Pétur: Held að Grindavík hafi vanmetið okkur Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 4. október 2018 21:13 Pétur Ingvarsson er þjálfari nýliða Blika. Vísir/Anton „Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Blikar sýndu mikla baráttu og pressuðu heimamenn duglega sem skilaði þeim forystu allt fram í 4.leikhluta. „Við ætluðum að taka fast á móti þeim, spila hratt og reyna að koma þeim á óvart. Það tókst ágætlega framan af en þeir eru auðvitað með gott lið og þetta er góður heimavöllur,“ bætti Pétur við en það var fínasta mæting í Röstina í kvöld. Grindavík tryggði sigurinn með 16-0 áhlaupi undir lokin og kom mörgum á óvart að Pétur skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti. Hefði hann ekki átt að gera það? „Ég skipti hratt inná og menn eru ekkert þreyttir. Þeir settu stóra þrista og auðvitað hefði maður kannski átt að taka leikhlé en ég gerði það ekki og þetta er niðurstaðan. Ég verð að lifa með því og reyna að læra eitthvað af þessu.“ Blikar leiddu löngum stundum í leiknum og komu eflaust mörgum á óvart með góðum leik. Pétur sagði þó ekkert vera breytt eftir leikinn í kvöld. „Það skiptir engu máli hvernig við töpum, ef við töpum öllum leikjum tæpt þá töpum við samt öllum leikjunum. Við eigum eftir að vinna leik í deildinni og erum enn með núll sigra, það hefur ekkert breyst frá einhverjum spám. Ég held að Grindavík hafi vanmetið okkur framan af og þess vegna hafi þetta litið svona út.“ Það voru ekki margir sem bjuggust við að Breiðablik myndi veita Grindvíkingum hörkuleik hér í kvöld en annað kom á daginn. Hvað taka þeir jákvætt með sér eftir leikinn í kvöld? „Það er í raun ekkert jákvætt og ekkert sérstaklega neikvætt. Við erum að reyna að bæta okkur og þetta var fyrsti leikurinn. Svo reynum við að lagfæra það sem illa fór í þessum leik og vera betur undirbúnir fyrir næsta leik, þarnæsta eða eftir jól eða hvernig sem það er. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup,“ sagði Pétur að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
„Okkar leikur var þokkalegur, það gekk sumt upp sem við lögðum upp með og annað ekki. Þeir voru góðir þarna í lokin þegar við ætluðum að vera búnir að þreyta þá,“ sagði Pétur Ingvarsson þjálfari nýliða Breiðabliks eftir tapið gegn Grindavík í Röstinni í kvöld. Blikar sýndu mikla baráttu og pressuðu heimamenn duglega sem skilaði þeim forystu allt fram í 4.leikhluta. „Við ætluðum að taka fast á móti þeim, spila hratt og reyna að koma þeim á óvart. Það tókst ágætlega framan af en þeir eru auðvitað með gott lið og þetta er góður heimavöllur,“ bætti Pétur við en það var fínasta mæting í Röstina í kvöld. Grindavík tryggði sigurinn með 16-0 áhlaupi undir lokin og kom mörgum á óvart að Pétur skyldi ekki taka leikhlé á þeim tímapunkti. Hefði hann ekki átt að gera það? „Ég skipti hratt inná og menn eru ekkert þreyttir. Þeir settu stóra þrista og auðvitað hefði maður kannski átt að taka leikhlé en ég gerði það ekki og þetta er niðurstaðan. Ég verð að lifa með því og reyna að læra eitthvað af þessu.“ Blikar leiddu löngum stundum í leiknum og komu eflaust mörgum á óvart með góðum leik. Pétur sagði þó ekkert vera breytt eftir leikinn í kvöld. „Það skiptir engu máli hvernig við töpum, ef við töpum öllum leikjum tæpt þá töpum við samt öllum leikjunum. Við eigum eftir að vinna leik í deildinni og erum enn með núll sigra, það hefur ekkert breyst frá einhverjum spám. Ég held að Grindavík hafi vanmetið okkur framan af og þess vegna hafi þetta litið svona út.“ Það voru ekki margir sem bjuggust við að Breiðablik myndi veita Grindvíkingum hörkuleik hér í kvöld en annað kom á daginn. Hvað taka þeir jákvætt með sér eftir leikinn í kvöld? „Það er í raun ekkert jákvætt og ekkert sérstaklega neikvætt. Við erum að reyna að bæta okkur og þetta var fyrsti leikurinn. Svo reynum við að lagfæra það sem illa fór í þessum leik og vera betur undirbúnir fyrir næsta leik, þarnæsta eða eftir jól eða hvernig sem það er. Þetta er langhlaup en ekki spretthlaup,“ sagði Pétur að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 95-86 | Torsóttur sigur Grindvíkinga gegn Blikum Grindvíkingar unnu seiglusigur á nýliðum Breiðabliks í 1.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Kópavogsliðið leiddi löngum stundum í leiknum en heimamenn stigu upp undir lokin og tryggðu sér sigurinn eftir frábæran endasprett. 4. október 2018 22:15