„Orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 18:30 Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands. Fram kemur í nýlegri skýrslu KPMG um gagnaversiðnaðinn á Íslandi að vöxtur þessarar atvinnugreinar hér á landi sé mjög einsleitur því hann sé að mestu keyrður áfram af rafmyntum. Þá sé samkeppnisforskot Íslendinga í þessari atvinnugrein laskað, meðal annars vegna raforkuverðs og skorts á afhendingaröryggi á raforkumarkaði. Í dag eru rekin þrjú stór alþjóðleg gagnaver hér á landi. Á Fitjum, á Ásbrú og í Hafnarfirði. Samtök iðnaðarins telja hins vegar að íslensk stjórnvöld skorti framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verði að gert muni Ísland dragast úr samkeppni og missa af tækifærum. Í raun eru kjöraðstæður til reksturs gagnavera á Íslandi því hægt er að nota vindkælingu til að kæla netþjóna og ofurtölvur gagnavera, sem lækkar rekstrarkostnað. Lágur orkunýtingarstuðull hefur skapað Íslendingum ákveðna sérstöðu. Helstu keppinautar Íslands eru ríki þar sem er kalt loftslag, framboð af raforku á sanngjörnu verði og aðlaðandi skattumhverfi. „Þessi upptalning á ágætlega við okkar helstu samkeppnisaðila í norðurhluta Svíþjóðar og norðurhluta Noregs. Þar hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á uppbyggingu innviða, jafnvel lagt gagnatengingar langt norður fyrir heimsskautsbaug og stillt upp ákveðnu hvatakerfi fyrir þennan iðnað til að laða til sín gagnaver á þau svæði þar sem ofgnótt er af raforku,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Þrátt fyrir að ekkert annað ríki í heiminum framleiði meira rafmagn á hvern íbúa en Íslendingar stendur afhending á raforku vexti gagnaversiðnaðarins hér á landi fyrir þrifum. „Í dag er orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi og jafnvel ómögulegt,“ segir Jóhann. Jóhann nefnir líka gagnatengingar en mikil þörf sé á lagningu nýs sæstrengs. Í dag eru tvær sæstrengir, Farice-1 og Cantat-3 en báðir eru þeir komnir nokkuð til ára sinna. Cantat-3 var lagður 1994 og Farice-1 tíu árum síðar. „Það eru uppi hugmyndir um að setja nýjan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu. Þar geta íslensk stjórnvöld komið sterk inn en slíkur strengur myndi skapa gagnaversiðnaðinum á Íslandi aukin sóknarfæri,“ segir Jóhann. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands. Fram kemur í nýlegri skýrslu KPMG um gagnaversiðnaðinn á Íslandi að vöxtur þessarar atvinnugreinar hér á landi sé mjög einsleitur því hann sé að mestu keyrður áfram af rafmyntum. Þá sé samkeppnisforskot Íslendinga í þessari atvinnugrein laskað, meðal annars vegna raforkuverðs og skorts á afhendingaröryggi á raforkumarkaði. Í dag eru rekin þrjú stór alþjóðleg gagnaver hér á landi. Á Fitjum, á Ásbrú og í Hafnarfirði. Samtök iðnaðarins telja hins vegar að íslensk stjórnvöld skorti framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verði að gert muni Ísland dragast úr samkeppni og missa af tækifærum. Í raun eru kjöraðstæður til reksturs gagnavera á Íslandi því hægt er að nota vindkælingu til að kæla netþjóna og ofurtölvur gagnavera, sem lækkar rekstrarkostnað. Lágur orkunýtingarstuðull hefur skapað Íslendingum ákveðna sérstöðu. Helstu keppinautar Íslands eru ríki þar sem er kalt loftslag, framboð af raforku á sanngjörnu verði og aðlaðandi skattumhverfi. „Þessi upptalning á ágætlega við okkar helstu samkeppnisaðila í norðurhluta Svíþjóðar og norðurhluta Noregs. Þar hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á uppbyggingu innviða, jafnvel lagt gagnatengingar langt norður fyrir heimsskautsbaug og stillt upp ákveðnu hvatakerfi fyrir þennan iðnað til að laða til sín gagnaver á þau svæði þar sem ofgnótt er af raforku,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Þrátt fyrir að ekkert annað ríki í heiminum framleiði meira rafmagn á hvern íbúa en Íslendingar stendur afhending á raforku vexti gagnaversiðnaðarins hér á landi fyrir þrifum. „Í dag er orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi og jafnvel ómögulegt,“ segir Jóhann. Jóhann nefnir líka gagnatengingar en mikil þörf sé á lagningu nýs sæstrengs. Í dag eru tvær sæstrengir, Farice-1 og Cantat-3 en báðir eru þeir komnir nokkuð til ára sinna. Cantat-3 var lagður 1994 og Farice-1 tíu árum síðar. „Það eru uppi hugmyndir um að setja nýjan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu. Þar geta íslensk stjórnvöld komið sterk inn en slíkur strengur myndi skapa gagnaversiðnaðinum á Íslandi aukin sóknarfæri,“ segir Jóhann.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira