Hægt verður að horfa á beina útsendingu af fundinum hér að neðan. Hann hefst klukkan 15:00.
Á þinginu munu frumkvöðlar segja reynslusögur og farið verður yfir hvernig eigi að ná nýjum viðskiptavinum og halda núverandi viðskiptavinum. Hvað sé að gerast á markaðinum. Hvernig ná eigi árangri með markaðsstarfi. Hvernig hægt sé að nota samfélagsmiðla með nýjum hætti og hvaða áhrif áhrifavaldar hafi.
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, setur þingið en dagskrá má nálgast hér að neðan þar sem er einnig hægt að skrá sig. Smáþingsstjóri er Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS.
Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hagsmunamálum. Bakhjarlar Litla Íslands eru SAF, SVÞ, SI, SFF og SA. Kynning á þjónustu samtakanna verður fyrir og eftir Smáþing.
Setning
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Stóra lausnin er smá!
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Hvernig ná lítil og meðalstór fyrirtæki árangri með markaðsstarfi?
Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka og stundakennari við HR
Rótgróið fyrirtæki í nýjum heimi
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss og formaður SI.
Vald áhrifavalda og nýjar leiðir við notkun samfélagsmiðla
Hlynur Þór Árnason, sölu- og markaðssérfræðingur hjá Ghostlamp
Reynslusögur & umræður
Pink Iceland
Eva María Þórarinsdóttir Lange, stofnandi og eigandi
Einstök Ölgerð
Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri.
Omnom
Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri.
Eldum rétt
Hanný Inga Birschbach, þjónustustjóri