Hreinar hendur bjarga mannslífum Heiða Björk Gunnlaugsdóttir og Þórdís Hulda Tómasdóttir skrifar 10. desember 2018 10:47 Flestir kynnast heilbrigðisskerfinu einhvern tíma á lífsleiðinni og einhverjir þurfa sjúkrahúslegu á einhverjum tímapunkti. Á sjúkrahúsum gerast oft kraftaverk og margir sem þangað leita fá bót meina sinna. En það er ekki hættulaust að leggjast inn á sjúkrahús, þar er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga og eitt af því er hætta á sýkingum. Sýkingar tengdar sjúkrahúsdvöl, eða spítalasýkingar, eru sýkingar sem sjúklingar fá á spítalanum og eru afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar. Þær geta leitt til óþarfa óþæginda, aukinna kvala, lengri legutíma, jafnvel dauða sjúklings að ógleymdum auknum kostnaði fyrir samfélagið í heild sinni. Því er mikilvægt að fyrirbyggja sýkingar til að auka öryggi sjúklinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að búast megi við því að 7% sjúklinga séu með spítalasýkingu á hverjum tíma. Á sjúkrahúsum geta sjúklingar smitast af ýmsum örverum og jafnvel ónæmum bakteríum sem dreifast á milli einstaklinga. Örverur berast milli manna eftir ákveðnum smitleiðum sem skiptast í snertismit, dropasmit og úðasmit. Snertismit er algengasta smitleiðin, annað hvort beint með höndum eða óbeint þegar hendur snerta mengað umhverfi. Snertismit er líka sú smitleið sem er auðveldast að rjúfa. Hendur starfsmanna á sjúkrahúsum snerta bæði sjúklinga og umhverfi. Ef handhreinsun er ekki framkvæmd á réttan hátt og á réttum tíma dreifast örverur auðveldlega á milli sjúklinga og það eykur líkurnar á spítalasýkingum. Skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna t.d. hringar, úr, armbönd, langar neglur, gervineglur og naglalakk ásamt síðerma vinnufatnaði hafa veruleg áhrif á gæði handhreinsunar. Allir sem þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda eiga rétt á því að heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að koma í veg dreifingu örvera á milli sjúklinga. Það er því réttur sjúklinga að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem þeim sinna séu í ermastuttum vinnufatnaði, án handskarts og með hreinar hendur. Heilbrigðisstarfsmaðurinn á alltaf að hreinsa hendur sínar með vatni og sápu eða handspritti áður en hann snertir sjúkling, jafnvel þó bara sé um handaband að ræða og alltaf eftir snertingu við sjúkling eða umhverfi hans. Einnig á hann að hreinsa hendur fyrir umbúðaskipti, meðhöndlun æðaleggja og þvagleggja og þ.h. verka. Heilbrigðisstarfsmenn vilja setja öryggi sjúklinga í forgrunn. Sjúklingum og aðstandendum er því alveg óhætt að spyrja þá hvort handhreinsun hafi verið framkvæmd sé það vafamál. Það er handhreinsunin sem rýfur snertismitsleiðina. Sjúklingurinn sjálfur þarf að sjálfsögðu að leggja hönd á plóg til að gæta að öryggi og huga að eigin handhreinsun. Tíð handhreinsun, til að mynda áður en sjúkrastofa er yfirgefin, eftir dvöl í sameiginlegum rýmum, fyrir mat og eftir salernisferðir geta gert gæfumuninn. Hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum.Heiða Björk Gunnlaugsdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeildÞórdís Hulda Tómasdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Flestir kynnast heilbrigðisskerfinu einhvern tíma á lífsleiðinni og einhverjir þurfa sjúkrahúslegu á einhverjum tímapunkti. Á sjúkrahúsum gerast oft kraftaverk og margir sem þangað leita fá bót meina sinna. En það er ekki hættulaust að leggjast inn á sjúkrahús, þar er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga og eitt af því er hætta á sýkingum. Sýkingar tengdar sjúkrahúsdvöl, eða spítalasýkingar, eru sýkingar sem sjúklingar fá á spítalanum og eru afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar. Þær geta leitt til óþarfa óþæginda, aukinna kvala, lengri legutíma, jafnvel dauða sjúklings að ógleymdum auknum kostnaði fyrir samfélagið í heild sinni. Því er mikilvægt að fyrirbyggja sýkingar til að auka öryggi sjúklinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að búast megi við því að 7% sjúklinga séu með spítalasýkingu á hverjum tíma. Á sjúkrahúsum geta sjúklingar smitast af ýmsum örverum og jafnvel ónæmum bakteríum sem dreifast á milli einstaklinga. Örverur berast milli manna eftir ákveðnum smitleiðum sem skiptast í snertismit, dropasmit og úðasmit. Snertismit er algengasta smitleiðin, annað hvort beint með höndum eða óbeint þegar hendur snerta mengað umhverfi. Snertismit er líka sú smitleið sem er auðveldast að rjúfa. Hendur starfsmanna á sjúkrahúsum snerta bæði sjúklinga og umhverfi. Ef handhreinsun er ekki framkvæmd á réttan hátt og á réttum tíma dreifast örverur auðveldlega á milli sjúklinga og það eykur líkurnar á spítalasýkingum. Skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna t.d. hringar, úr, armbönd, langar neglur, gervineglur og naglalakk ásamt síðerma vinnufatnaði hafa veruleg áhrif á gæði handhreinsunar. Allir sem þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda eiga rétt á því að heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að koma í veg dreifingu örvera á milli sjúklinga. Það er því réttur sjúklinga að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem þeim sinna séu í ermastuttum vinnufatnaði, án handskarts og með hreinar hendur. Heilbrigðisstarfsmaðurinn á alltaf að hreinsa hendur sínar með vatni og sápu eða handspritti áður en hann snertir sjúkling, jafnvel þó bara sé um handaband að ræða og alltaf eftir snertingu við sjúkling eða umhverfi hans. Einnig á hann að hreinsa hendur fyrir umbúðaskipti, meðhöndlun æðaleggja og þvagleggja og þ.h. verka. Heilbrigðisstarfsmenn vilja setja öryggi sjúklinga í forgrunn. Sjúklingum og aðstandendum er því alveg óhætt að spyrja þá hvort handhreinsun hafi verið framkvæmd sé það vafamál. Það er handhreinsunin sem rýfur snertismitsleiðina. Sjúklingurinn sjálfur þarf að sjálfsögðu að leggja hönd á plóg til að gæta að öryggi og huga að eigin handhreinsun. Tíð handhreinsun, til að mynda áður en sjúkrastofa er yfirgefin, eftir dvöl í sameiginlegum rýmum, fyrir mat og eftir salernisferðir geta gert gæfumuninn. Hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum.Heiða Björk Gunnlaugsdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeildÞórdís Hulda Tómasdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun