Sigurður Gísli fluttur heim og vill byltingu í umhverfismálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 20:30 Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður og stjórnarformaður IKEA segir þörf á viðhorfsbyltingu í umhverfismálum í anda #metoo. Hann segir að tími stórra virkjana sé liðinn en hann stendur fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál á morgun. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og stjórnarformaður IKEA á Íslandi, er nú fluttur heim til Íslands eftir að hafa búið í Santa Monica í Kaliforníu um árabil. Sigurður Gísli, sem hóf sinn feril í viðskiptum með föður sínum Pálma Jónssyni stofnanda Hagkaupa, er mikill áhugamaður um umhverfisvernd. Hann stendur fyrir ráðstefnu í Veröld, húsi Vigdísar, á morgun um nýja nálgun okkar Íslendinga í samspili umhverfisverndar annars vegar og atvinnu- og byggðaþróunar hins vegar. „Við eigum að hætta að hugsa um stórar virkjanir. Sá tími er liðinn. Við eigum að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum. Við eigum að einbeita okkur að því að við erum varðmenn náttúrunnar og landsins. Við eigum að skila náttúrunni af okkur til afkomenda okkar í betra ásigkomulagi en hún var í. Ef við erum sammála um það markmið þá mun okkur vegna vel,“ segir Sigurður Gísli. „Tíminn er meira samþjappaður“ Ráðstefnan verður í Veröld og hefst klukkan tíu í fyrramálið. Þar munu sex erlendir fyrirlesarar fara yfir áherslur um samspil atvinnuppbyggingar og náttúruverndar. Sigurður Gísli segist skynja viðhorfsbreytingu í samfélaginu í umhverfismálum. „Við sjáum að tíminn er meira samþjappaður núna en hann hefur verið. Metoo-byltingin sem gerðist bara nánast á einni nóttu leiddi til hugarfarsbreytingar og kúltúrbreytingar í samfélaginu. Ég held að það sama sé að gerast með náttúruna. Hún þarf sína varðmenn og það þarf að draga sverð úr slíðrum og koma henni til verndar. Því þó að hún geti verið harkaleg og erfið viðfangs er hún líka blíð og viðkvæm. Við verðum að búa í sátt við hana því annars tortímir hún okkur,“ segir Sigurður Gísli. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður og stjórnarformaður IKEA segir þörf á viðhorfsbyltingu í umhverfismálum í anda #metoo. Hann segir að tími stórra virkjana sé liðinn en hann stendur fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál á morgun. Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og stjórnarformaður IKEA á Íslandi, er nú fluttur heim til Íslands eftir að hafa búið í Santa Monica í Kaliforníu um árabil. Sigurður Gísli, sem hóf sinn feril í viðskiptum með föður sínum Pálma Jónssyni stofnanda Hagkaupa, er mikill áhugamaður um umhverfisvernd. Hann stendur fyrir ráðstefnu í Veröld, húsi Vigdísar, á morgun um nýja nálgun okkar Íslendinga í samspili umhverfisverndar annars vegar og atvinnu- og byggðaþróunar hins vegar. „Við eigum að hætta að hugsa um stórar virkjanir. Sá tími er liðinn. Við eigum að skilja eitthvað eftir handa komandi kynslóðum. Við eigum að einbeita okkur að því að við erum varðmenn náttúrunnar og landsins. Við eigum að skila náttúrunni af okkur til afkomenda okkar í betra ásigkomulagi en hún var í. Ef við erum sammála um það markmið þá mun okkur vegna vel,“ segir Sigurður Gísli. „Tíminn er meira samþjappaður“ Ráðstefnan verður í Veröld og hefst klukkan tíu í fyrramálið. Þar munu sex erlendir fyrirlesarar fara yfir áherslur um samspil atvinnuppbyggingar og náttúruverndar. Sigurður Gísli segist skynja viðhorfsbreytingu í samfélaginu í umhverfismálum. „Við sjáum að tíminn er meira samþjappaður núna en hann hefur verið. Metoo-byltingin sem gerðist bara nánast á einni nóttu leiddi til hugarfarsbreytingar og kúltúrbreytingar í samfélaginu. Ég held að það sama sé að gerast með náttúruna. Hún þarf sína varðmenn og það þarf að draga sverð úr slíðrum og koma henni til verndar. Því þó að hún geti verið harkaleg og erfið viðfangs er hún líka blíð og viðkvæm. Við verðum að búa í sátt við hana því annars tortímir hún okkur,“ segir Sigurður Gísli.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira