Hrakfarir kalla á ný vinnubrögð Ari Trausti Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 United Silicon, að baki hrákísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir banka, lífeyrissjóð og Reykjanesbæ. Uppsagnir starfsfólks teljast líka tjón. Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og gasmengun mun ekki hrjá íbúa sveitarfélagsins eftir töluvert hlé – hve lengi er ekki vitað. Arion banki stefnir að því að láta ljúka viðgerðum á þessari ósamstæðu, gölluðu og hæpnu verksmiðju og hefja aftur starfsemi, væntanlega með nýjum eigendum. Kannski tekst það, kannski ekki, en telja má augljóst að frekari starfsemi með mengun yfir ströngustu mörkum er í óþökk mjög margra íbúa Reykjanesbæjar. Skal engan undra eftir það sem á undan er gengið. Kærumál samfara gjaldþrotinu varða litlu sem engu um framtíð versins. Fleira en mjög svo íþyngjandi mengun kemur til. Verksmiðjan er of há miðað við eðlilegar skipulagsforsendur og ljóst að nánd íbúðasvæðis við verksmiðjusvæðið í Helguvík er of mikil. Það kann að stafa af röngum upplýsingum um dreifingu mengunar í gögnum sem notuð voru við matsgerð á umhverfisáhrifum hrákísilversins. Þessu til viðbótar vekur athygli að óháðir eftirlits- og skoðunarmenn tæknibúnaðar komu ekki að byggingu versins – væntanlega aðeins hefðbundnir sérfræðingar byggingareftirlits eins og tíðkast um stórar byggingar, svo sem varðandi burðarþol. Sérstakt tæknieftirlit á að vera regla við byggingu sérhæfðra verksmiðja. Í þessu tilviki sýnist sem starfseiningar versins hafi því miður ekki unnið rétt saman og tölvustýringar ekki heldur, rétt eins og menn reyndu að smíða gangfæran bíl úr íhlutum úr ýmsum áttum en úr verður óhönduglegur, reykspúandi skrjóður. Fari svo að lögð verði fram ósk um að gangsetja verið ber að tryggja að allar úrbætur á verksmiðjunni verði teknar út og metnar af óháðum sérfræðingum, að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar verði endurskoðað, og endurunnið, ásamt endurgerðu starfsleyfi og að allar áætlanir um orkufrekan iðnað í Helguvík verði endurskoðaðar frá grunni. Vel má vera að starfsemi í matvælaiðaði, gagnaver og ýmis umhverfisvænn iðnaður geti stutt við rekstur Helguvíkurhafnar og fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum. Uppbygging hafnarinnar hefur að hluta verið háð uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú þarf næsta örugglega að skjóta styrkari stoðum undir stækkun og rekstur hennar. Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
United Silicon, að baki hrákísilverinu í Helguvík, er gjaldþrota með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni fyrir banka, lífeyrissjóð og Reykjanesbæ. Uppsagnir starfsfólks teljast líka tjón. Samtímis er ljóst að reyk-, ryk- og gasmengun mun ekki hrjá íbúa sveitarfélagsins eftir töluvert hlé – hve lengi er ekki vitað. Arion banki stefnir að því að láta ljúka viðgerðum á þessari ósamstæðu, gölluðu og hæpnu verksmiðju og hefja aftur starfsemi, væntanlega með nýjum eigendum. Kannski tekst það, kannski ekki, en telja má augljóst að frekari starfsemi með mengun yfir ströngustu mörkum er í óþökk mjög margra íbúa Reykjanesbæjar. Skal engan undra eftir það sem á undan er gengið. Kærumál samfara gjaldþrotinu varða litlu sem engu um framtíð versins. Fleira en mjög svo íþyngjandi mengun kemur til. Verksmiðjan er of há miðað við eðlilegar skipulagsforsendur og ljóst að nánd íbúðasvæðis við verksmiðjusvæðið í Helguvík er of mikil. Það kann að stafa af röngum upplýsingum um dreifingu mengunar í gögnum sem notuð voru við matsgerð á umhverfisáhrifum hrákísilversins. Þessu til viðbótar vekur athygli að óháðir eftirlits- og skoðunarmenn tæknibúnaðar komu ekki að byggingu versins – væntanlega aðeins hefðbundnir sérfræðingar byggingareftirlits eins og tíðkast um stórar byggingar, svo sem varðandi burðarþol. Sérstakt tæknieftirlit á að vera regla við byggingu sérhæfðra verksmiðja. Í þessu tilviki sýnist sem starfseiningar versins hafi því miður ekki unnið rétt saman og tölvustýringar ekki heldur, rétt eins og menn reyndu að smíða gangfæran bíl úr íhlutum úr ýmsum áttum en úr verður óhönduglegur, reykspúandi skrjóður. Fari svo að lögð verði fram ósk um að gangsetja verið ber að tryggja að allar úrbætur á verksmiðjunni verði teknar út og metnar af óháðum sérfræðingum, að mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar verði endurskoðað, og endurunnið, ásamt endurgerðu starfsleyfi og að allar áætlanir um orkufrekan iðnað í Helguvík verði endurskoðaðar frá grunni. Vel má vera að starfsemi í matvælaiðaði, gagnaver og ýmis umhverfisvænn iðnaður geti stutt við rekstur Helguvíkurhafnar og fjölbreytt atvinnulíf á Suðurnesjum. Uppbygging hafnarinnar hefur að hluta verið háð uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Nú þarf næsta örugglega að skjóta styrkari stoðum undir stækkun og rekstur hennar. Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar