Það var gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, sem sá til þess að Bucks vann í nótt en hann skoraði 31 stig í leiknum og fór á kostum.
Giannis skoraði tíu af síðustu nítján stigum Bucks í leiknum og sá til þess að Boston náði aldrei að ógna liðinu af neinu viti. Hann tók líka fjórtán fráköst í leiknum og stal tveimur boltum.
Jayson Tatum var stigahæstur í liði Celtics með 22 stig. Oddaleikur liðanna fer fram annað kvöld í Boston.