Viðskipti erlent

Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni

Kjartan Kjartansson skrifar
Efnisveitur eins og Netflix sem eru staðsettar í Bandaríkjunum sækja inn á önnur markaðssvæði. Nú ætlar ESB að skikka þær til að framleiða efni fyrir heimamarkað.
Efnisveitur eins og Netflix sem eru staðsettar í Bandaríkjunum sækja inn á önnur markaðssvæði. Nú ætlar ESB að skikka þær til að framleiða efni fyrir heimamarkað. Vísir/Getty
Evrópuþingmenn og aðildarríki Evrópusambandsins hafa náð samkomulagi um að krefja stórar efnisveitur eins og Netflix og Amazon til þess að fjármagna evrópskar kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Reglurnar tengjast endurskoðun á útvarpslögum innan sambandsins.

Eins og sakir standa geta Evrópusambandsríki aðeins gert kröfur til efnisveitna sem starfa innan lögsögu þeirra. Nýju reglurnar eiga að leyfa þeim að krefja efnisveitur á netinu sem eru ekki staðsettar í landinu en sækja á markað þeirra um framlög til innlendrar dagskrárgerðar.

Þannig gætu efnisveiturnar þurft að fjárfesta beint í innlendu efni eða að greiða framlög í kvikmyndasjóði, að því er segir í frétt Reuters. Gerð verður krafa um að tæpur þriðjungur efnis sem efnisveitur bjóða upp á sé evrópskt.

Með breytingunum verða samfélagsmiðlar þar sem myndböndum er deilt eins og Facebook og Youtube gert að grípa til frekar aðgerða gegn efni þar sem hvatt er til „ofbeldis, haturs og hryðjuverka“.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.