Sömdu um að hann myndi ekki æfa með liðsfélögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 13:00 JR Smith fagnar með LeBron James. Nú eru þeir báðir hættir að spila fyrir Cleveland Cavaliers. Vísir/Getty JR Smith er á leið burtu frá NBA-liðinu Cleveland Cavaliers en hann hefur viljað losna frá liðinu eiginlega alveg síðan að Lebron James yfirgaf Cleveland og allir titladraumar Cavaliers dóu samstundis. Það athyglisverða við stöðu mála er hinsvegar nýtt samkomulag á milli JR Smith og Cleveland Cavaliers. JR Smith er enn á samningi hjá Cleveland en hann samdi um það við félagið að þurfa ekki að æfa með liðsfélögum sínum. JR Smith mun æfa einn á meðan Cavaliers (og örugglega hann sjálfur) leita að leikmannaskiptum sem ganga upp. Cleveland Cavaliers er þannig tilbúið að borga honum fyrir að vera ekki á svæðinu. JR Smith fær 14,7 milljónir dollara frá Cleveland Cavaliers fyrir þetta tímabil eða 1,8 milljarða íslenskra króna. JR Smith á síðan að fá 15,6 milljonir dollara fyrir lokaárið sitt.#Cavs announce @TheRealJRSmith will no longer be with the team. Full release: https://t.co/gMrvBMJPsnpic.twitter.com/JqTyoxqWZR — Joe Gabriele (@CavsJoeG) November 20, 2018JR Smith hefur spilað með Cleveland Cavaliers frá árinu 2015 og var algjör lykilmaður í meistaraliðinu árið 2016. JR Smith hefur bara skorað 6,7 stig að meðaltali á 20,2 mínútum í vetur en var með með 12,4 stig að meðaltali 2015-16 tímabilið. Frá og með vistaskiptum LeBron James hefur JR Smith verið alveg ómögulegur. Hann hefur talað um það að vilja losna frá Cleveland og fór aldrei í neinar felur með það í viðtölum við fjölmiðla. Hann var hinsvegar farinn að ganga enn lengra í viðtölum sínum. JR Smith sakaði Cleveland Cavaliers þannig um það að vilja ekki lengur vinna leiki til að auka möguleika sína á fyrsta valrétti í nýliðavalinu næsta sumar. „Ég held að markmiðið sé ekki að vinna. Markmiðið er ekki að vinna eins marga leiki og hægt er. Ég held að markmið liðsins sé núna að þroska sína leikmenn og tryggja sér góðan valrétt. Ég held líka að það hafi alltaf verið planið,“ sagði JR Smith við The Athletic. Það er því kannski ekkert skrýtið að forráðamenn Cleveland Cavaliers séu búnir að fá nóg og vilji ekki hafa JR Smith lengur á svæðinu. Það breytir þó ekki því að Cleveland Cavaliers er og stefnir í það að vera lélegasta lið NBA á leiktíðinni. Cavaliers hefur aðeins unnið 2 af 15 leikjum sínum og er í 30. sæti af 30. liðum yfir besta sigurhlutfallið í deildinni. NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
JR Smith er á leið burtu frá NBA-liðinu Cleveland Cavaliers en hann hefur viljað losna frá liðinu eiginlega alveg síðan að Lebron James yfirgaf Cleveland og allir titladraumar Cavaliers dóu samstundis. Það athyglisverða við stöðu mála er hinsvegar nýtt samkomulag á milli JR Smith og Cleveland Cavaliers. JR Smith er enn á samningi hjá Cleveland en hann samdi um það við félagið að þurfa ekki að æfa með liðsfélögum sínum. JR Smith mun æfa einn á meðan Cavaliers (og örugglega hann sjálfur) leita að leikmannaskiptum sem ganga upp. Cleveland Cavaliers er þannig tilbúið að borga honum fyrir að vera ekki á svæðinu. JR Smith fær 14,7 milljónir dollara frá Cleveland Cavaliers fyrir þetta tímabil eða 1,8 milljarða íslenskra króna. JR Smith á síðan að fá 15,6 milljonir dollara fyrir lokaárið sitt.#Cavs announce @TheRealJRSmith will no longer be with the team. Full release: https://t.co/gMrvBMJPsnpic.twitter.com/JqTyoxqWZR — Joe Gabriele (@CavsJoeG) November 20, 2018JR Smith hefur spilað með Cleveland Cavaliers frá árinu 2015 og var algjör lykilmaður í meistaraliðinu árið 2016. JR Smith hefur bara skorað 6,7 stig að meðaltali á 20,2 mínútum í vetur en var með með 12,4 stig að meðaltali 2015-16 tímabilið. Frá og með vistaskiptum LeBron James hefur JR Smith verið alveg ómögulegur. Hann hefur talað um það að vilja losna frá Cleveland og fór aldrei í neinar felur með það í viðtölum við fjölmiðla. Hann var hinsvegar farinn að ganga enn lengra í viðtölum sínum. JR Smith sakaði Cleveland Cavaliers þannig um það að vilja ekki lengur vinna leiki til að auka möguleika sína á fyrsta valrétti í nýliðavalinu næsta sumar. „Ég held að markmiðið sé ekki að vinna. Markmiðið er ekki að vinna eins marga leiki og hægt er. Ég held að markmið liðsins sé núna að þroska sína leikmenn og tryggja sér góðan valrétt. Ég held líka að það hafi alltaf verið planið,“ sagði JR Smith við The Athletic. Það er því kannski ekkert skrýtið að forráðamenn Cleveland Cavaliers séu búnir að fá nóg og vilji ekki hafa JR Smith lengur á svæðinu. Það breytir þó ekki því að Cleveland Cavaliers er og stefnir í það að vera lélegasta lið NBA á leiktíðinni. Cavaliers hefur aðeins unnið 2 af 15 leikjum sínum og er í 30. sæti af 30. liðum yfir besta sigurhlutfallið í deildinni.
NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira