Hvað er jafnlaunavottun? Guðmundur Sigbergsson skrifar 10. desember 2018 10:16 Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki hina eiginlegu vottun. Vottun stjórnunarkerfa er jákvæð niðurstaða samræmismats, sem er aðferðarfræði við að staðfesta að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar staðalbundnar kröfur. Í samræmismati er leitast við að sýna fram á að tilgreindar kröfur staðla séu uppfylltar eða ekki í útfærslu atvinnurekenda á viðkomandi stjórnunarkerfi. Til framkvæmdar vottana eru gerðar mjög strangar kröfur en þeim er m.a. ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og að vottanir séu ekki veittar nema að kröfur séu uppfylltar. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi og jafnlaunavottun er staðfesting á að jafnlaunakerfi uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Til vottunarstofa eru gerðar strangar kröfur sem lúta m.a. að óhæði, hlutleysi, trúnaði, upplýsingagjöf, ábyrgð, hæfni, viðbrögðum við kvörtunum og áhættumiðaðri nálgun aðgerða. Aðalmarkmið vottunar er að veita hagsmunaaðilum traust á því að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar kröfur viðkomandi stjórnunarkerfis. Gildi vottunarinnar er þannig byggt á trúverðugleika hennar sem grundvallast á hæfni, getu og óhæði þess sem vottunina veitir. Til þess að tryggja að vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra afla þær sér faggildingar hjá til þess bærum opinberum aðila, t.d. faggildingarsviðs Einkaleyfastofu (ISAC). Faggilding er eins konar vottun fyrir vottunarstofur en faggilding staðfestir að vottunarstofa starfi í samræmi við kröfur ÍST EN ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Faggilding er jafnframt alltaf afmörkuð við tiltekin svið. Fyrir jafnlaunakerfi er sérstök faggilding veitt í vottunum þeirra sem staðfestir að hæfni og sérþekking sé til staðar hjá vottunarstofu á jafnlaunakerfum. Sá sem veitir faggildinguna hefur svo reglubundið eftirlit með að framkvæmd vottunarstofunnar sé í samræmi við kröfur. Eins og staðan er í dag hefur engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Hingað til hafa vottanir jafnlaunakerfa aðeins verið veittar á grundvelli undanþáguákvæðis í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum, sem rennur úr gildi í lok árs 2019. Þær vottanir eru ekki faggiltar en grundvallast á því að viðkomandi aðilar sem veita vottun geti sýnt fram á faggildingu í vottunum annarra stjórnunarkerfisstaðla. Í þessu fyrirkomulagi felst að eftirlit með þeim aðilum er ekkert af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sem hefur enga aðkomu að framkvæmd þeirrra sem veita vottanir á jafnlaunakerfum í dag á grundvelli framangreindrar undanþágu. Þriðjudaginn 4. desember sl. tók gildi breyting á reglugerðinni. Í breytingunni felst að vottunarstofur sem lokið hafa ákveðnum skrefum í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu í vottunum jafnlaunakerfa teljast uppfylla hæfniskröfur. Breytingin er mjög jákvæð til framtíðar litið þar sem hún bæði greiðir götu nýrra vottunaraðila inn á markaðinn og tryggir aðkomu faggildingarsviðs að jafnlaunavottun. Það mun jafnframt einfalda faggildingarferlið hjá þeim vottunarstofum sem vilja afla sér faggildingar í vottunum jafnlaunakerfa. Vonandi leiðir breytingin líka til þess að fyrirtæki og stofnanir sjái mikilvægi þess að öðlast vottun frá aðila sem háður er opinberu eftirliti og sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa. Hins vegar stendur eftir sú spurning hvernig stjórnvöld ætla að tryggja að vottanir þeirra sem starfa á grundvelli undanþágunnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa. Lögfesting jafnlaunavottunar er einstök á heimsvísu en aldrei hefur stjórnunarkerfisstaðli verið beitt á þann hátt sem gert er í jafnlaunavottun. Mörg lönd líta til Íslands að þessu leyti, hvernig framkvæmd jafnlaunavottunar gengur þegar þau taka ákvörðun um hvort sambærilegum aðferðum verði beitt til að stuðla að launajafnrétti kvenna og karla. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil í að tryggja að vel takist til við framkvæmd jafnlaunavottunar og að markmiðinu að baki henni verði náð, þ.e. að tryggja að grundvallarmannréttindum, lagaskyldu og þjóðréttarskuldbindingum sé framfylgt og komið verði á launajafnrétti kvenna og karla. Til þess að árangur náist þarf framkvæmd vottana að vera í samræmi við kröfur og að faggildingarsvið hafi yfirsýn yfir málaflokkinn frá öllum hliðum.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Sigbergsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki hina eiginlegu vottun. Vottun stjórnunarkerfa er jákvæð niðurstaða samræmismats, sem er aðferðarfræði við að staðfesta að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar staðalbundnar kröfur. Í samræmismati er leitast við að sýna fram á að tilgreindar kröfur staðla séu uppfylltar eða ekki í útfærslu atvinnurekenda á viðkomandi stjórnunarkerfi. Til framkvæmdar vottana eru gerðar mjög strangar kröfur en þeim er m.a. ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og að vottanir séu ekki veittar nema að kröfur séu uppfylltar. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi og jafnlaunavottun er staðfesting á að jafnlaunakerfi uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Til vottunarstofa eru gerðar strangar kröfur sem lúta m.a. að óhæði, hlutleysi, trúnaði, upplýsingagjöf, ábyrgð, hæfni, viðbrögðum við kvörtunum og áhættumiðaðri nálgun aðgerða. Aðalmarkmið vottunar er að veita hagsmunaaðilum traust á því að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar kröfur viðkomandi stjórnunarkerfis. Gildi vottunarinnar er þannig byggt á trúverðugleika hennar sem grundvallast á hæfni, getu og óhæði þess sem vottunina veitir. Til þess að tryggja að vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra afla þær sér faggildingar hjá til þess bærum opinberum aðila, t.d. faggildingarsviðs Einkaleyfastofu (ISAC). Faggilding er eins konar vottun fyrir vottunarstofur en faggilding staðfestir að vottunarstofa starfi í samræmi við kröfur ÍST EN ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Faggilding er jafnframt alltaf afmörkuð við tiltekin svið. Fyrir jafnlaunakerfi er sérstök faggilding veitt í vottunum þeirra sem staðfestir að hæfni og sérþekking sé til staðar hjá vottunarstofu á jafnlaunakerfum. Sá sem veitir faggildinguna hefur svo reglubundið eftirlit með að framkvæmd vottunarstofunnar sé í samræmi við kröfur. Eins og staðan er í dag hefur engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Hingað til hafa vottanir jafnlaunakerfa aðeins verið veittar á grundvelli undanþáguákvæðis í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum, sem rennur úr gildi í lok árs 2019. Þær vottanir eru ekki faggiltar en grundvallast á því að viðkomandi aðilar sem veita vottun geti sýnt fram á faggildingu í vottunum annarra stjórnunarkerfisstaðla. Í þessu fyrirkomulagi felst að eftirlit með þeim aðilum er ekkert af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sem hefur enga aðkomu að framkvæmd þeirrra sem veita vottanir á jafnlaunakerfum í dag á grundvelli framangreindrar undanþágu. Þriðjudaginn 4. desember sl. tók gildi breyting á reglugerðinni. Í breytingunni felst að vottunarstofur sem lokið hafa ákveðnum skrefum í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu í vottunum jafnlaunakerfa teljast uppfylla hæfniskröfur. Breytingin er mjög jákvæð til framtíðar litið þar sem hún bæði greiðir götu nýrra vottunaraðila inn á markaðinn og tryggir aðkomu faggildingarsviðs að jafnlaunavottun. Það mun jafnframt einfalda faggildingarferlið hjá þeim vottunarstofum sem vilja afla sér faggildingar í vottunum jafnlaunakerfa. Vonandi leiðir breytingin líka til þess að fyrirtæki og stofnanir sjái mikilvægi þess að öðlast vottun frá aðila sem háður er opinberu eftirliti og sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa. Hins vegar stendur eftir sú spurning hvernig stjórnvöld ætla að tryggja að vottanir þeirra sem starfa á grundvelli undanþágunnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa. Lögfesting jafnlaunavottunar er einstök á heimsvísu en aldrei hefur stjórnunarkerfisstaðli verið beitt á þann hátt sem gert er í jafnlaunavottun. Mörg lönd líta til Íslands að þessu leyti, hvernig framkvæmd jafnlaunavottunar gengur þegar þau taka ákvörðun um hvort sambærilegum aðferðum verði beitt til að stuðla að launajafnrétti kvenna og karla. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil í að tryggja að vel takist til við framkvæmd jafnlaunavottunar og að markmiðinu að baki henni verði náð, þ.e. að tryggja að grundvallarmannréttindum, lagaskyldu og þjóðréttarskuldbindingum sé framfylgt og komið verði á launajafnrétti kvenna og karla. Til þess að árangur náist þarf framkvæmd vottana að vera í samræmi við kröfur og að faggildingarsvið hafi yfirsýn yfir málaflokkinn frá öllum hliðum.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun