Sálfræðiþjónusta í alla framhaldsskóla Steinn Jóhannsson og Bóas Valdórsson skrifar 2. febrúar 2018 10:00 Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Eins og gefur að skilja eru fjölmargir nemendur í þessum hópi að glíma við áskoranir í sínu lífi. Stundum er um að ræða eðlileg og krefjandi viðfangsefni sem allir þurfa að ganga í gegnum á þessu aldursskeiði samhliða vaxandi álagi í námi og auknu persónulegu sjálfstæði. Í þessum stóra hópi ungs fólks eru einnig nemendur sem glíma við andlega vanlíðan og áskoranir sem þau eiga erfitt með að takast á við án aðstoðar. Í því samhengi getur verið nauðsynlegt að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Það er ljóst að ef andleg líðan nemenda er ekki góð þá hefur það neikvæð áhrif á námsgengi þeirra, getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Sérfræðingar hafa bent á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar þegar um er að ræða andlega vanlíðan svo draga megi úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og dragi þannig úr lífsgæðum einstaklingsins og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. En hvað er til ráða fyrir stjórnvöld og framhaldsskólana? Lausnin gæti m.a. falist í því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í öllum framhaldsskólum en með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegra að nemendur leiti sér aðstoðar fyrr og nái fyrr betri tökum á lífi sínu.Tilraunaverkefni Undanfarin misseri hafa nokkrir framhaldsskólar farið af stað með tilraunaverkefni sem byggja á því að auðvelda aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu innan skólanna og hefur reynslan af því verið mjög jákvæð. Nemendur hafa nýtt sér þessa þjónustu vel og greinilegt er að um raunverulega þörf er að ræða. Í sumum tilvikum hafa sálfræðingar verið ráðnir inn í framhaldsskóla með fasta viðveru en einnig hafa verið gerðir samstarfssamningar við sérfræðiþjónustu sveitarfélaga eða sjálfstætt starfandi sálfræðinga um afmörkuð verkefni. Þjónustan hefur meðal annars falið í sér persónulega sálfræðiráðgjöf og stuðning til nemenda, námskeiðahald og fyrirlestra um sálfræðileg málefni, samstarf við foreldra, frummat á vanda og tilvísun til viðeigandi meðferðaraðila innan heilbrigðiskerfisins ef þörf hefur verið á. Því má segja að hlutverk sálfræðinga í framhaldsskólum geti bæði tengst forvarnar- og fræðsluverkefnum í bland við persónulega og faglega þjónustu handa nemendum. Það er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með andlegri líðan ungmenna sinna sem stunda nám á framhaldsskólastigi og bregðist tímanlega við verði þeir varir við breytingar á andlegri líðan. Það er ekki síður mikilvægt að ungt fólk eigi greiðan aðgang á eigin forsendum að úrræðum og þjónustu ef því líður illa eða þarf að ræða viðkvæm málefni. Það hentar nemendum vel að geta leitað sér sálfræðiþjónustu innan skólanna enda er unga fólkið okkar opið og meðvitað um mikilvægi þess að ræða eigin líðan og leita sér aðstoðar. Það eru mikil samfélagsleg tækifæri fólgin í því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur. Nemendurnir hafa ríka þörf fyrir slíka þjónustu og hafa meðtekið þau skilaboð hversu mikilvægt það er að sækja sér aðstoð ef eitthvað bjátar á. Það skiptir því höfuðmáli að slík þjónusta standi þeim til boða og innan skólanna er tilvalið tækifæri til að mæta þessari þörf með það fyrir augum að auka lífsgæði nemenda á framhaldsskólastigi og auka þar með líkurnar á farsælli skólagöngu og farsælli framtíð. Bóas Valdórsson er sálfræðingur MH.Steinn Jóhannsson er konrektor MH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi stunda um 20.000 nemendur nám á framhaldsskólastigi. Eins og gefur að skilja eru fjölmargir nemendur í þessum hópi að glíma við áskoranir í sínu lífi. Stundum er um að ræða eðlileg og krefjandi viðfangsefni sem allir þurfa að ganga í gegnum á þessu aldursskeiði samhliða vaxandi álagi í námi og auknu persónulegu sjálfstæði. Í þessum stóra hópi ungs fólks eru einnig nemendur sem glíma við andlega vanlíðan og áskoranir sem þau eiga erfitt með að takast á við án aðstoðar. Í því samhengi getur verið nauðsynlegt að grípa inn í og veita ráðgjöf, stuðning eða meðferð eftir því sem við á hverju sinni. Það er ljóst að ef andleg líðan nemenda er ekki góð þá hefur það neikvæð áhrif á námsgengi þeirra, getur aukið líkur á brotthvarfi eða seinkað námslokum verulega. Sérfræðingar hafa bent á mikilvægi snemmtækrar íhlutunar þegar um er að ræða andlega vanlíðan svo draga megi úr líkum þess að vandinn verði flóknari síðar á lífsleiðinni og dragi þannig úr lífsgæðum einstaklingsins og hafi í för með sér aukinn samfélagslegan kostnað. En hvað er til ráða fyrir stjórnvöld og framhaldsskólana? Lausnin gæti m.a. falist í því að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í öllum framhaldsskólum en með því að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu er líklegra að nemendur leiti sér aðstoðar fyrr og nái fyrr betri tökum á lífi sínu.Tilraunaverkefni Undanfarin misseri hafa nokkrir framhaldsskólar farið af stað með tilraunaverkefni sem byggja á því að auðvelda aðgengi nemenda að sálfræðiþjónustu innan skólanna og hefur reynslan af því verið mjög jákvæð. Nemendur hafa nýtt sér þessa þjónustu vel og greinilegt er að um raunverulega þörf er að ræða. Í sumum tilvikum hafa sálfræðingar verið ráðnir inn í framhaldsskóla með fasta viðveru en einnig hafa verið gerðir samstarfssamningar við sérfræðiþjónustu sveitarfélaga eða sjálfstætt starfandi sálfræðinga um afmörkuð verkefni. Þjónustan hefur meðal annars falið í sér persónulega sálfræðiráðgjöf og stuðning til nemenda, námskeiðahald og fyrirlestra um sálfræðileg málefni, samstarf við foreldra, frummat á vanda og tilvísun til viðeigandi meðferðaraðila innan heilbrigðiskerfisins ef þörf hefur verið á. Því má segja að hlutverk sálfræðinga í framhaldsskólum geti bæði tengst forvarnar- og fræðsluverkefnum í bland við persónulega og faglega þjónustu handa nemendum. Það er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með andlegri líðan ungmenna sinna sem stunda nám á framhaldsskólastigi og bregðist tímanlega við verði þeir varir við breytingar á andlegri líðan. Það er ekki síður mikilvægt að ungt fólk eigi greiðan aðgang á eigin forsendum að úrræðum og þjónustu ef því líður illa eða þarf að ræða viðkvæm málefni. Það hentar nemendum vel að geta leitað sér sálfræðiþjónustu innan skólanna enda er unga fólkið okkar opið og meðvitað um mikilvægi þess að ræða eigin líðan og leita sér aðstoðar. Það eru mikil samfélagsleg tækifæri fólgin í því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanemendur. Nemendurnir hafa ríka þörf fyrir slíka þjónustu og hafa meðtekið þau skilaboð hversu mikilvægt það er að sækja sér aðstoð ef eitthvað bjátar á. Það skiptir því höfuðmáli að slík þjónusta standi þeim til boða og innan skólanna er tilvalið tækifæri til að mæta þessari þörf með það fyrir augum að auka lífsgæði nemenda á framhaldsskólastigi og auka þar með líkurnar á farsælli skólagöngu og farsælli framtíð. Bóas Valdórsson er sálfræðingur MH.Steinn Jóhannsson er konrektor MH.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun