Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2018 08:00 Mennirnir eiga að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar til að hagnast á bréfum í Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Talið er að þremenningarnir sem grunaðir eru um að hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair hafi hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Þrír menn á fimmtugsaldri eru ákærðir í málinu. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair en hann hafði stöðu fruminnherja hjá félaginu. Hinir tveir eru grunaðir um að hafa nýtt sér upplýsingar frá honum til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í félaginu. Auk mannanna þriggja er félagið Fastrek, sem hét áður VIP Travel, ákært í málinu en viðskiptin með hlutina voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi eigandi Fastreks. Sá var jafnframt áður rekstrarstjóri kampavínsklúbbsins Shooters sem nú er starfræktur á sama stað og VIP Club var áður til húsa. Að endingu má nefna að sá maður var eitt sinn sakfelldur fyrir rekstur spilavítis í Skeifunni. Fyrrgreindum forstöðumanni og rekstrarstjóra er í málinu gefið að sök að hafa í október og nóvember 2015 nýtt VIP Travel til að kaupa hluti í Icelandair til þess eins að selja hlutina skömmu eftir að þriðja ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Þeim er gefið að sök að hafa keypt sölurétt í júlí 2016 en þá veðjuðu þeir á móti á lækkun hlutabréfanna i kjölfar annars ársfjórðungsuppgjörs þess árs. Að endingu er forstöðumanninum og rekstrarstjóranum gefið að sök að hafa í janúar og febrúar 2017 keypt sölurétt í félaginu og veðjað á að verð á hlutum í því myndi lækka í kjölfar afkomuviðvörunar sem birt var 1. febrúar það ár. Hagnaður mannanna af þessu á að hafa numið tæpum 25 milljónum króna. Rekstrarstjórinn á síðan að hafa hvatt þriðja manninn, sem ákærður er í málinu, til hins sama. Á hann að hafa keypt sölurétt og selt í félaginu sama dag og afkomuviðvörunin var gefin út. Á hagnaður vegna þessa að hafa numið rúmum 20 milljónum króna. Mennirnir eru ýmist ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félagsins Fastreks, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Hvorki náðist í hina ákærðu né lögmenn þeirra í gær. Málið verður þingfest 28. júní. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00 Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Talið er að þremenningarnir sem grunaðir eru um að hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair hafi hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Þrír menn á fimmtugsaldri eru ákærðir í málinu. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair en hann hafði stöðu fruminnherja hjá félaginu. Hinir tveir eru grunaðir um að hafa nýtt sér upplýsingar frá honum til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í félaginu. Auk mannanna þriggja er félagið Fastrek, sem hét áður VIP Travel, ákært í málinu en viðskiptin með hlutina voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi eigandi Fastreks. Sá var jafnframt áður rekstrarstjóri kampavínsklúbbsins Shooters sem nú er starfræktur á sama stað og VIP Club var áður til húsa. Að endingu má nefna að sá maður var eitt sinn sakfelldur fyrir rekstur spilavítis í Skeifunni. Fyrrgreindum forstöðumanni og rekstrarstjóra er í málinu gefið að sök að hafa í október og nóvember 2015 nýtt VIP Travel til að kaupa hluti í Icelandair til þess eins að selja hlutina skömmu eftir að þriðja ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Þeim er gefið að sök að hafa keypt sölurétt í júlí 2016 en þá veðjuðu þeir á móti á lækkun hlutabréfanna i kjölfar annars ársfjórðungsuppgjörs þess árs. Að endingu er forstöðumanninum og rekstrarstjóranum gefið að sök að hafa í janúar og febrúar 2017 keypt sölurétt í félaginu og veðjað á að verð á hlutum í því myndi lækka í kjölfar afkomuviðvörunar sem birt var 1. febrúar það ár. Hagnaður mannanna af þessu á að hafa numið tæpum 25 milljónum króna. Rekstrarstjórinn á síðan að hafa hvatt þriðja manninn, sem ákærður er í málinu, til hins sama. Á hann að hafa keypt sölurétt og selt í félaginu sama dag og afkomuviðvörunin var gefin út. Á hagnaður vegna þessa að hafa numið rúmum 20 milljónum króna. Mennirnir eru ýmist ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félagsins Fastreks, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Hvorki náðist í hina ákærðu né lögmenn þeirra í gær. Málið verður þingfest 28. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00 Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00
Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00