Gleðilegt sumar Davíð Þorláksson skrifar 23. maí 2018 07:00 Pimm‘s er drykkur sem er notaður í samnefndan vinsælan enskan sumarkokkteil sem mér og nokkrum vinum finnst ómissandi á þessum árstíma. Áfengisverslanir ríkisins selja hann ekki og því ákvað ég að kaupa nokkrar flöskur þar sem ég var staddur í London síðastliðinn sunnudag. Hver flaska kostaði 1.739 krónur. Ríkið leyfir mér bara að taka eina lítersflösku tollfrjálst til landsins, ef vínandi er meira en 21% af flöskunni, og því gaf ég mig fram við tollverði ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Þeir innheimtu skilagjald, áfengisgjald og virðisaukaskatt, alls 4.104 krónur á flösku. Allir sem framleiða, selja og flytja Pimm‘s, og öll efnin sem fara í framleiðslu þess og flöskunnar sem það er í, taka því til sín 30% af verðmæti vörunnar á meðan íslenska ríkið, sem leggur ekkert af mörkum, tekur 70%. Í þessu tilfelli, að minnsta kosti, þjónar gjaldið heldur engum forvarnartilgangi. Enginn áfengissjúklingur myndi standa í því að fara til Englands til að kaupa Pimm‘s, skera niður jarðarber, gúrkur og appelsínur og merja mintulauf og blanda svo öllu saman í límonaði til að svala fíkn sinni. Þessi kaup eru gott dæmi um það hvernig ríkið er alltumlykjandi í lífi okkar. Það vill ráða því hvar, hvenær og hvernig almennar neysluvörur við kaupum og það vill taka af þeim 70% skatt. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það þarf að hafa meira vit fyrir okkur en öðrum þjóðum og taka af okkur hærri skatta. Þetta verður samt vel fyrirhafnarinnar virði ef sumarið skyldi koma einhvern tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Pimm‘s er drykkur sem er notaður í samnefndan vinsælan enskan sumarkokkteil sem mér og nokkrum vinum finnst ómissandi á þessum árstíma. Áfengisverslanir ríkisins selja hann ekki og því ákvað ég að kaupa nokkrar flöskur þar sem ég var staddur í London síðastliðinn sunnudag. Hver flaska kostaði 1.739 krónur. Ríkið leyfir mér bara að taka eina lítersflösku tollfrjálst til landsins, ef vínandi er meira en 21% af flöskunni, og því gaf ég mig fram við tollverði ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Þeir innheimtu skilagjald, áfengisgjald og virðisaukaskatt, alls 4.104 krónur á flösku. Allir sem framleiða, selja og flytja Pimm‘s, og öll efnin sem fara í framleiðslu þess og flöskunnar sem það er í, taka því til sín 30% af verðmæti vörunnar á meðan íslenska ríkið, sem leggur ekkert af mörkum, tekur 70%. Í þessu tilfelli, að minnsta kosti, þjónar gjaldið heldur engum forvarnartilgangi. Enginn áfengissjúklingur myndi standa í því að fara til Englands til að kaupa Pimm‘s, skera niður jarðarber, gúrkur og appelsínur og merja mintulauf og blanda svo öllu saman í límonaði til að svala fíkn sinni. Þessi kaup eru gott dæmi um það hvernig ríkið er alltumlykjandi í lífi okkar. Það vill ráða því hvar, hvenær og hvernig almennar neysluvörur við kaupum og það vill taka af þeim 70% skatt. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju það þarf að hafa meira vit fyrir okkur en öðrum þjóðum og taka af okkur hærri skatta. Þetta verður samt vel fyrirhafnarinnar virði ef sumarið skyldi koma einhvern tímann.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar