Framtíðin er núna Hjálmar Sveinsson skrifar 24. maí 2018 07:00 Í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn verður kosið um þróun borgarinnar til framtíðar. Hvernig borg verður Reykjavík eftir fjögur ár, hvernig verður hún árið 2030? Verður hún vistvæn og mannvæn? Verður losun gróðurhúsaloftegunda mikil eða sama og engin í borginni? Verður Reykjavík græn eða grá? Verða hér öflugar og hraðvirkar almenningssamgöngur? Mun félagslegt misrétti aukast eða minnka í borginni? Verður gott að ala hér upp börn, verður gott að nema hér og starfa og eldast? Verður Reykjavík skemmtileg og áhugaverð borg? Ég þykist vita að allir borgarbúar séu sammála um að vel takist til en það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er langt í frá sjálfgefið. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að taka pólitískar ákvarðanir sem byggja á heildstæðri framtíðarsýn. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun að samþykkja bindandi stefnu um kolefnishlutlausa Reykjavík árið 2040, að hrinda af stað metnaðarfullri stefnu um borgarlínu í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina, að gera samninga við verkalýðsfélögin um endurreisn verkamannabústaðakerfisins með því að útvega þeim kjörlóðir víðsvegar um borgina fyrir eitt þúsund íbúðir á hagstæðum kjörum. Það er pólitísk ákvörðun að fjölga leikskólum og ungbarnadeildum þannig að á næstu árum komist 12 til 18 mánaða gömul börn á leikskóla. Það er pólitísk ákvörðun að þétta borgina og gera hverfin sjálfbærari. Einn mesti vandinn sem blasir við núna og þegar horft er til framtíðar er atgervisflótti ungs fólks frá Íslandi. Þess vegna þurfum að sjá til þess að Reykjavík þróist þannig að hún verði áfram kraftmikil, skapandi og spennandi borg fyrir ungt fólk til að búa í og starfa. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt. Ég er sannfærður um að stefna núverandi meirihluta í borginni felur í sér mikilvæg skref í rétta átt. Unga fólkið í Reykjavík hefur sem betur fer áttað sig á þessu. Þeirra er framtíðin. Í splunkunýrri könnun Félagsvísindastofnunar kemur í ljós að hvorki meira né minna en rúm 44% Reykvíkinga á aldrinum 18 til 29 ára segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Áfram Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn verður kosið um þróun borgarinnar til framtíðar. Hvernig borg verður Reykjavík eftir fjögur ár, hvernig verður hún árið 2030? Verður hún vistvæn og mannvæn? Verður losun gróðurhúsaloftegunda mikil eða sama og engin í borginni? Verður Reykjavík græn eða grá? Verða hér öflugar og hraðvirkar almenningssamgöngur? Mun félagslegt misrétti aukast eða minnka í borginni? Verður gott að ala hér upp börn, verður gott að nema hér og starfa og eldast? Verður Reykjavík skemmtileg og áhugaverð borg? Ég þykist vita að allir borgarbúar séu sammála um að vel takist til en það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að það er langt í frá sjálfgefið. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að taka pólitískar ákvarðanir sem byggja á heildstæðri framtíðarsýn. Það er auðvitað pólitísk ákvörðun að samþykkja bindandi stefnu um kolefnishlutlausa Reykjavík árið 2040, að hrinda af stað metnaðarfullri stefnu um borgarlínu í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðina, að gera samninga við verkalýðsfélögin um endurreisn verkamannabústaðakerfisins með því að útvega þeim kjörlóðir víðsvegar um borgina fyrir eitt þúsund íbúðir á hagstæðum kjörum. Það er pólitísk ákvörðun að fjölga leikskólum og ungbarnadeildum þannig að á næstu árum komist 12 til 18 mánaða gömul börn á leikskóla. Það er pólitísk ákvörðun að þétta borgina og gera hverfin sjálfbærari. Einn mesti vandinn sem blasir við núna og þegar horft er til framtíðar er atgervisflótti ungs fólks frá Íslandi. Þess vegna þurfum að sjá til þess að Reykjavík þróist þannig að hún verði áfram kraftmikil, skapandi og spennandi borg fyrir ungt fólk til að búa í og starfa. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt. Ég er sannfærður um að stefna núverandi meirihluta í borginni felur í sér mikilvæg skref í rétta átt. Unga fólkið í Reykjavík hefur sem betur fer áttað sig á þessu. Þeirra er framtíðin. Í splunkunýrri könnun Félagsvísindastofnunar kemur í ljós að hvorki meira né minna en rúm 44% Reykvíkinga á aldrinum 18 til 29 ára segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Áfram Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar