Stefna Tesla og Elon Musk vegna markaðsmisnotkunar Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2018 13:28 Musk hefur oft agnúast út í skortsölumenn. Tveir þeirra hafa nú stefnt honum fyrir að reyna að hafa áhrif á hlutabréfaverð með óeðlilegum hætti. Vísir/Getty Skortsölumenn hafa stefnt rafbílaframleiðandanum Tesla og Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins, fyrir það sem þeir telja vera markaðsmisnotkun og svik. Þeir vísa meðal annars til tísts Musk þar sem hann ýjaði að því að hann gæti tekið Tesla af markaði. Musk tísti um að hann hefði tryggt fjármögnun fyrir því að taka Tesla af markaði og greiða 72 milljarða dollara fyrir hluti í fyrirtækinu í vikunni. Þessa yfirlýsingu Musk telja stefnendurnir hafa verið misvísandi og hluti af tilraun til að rústa skortsölumönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Musk hafi í reynd blásið upp hlutabréfaverð í fyrirtækinu og brotið lög um verðbréf. Tesla hafi tekið þátt í því með því að leiðrétta ekki yfirlýsingu forstjórans. Verð á hlutum í Tesla hækkaði um 13% á milli daga eftir tíst Musk. Þetta hafi kostað skortsölumennina hundruð milljóna dollara. Skortsölumenn fá lánaða hluti í fyrirtækjum sem þeir telja yfirverðlagða og selja með það fyrir augum að kaupa hlutina aftur þegar þeir lækka í verði til að hagnast á viðskiptunum. Þeir hafa löngum verið þyrnir í augum Musk sem hefur gagnrýnt þá opinberlega. Tesla Tengdar fréttir Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Skortsölumenn hafa stefnt rafbílaframleiðandanum Tesla og Elon Musk, forstjóra fyrirtækisins, fyrir það sem þeir telja vera markaðsmisnotkun og svik. Þeir vísa meðal annars til tísts Musk þar sem hann ýjaði að því að hann gæti tekið Tesla af markaði. Musk tísti um að hann hefði tryggt fjármögnun fyrir því að taka Tesla af markaði og greiða 72 milljarða dollara fyrir hluti í fyrirtækinu í vikunni. Þessa yfirlýsingu Musk telja stefnendurnir hafa verið misvísandi og hluti af tilraun til að rústa skortsölumönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Musk hafi í reynd blásið upp hlutabréfaverð í fyrirtækinu og brotið lög um verðbréf. Tesla hafi tekið þátt í því með því að leiðrétta ekki yfirlýsingu forstjórans. Verð á hlutum í Tesla hækkaði um 13% á milli daga eftir tíst Musk. Þetta hafi kostað skortsölumennina hundruð milljóna dollara. Skortsölumenn fá lánaða hluti í fyrirtækjum sem þeir telja yfirverðlagða og selja með það fyrir augum að kaupa hlutina aftur þegar þeir lækka í verði til að hagnast á viðskiptunum. Þeir hafa löngum verið þyrnir í augum Musk sem hefur gagnrýnt þá opinberlega.
Tesla Tengdar fréttir Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Musk íhugar að taka Tesla af markaði Elon Musk, stofnandi Tesla, tilkynnti á Twitter í dag að hann væri að íhuga að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði og myndi það kosta um 72 milljarða. 7. ágúst 2018 20:30