Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. maí 2018 21:15 Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur þrefaldist að stærð í uppbyggingaráætlun fyrir næsta áratug. Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. Útlit er fyrir að farþegafjöldinn í ár muni ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Uppbyggingaráformin voru kynnt á morgunverðarfundi á Hilton hótel í morgun. Á fundinum var jafnframt kynnt uppfærð farþegaspá, þar sem m.a. kemur fram að farþegamynstur íslensku flugfélaganna hafi breyst nokkuð undanfarið. „Þeim gengur betur að selja í flugsæti til skiptifarþega. Við erum að spá því að ekki verði 15 prósenta aukning farþega til landsins gegnum Keflavíkurflugvöll, heldur rétt um þrjú prósent, sem er töluvert skörp breyting frá rúmlega 24 prósenta aukningu í fyrra,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Þannig er útlit fyrir að skiptifarþegum sem fljúga hér í gegn fjölgi um 37 prósent í ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, segir því að þó lægð sé í ferðaþjónustunni sé full ástæða til að stækka við flugvöllinn. „Við teljum að það sé uppsöfnuð framkvæmdaþörf á Keflavíkurflugvelli. Árið 2012 komum við fram með þróunaráætlun sem gerði ráð fyrir því að 2030 yrðu hér tíu milljónir farþega. Við erum vonandi að sjá hér tíu milljónir farþega í ár, 2018. Þannig að við erum í farþegatölu tólf árum á undan þróunaráætluninni og hún gerði ráð fyrir því að þau mannvirki sem sýnd eru hér fyrir aftan mig, þeirra yrði þörf á þeim tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði. Og framkvæmdirnar eru ekkert smáræði, en til stendur að fyrsti hluti stækkunarinnar verði tekinn í notkun á næstu þremur árum. „Fyrsti fasinn, sem er breikkun á landganginum og ný landamæri og stækkun á verslunarsvæði er í kringum 30 þúsund fermetrar sem gerir það að verkum að frá 2012 til 2021 erum við búin að framkvæma tæplega eina Smáralind á flugvellinum.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur þrefaldist að stærð í uppbyggingaráætlun fyrir næsta áratug. Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. Útlit er fyrir að farþegafjöldinn í ár muni ná þeirri tölu sem spáð var fyrir árið 2030. Uppbyggingaráformin voru kynnt á morgunverðarfundi á Hilton hótel í morgun. Á fundinum var jafnframt kynnt uppfærð farþegaspá, þar sem m.a. kemur fram að farþegamynstur íslensku flugfélaganna hafi breyst nokkuð undanfarið. „Þeim gengur betur að selja í flugsæti til skiptifarþega. Við erum að spá því að ekki verði 15 prósenta aukning farþega til landsins gegnum Keflavíkurflugvöll, heldur rétt um þrjú prósent, sem er töluvert skörp breyting frá rúmlega 24 prósenta aukningu í fyrra,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Þannig er útlit fyrir að skiptifarþegum sem fljúga hér í gegn fjölgi um 37 prósent í ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar, segir því að þó lægð sé í ferðaþjónustunni sé full ástæða til að stækka við flugvöllinn. „Við teljum að það sé uppsöfnuð framkvæmdaþörf á Keflavíkurflugvelli. Árið 2012 komum við fram með þróunaráætlun sem gerði ráð fyrir því að 2030 yrðu hér tíu milljónir farþega. Við erum vonandi að sjá hér tíu milljónir farþega í ár, 2018. Þannig að við erum í farþegatölu tólf árum á undan þróunaráætluninni og hún gerði ráð fyrir því að þau mannvirki sem sýnd eru hér fyrir aftan mig, þeirra yrði þörf á þeim tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði. Og framkvæmdirnar eru ekkert smáræði, en til stendur að fyrsti hluti stækkunarinnar verði tekinn í notkun á næstu þremur árum. „Fyrsti fasinn, sem er breikkun á landganginum og ný landamæri og stækkun á verslunarsvæði er í kringum 30 þúsund fermetrar sem gerir það að verkum að frá 2012 til 2021 erum við búin að framkvæma tæplega eina Smáralind á flugvellinum.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira