendis,“ skrifar Gylfi.
H&M Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03