Amazon er orðið að auglýsingarisa Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon. Getty/Franziska Krug Amazon hefur nú náð þriðja sætinu þegar kemur að auglýsingasölu á netinu í Bandaríkjunum. Efstu tvö sætin skipa Alpahabet, móðurfélag Google, og Facebook. Amazon er einungis með 4 prósenta markaðshlutdeild en umsvifin fara hratt vaxandi og starfsfólki fjölgar að sama skapi, segir í frétt The Wall Street Journal. Eflaust munu tekjur Amazon af auglýsingasölu tvöfaldast í ár og nema um 5,8 milljörðum dollara. Það er meira en samanlögð aukning auglýsingatekna allra sjónvarpsstöðva í heiminum. Það eru ekki einungis fjölmiðlar sem finna fyrir sókn Amazon heldur einnig verslunarkeðjur á borð við Walmart og Target sem fá greitt frá vörumerkjum fyrir vel valdar staðsetningar í verslunum. Netrisinn hefur fjárfest í nýrri starfsemi á undanförnum árum, eins og matvöruverslun og sjónvarpsefni, en auglýsingasalan er sögð vera með mikla framlegð. Stefnt er á að opna höfuðstöðvar í New York sem mun efla samband Amazon við auglýsingaheiminn og auðvelda fyrirtækinu að ráða auglýsingafólk. Stór hluti af auglýsingatekjum Amazon kemur frá vefverslun þess, því fyrirtæki greiða fyrir að vera ofarlega í leitarniðurstöðum. Vörurnar eru merktar með viðeigandi hætti. Auk þess er til dæmis boðið upp á auglýsingar í myndskeiðum sem birtast meðal annars í Fire TV og auglýsingar á kössunum utan af vörunum. Amazon hjálpar líka fyrirtækjum við að auglýsa á vefjum sem er ekki í þeirra eigu. – hvj Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Amazon hefur nú náð þriðja sætinu þegar kemur að auglýsingasölu á netinu í Bandaríkjunum. Efstu tvö sætin skipa Alpahabet, móðurfélag Google, og Facebook. Amazon er einungis með 4 prósenta markaðshlutdeild en umsvifin fara hratt vaxandi og starfsfólki fjölgar að sama skapi, segir í frétt The Wall Street Journal. Eflaust munu tekjur Amazon af auglýsingasölu tvöfaldast í ár og nema um 5,8 milljörðum dollara. Það er meira en samanlögð aukning auglýsingatekna allra sjónvarpsstöðva í heiminum. Það eru ekki einungis fjölmiðlar sem finna fyrir sókn Amazon heldur einnig verslunarkeðjur á borð við Walmart og Target sem fá greitt frá vörumerkjum fyrir vel valdar staðsetningar í verslunum. Netrisinn hefur fjárfest í nýrri starfsemi á undanförnum árum, eins og matvöruverslun og sjónvarpsefni, en auglýsingasalan er sögð vera með mikla framlegð. Stefnt er á að opna höfuðstöðvar í New York sem mun efla samband Amazon við auglýsingaheiminn og auðvelda fyrirtækinu að ráða auglýsingafólk. Stór hluti af auglýsingatekjum Amazon kemur frá vefverslun þess, því fyrirtæki greiða fyrir að vera ofarlega í leitarniðurstöðum. Vörurnar eru merktar með viðeigandi hætti. Auk þess er til dæmis boðið upp á auglýsingar í myndskeiðum sem birtast meðal annars í Fire TV og auglýsingar á kössunum utan af vörunum. Amazon hjálpar líka fyrirtækjum við að auglýsa á vefjum sem er ekki í þeirra eigu. – hvj
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira