Curry-lausir Warriors unnu 11. útisigurinn í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2018 10:00 Kevin Durant setti 26 stig í nótt vísir/getty Meistararnir í Golden State Warriors unnu sinn ellefta útisigur í röð þegar liðið hafði betur gegn Milwaukee Bucks í nótt. Stephen Curry var fjarri góðu gamni í liði Warriors í nótt vegna meiðsla á ökkla, en það kom ekki að sök því Kevin Durant setti 26 stig og Draymond Green bætti við 21 sem tryggði Warriors 94-108 sigur á Bucks. Warriors voru með 63-49 forystu í hálfleiknum, en hleypti Bucks aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta, en heimamenn unnu hann með 33 stigum gegn 17. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði Warriors hafa verið lata í varnarvinnunni í þriðja leikhluta, en náðu að vinna sig í gang. Stuðningsmanni Bucks var vikið út af vellinum snemma í fjórða leikhluta eftir að hafa hraunað yfir Klay Thompson með ljótu orðbragði. Það var brotið á Thompson svo hann féll til jarðar rétt hjá sæti stuðningsmannsins, sem var í fremstu röð, og hann ákvað að standa upp og hrauna yfir Thompson. Thompson lét öryggisverði vita og manninum var fylgt út úr keppnishöllinni. Indiana Pacers komu til baka eftir að hafa verið undir með 22 stigum gegn Cleveland Cavaliers og unnu tveggja stiga sigur, 97-95. LeBron James hefði getað tryggt Cavaliers sigurinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunni, en flautuþristurinn vildi ekki niður og þriðji sigur Pacers á Cleveland á tímabilinu staðreynd. Lance Stephenson var aðalmaðurinn í liði Pacers í nótt. Hann skoraði aðeins 16 stig en var með 11 fráköst og fiskaði tæknivillu á James seint í leiknum og náði að trufla James ítrekað. „Lance spilar bara svolítið óhreint, þannig er það. Ég hefði átt að vera tilbúinn í það, ég hef vitað það lengi að það er ekki sá sem segir brandarann sem er skammaður heldur sá sem hlær og þeir náðu mér. Hann spilað samt vel,“ sagði James sem var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Utah Jazz 99-88 Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 97-95 Washington Wizards - Orlando Magic 125-119 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 105-110 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 94-108 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 118-108 New Orleans Pelicans - Portland Trail Blazers 119-113 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 87-78 Phoenix Suns - Houston Rockets 95-112 NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Meistararnir í Golden State Warriors unnu sinn ellefta útisigur í röð þegar liðið hafði betur gegn Milwaukee Bucks í nótt. Stephen Curry var fjarri góðu gamni í liði Warriors í nótt vegna meiðsla á ökkla, en það kom ekki að sök því Kevin Durant setti 26 stig og Draymond Green bætti við 21 sem tryggði Warriors 94-108 sigur á Bucks. Warriors voru með 63-49 forystu í hálfleiknum, en hleypti Bucks aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta, en heimamenn unnu hann með 33 stigum gegn 17. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði Warriors hafa verið lata í varnarvinnunni í þriðja leikhluta, en náðu að vinna sig í gang. Stuðningsmanni Bucks var vikið út af vellinum snemma í fjórða leikhluta eftir að hafa hraunað yfir Klay Thompson með ljótu orðbragði. Það var brotið á Thompson svo hann féll til jarðar rétt hjá sæti stuðningsmannsins, sem var í fremstu röð, og hann ákvað að standa upp og hrauna yfir Thompson. Thompson lét öryggisverði vita og manninum var fylgt út úr keppnishöllinni. Indiana Pacers komu til baka eftir að hafa verið undir með 22 stigum gegn Cleveland Cavaliers og unnu tveggja stiga sigur, 97-95. LeBron James hefði getað tryggt Cavaliers sigurinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunni, en flautuþristurinn vildi ekki niður og þriðji sigur Pacers á Cleveland á tímabilinu staðreynd. Lance Stephenson var aðalmaðurinn í liði Pacers í nótt. Hann skoraði aðeins 16 stig en var með 11 fráköst og fiskaði tæknivillu á James seint í leiknum og náði að trufla James ítrekað. „Lance spilar bara svolítið óhreint, þannig er það. Ég hefði átt að vera tilbúinn í það, ég hef vitað það lengi að það er ekki sá sem segir brandarann sem er skammaður heldur sá sem hlær og þeir náðu mér. Hann spilað samt vel,“ sagði James sem var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Utah Jazz 99-88 Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 97-95 Washington Wizards - Orlando Magic 125-119 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 105-110 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 94-108 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 118-108 New Orleans Pelicans - Portland Trail Blazers 119-113 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 87-78 Phoenix Suns - Houston Rockets 95-112
NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira