„Orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 18:30 Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands. Fram kemur í nýlegri skýrslu KPMG um gagnaversiðnaðinn á Íslandi að vöxtur þessarar atvinnugreinar hér á landi sé mjög einsleitur því hann sé að mestu keyrður áfram af rafmyntum. Þá sé samkeppnisforskot Íslendinga í þessari atvinnugrein laskað, meðal annars vegna raforkuverðs og skorts á afhendingaröryggi á raforkumarkaði. Í dag eru rekin þrjú stór alþjóðleg gagnaver hér á landi. Á Fitjum, á Ásbrú og í Hafnarfirði. Samtök iðnaðarins telja hins vegar að íslensk stjórnvöld skorti framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verði að gert muni Ísland dragast úr samkeppni og missa af tækifærum. Í raun eru kjöraðstæður til reksturs gagnavera á Íslandi því hægt er að nota vindkælingu til að kæla netþjóna og ofurtölvur gagnavera, sem lækkar rekstrarkostnað. Lágur orkunýtingarstuðull hefur skapað Íslendingum ákveðna sérstöðu. Helstu keppinautar Íslands eru ríki þar sem er kalt loftslag, framboð af raforku á sanngjörnu verði og aðlaðandi skattumhverfi. „Þessi upptalning á ágætlega við okkar helstu samkeppnisaðila í norðurhluta Svíþjóðar og norðurhluta Noregs. Þar hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á uppbyggingu innviða, jafnvel lagt gagnatengingar langt norður fyrir heimsskautsbaug og stillt upp ákveðnu hvatakerfi fyrir þennan iðnað til að laða til sín gagnaver á þau svæði þar sem ofgnótt er af raforku,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Þrátt fyrir að ekkert annað ríki í heiminum framleiði meira rafmagn á hvern íbúa en Íslendingar stendur afhending á raforku vexti gagnaversiðnaðarins hér á landi fyrir þrifum. „Í dag er orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi og jafnvel ómögulegt,“ segir Jóhann. Jóhann nefnir líka gagnatengingar en mikil þörf sé á lagningu nýs sæstrengs. Í dag eru tvær sæstrengir, Farice-1 og Cantat-3 en báðir eru þeir komnir nokkuð til ára sinna. Cantat-3 var lagður 1994 og Farice-1 tíu árum síðar. „Það eru uppi hugmyndir um að setja nýjan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu. Þar geta íslensk stjórnvöld komið sterk inn en slíkur strengur myndi skapa gagnaversiðnaðinum á Íslandi aukin sóknarfæri,“ segir Jóhann. Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands. Fram kemur í nýlegri skýrslu KPMG um gagnaversiðnaðinn á Íslandi að vöxtur þessarar atvinnugreinar hér á landi sé mjög einsleitur því hann sé að mestu keyrður áfram af rafmyntum. Þá sé samkeppnisforskot Íslendinga í þessari atvinnugrein laskað, meðal annars vegna raforkuverðs og skorts á afhendingaröryggi á raforkumarkaði. Í dag eru rekin þrjú stór alþjóðleg gagnaver hér á landi. Á Fitjum, á Ásbrú og í Hafnarfirði. Samtök iðnaðarins telja hins vegar að íslensk stjórnvöld skorti framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verði að gert muni Ísland dragast úr samkeppni og missa af tækifærum. Í raun eru kjöraðstæður til reksturs gagnavera á Íslandi því hægt er að nota vindkælingu til að kæla netþjóna og ofurtölvur gagnavera, sem lækkar rekstrarkostnað. Lágur orkunýtingarstuðull hefur skapað Íslendingum ákveðna sérstöðu. Helstu keppinautar Íslands eru ríki þar sem er kalt loftslag, framboð af raforku á sanngjörnu verði og aðlaðandi skattumhverfi. „Þessi upptalning á ágætlega við okkar helstu samkeppnisaðila í norðurhluta Svíþjóðar og norðurhluta Noregs. Þar hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á uppbyggingu innviða, jafnvel lagt gagnatengingar langt norður fyrir heimsskautsbaug og stillt upp ákveðnu hvatakerfi fyrir þennan iðnað til að laða til sín gagnaver á þau svæði þar sem ofgnótt er af raforku,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Þrátt fyrir að ekkert annað ríki í heiminum framleiði meira rafmagn á hvern íbúa en Íslendingar stendur afhending á raforku vexti gagnaversiðnaðarins hér á landi fyrir þrifum. „Í dag er orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi og jafnvel ómögulegt,“ segir Jóhann. Jóhann nefnir líka gagnatengingar en mikil þörf sé á lagningu nýs sæstrengs. Í dag eru tvær sæstrengir, Farice-1 og Cantat-3 en báðir eru þeir komnir nokkuð til ára sinna. Cantat-3 var lagður 1994 og Farice-1 tíu árum síðar. „Það eru uppi hugmyndir um að setja nýjan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu. Þar geta íslensk stjórnvöld komið sterk inn en slíkur strengur myndi skapa gagnaversiðnaðinum á Íslandi aukin sóknarfæri,“ segir Jóhann.
Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira