Í dag er nákvæmlega 25 ár síðan hann átti algjörlega lygilegan leik í búningi Orlando Magic. Þá skoraði Shaq 24 stig, tók 28 fráköst og varði 15 skot. Þetta köllum við almennilega þrefalda tvennu.
Þessi frammistaða er reglulega rifjuð upp og ekki að ástæðulausu.
Sjá má helstu tilþrif Shaq úr þessum leik hér að neðan.