Brooklyn Nets á sex leikja sigurgöngu eftir sigur á Lakers í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 07:00 LeBron James í baráttu um frákastið við Rondae Hollis-Jefferson hjá Brooklyn Nets í nótt. Vísir/Getty Los Angeles Lakers tókst ekki að komast aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í nótt þegar liðið heimsótti Brooklyn Nets. Nýliðinn Luka Doncic átti enn einn frábæra leikinn en það dugði þó ekki Dallas Mavericks á móti efsta liði Vesturdeildarinnar Denver Nuggets. Cleveland endaði sjö leikja sigurgöngu Indiana Pacers á sigurkörfu Larry Nance Jr..D'Angelo Russell's trey to put the @BrooklynNets ahead for good! #WeGoHardpic.twitter.com/L9Q71Uclnh — NBA (@NBA) December 19, 2018LeBron attacks the rack for the @Lakers!#LakeShow 80#WeGoHard 88 WATCH on @NBATVpic.twitter.com/DfjLsraQEw — NBA (@NBA) December 19, 2018D'Angelo Russell átti mjög flottan leik á móti sinu gamla félagi þegar hann skoraði 22 stig og gaf 13 stoðsendingar í 115-110 sigri Brooklyn Nets á Los Angeles Lakers en spilað var í Brooklyn. Joe Harris var með 19 stig fyrir Brooklyn liðið og Spencer Dinwiddie skoraði 18 stig. Þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð og það hefur ekki gerst síðan frá 25. mars til 3. apríl 2015. LeBron James gerði vissulega sitt fyrir Lakers-liðið með því að skora 36 stig, taka 13 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Kyle Kuzma var með 22 stig og 11 fráköst og Lonzo Ball skoraði 23 stig. Þetta hefur verið ýmist í ökkla eða eyra hjá Brooklyn Nets því áður en sigurgangan hófst þá tapaði liðið átta leikjum í röð. Sigurgangan hófst síðan með sigri á toppliði Toronto Raptors í framlengdum leik 7. desember síðastliðinn.Nikola Jokic patrols the paint for the @nuggets, finishing with 32 PTS, 16 REB in the home W! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/76mNj4p1JR — NBA.com/Stats (@nbastats) December 19, 2018Nikola Jokic records a double-double of 32 PTS, 16 REB in the @nuggets 7th home win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/4DGsRSSyqV — NBA (@NBA) December 19, 2018Nikola Jokic var með 32 stig og 16 fráköst þegar Denver Nuggets vann 126-118 sigur á Dallas Mavericks en þetta var sjöundi heimasigur Denver í röð. Nýliðinn frábæri hjá Dallas, Luka Doncic, setti nýtt persónulegt met með 12 stoðsendingum en hann skoraði einnig 23 stig í leiknum. Jamal Murray var með 22 stig og 15 stoðsendingar fyrir Denver sem hefur nú unnið 21 af 30 leikjum sínum sem er jöfnun á bestu byrjunin í sögu félagsins. Denver byrjaði einnig svona vel veturinn 1976-77. Með þessum sigri heldur Denver ennþá naumu forskoti á Golden State Warriors í toppsæti Vesturdeildarinnar..@luka7doncic gives out a career-high 12 helpers for the @dallasmavs in Denver. #NBARooks#MFFLpic.twitter.com/LheoKEF9VK — NBA (@NBA) December 19, 2018@Larrydn22 tallies 15 PTS, 16 REB, 6 AST and the game-winning tip-in to propel the @cavs past IND on the road! #BeTheFightpic.twitter.com/KH8o2zEAeC — NBA (@NBA) December 19, 2018Larry Nance Jr. var hetja kvöldsins hjá Cleveland Cavaliers því hann tryggði liðinu 92-91 sigur á Indiana Pacers með flautukörfu en Nance endaði leikinn með 15 stig og 16 fráköst. Indiana var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir leikinn en tapaði fyrir liði sem hafði aðeins unnið samtals sjö leiki allan veturinn.@JLin7's 12 4th quarter PTS spark the @ATLHawks home victory! #TrueToAtlantapic.twitter.com/8thdKBYXzO — NBA (@NBA) December 19, 2018Jeremy Lin skoraði 12 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegae Atlanta Hawks vann 118-110 sigur á Washington Wizards í fyrsta leik Trevor Ariza með Washington eftir að hann kom í skiptunum við Phoenix Suns. Ariza skoraði 19 stig og Bradley Beal var með 29 stig og 10 fráköst en það dugði ekki á móti Atlanta þar sem sjö leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. John Collins var með 20 stig og 13 fráköst fyrir Hawks liðið og nýliðinn Trae Young skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 126-118 Atlanta Hawks - Washington Wizards 118-110 Brooklyn Nets - Los Angeles Lakers 115-110 Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 91-92 NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Los Angeles Lakers tókst ekki að komast aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í nótt þegar liðið heimsótti Brooklyn Nets. Nýliðinn Luka Doncic átti enn einn frábæra leikinn en það dugði þó ekki Dallas Mavericks á móti efsta liði Vesturdeildarinnar Denver Nuggets. Cleveland endaði sjö leikja sigurgöngu Indiana Pacers á sigurkörfu Larry Nance Jr..D'Angelo Russell's trey to put the @BrooklynNets ahead for good! #WeGoHardpic.twitter.com/L9Q71Uclnh — NBA (@NBA) December 19, 2018LeBron attacks the rack for the @Lakers!#LakeShow 80#WeGoHard 88 WATCH on @NBATVpic.twitter.com/DfjLsraQEw — NBA (@NBA) December 19, 2018D'Angelo Russell átti mjög flottan leik á móti sinu gamla félagi þegar hann skoraði 22 stig og gaf 13 stoðsendingar í 115-110 sigri Brooklyn Nets á Los Angeles Lakers en spilað var í Brooklyn. Joe Harris var með 19 stig fyrir Brooklyn liðið og Spencer Dinwiddie skoraði 18 stig. Þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð og það hefur ekki gerst síðan frá 25. mars til 3. apríl 2015. LeBron James gerði vissulega sitt fyrir Lakers-liðið með því að skora 36 stig, taka 13 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Kyle Kuzma var með 22 stig og 11 fráköst og Lonzo Ball skoraði 23 stig. Þetta hefur verið ýmist í ökkla eða eyra hjá Brooklyn Nets því áður en sigurgangan hófst þá tapaði liðið átta leikjum í röð. Sigurgangan hófst síðan með sigri á toppliði Toronto Raptors í framlengdum leik 7. desember síðastliðinn.Nikola Jokic patrols the paint for the @nuggets, finishing with 32 PTS, 16 REB in the home W! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/76mNj4p1JR — NBA.com/Stats (@nbastats) December 19, 2018Nikola Jokic records a double-double of 32 PTS, 16 REB in the @nuggets 7th home win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/4DGsRSSyqV — NBA (@NBA) December 19, 2018Nikola Jokic var með 32 stig og 16 fráköst þegar Denver Nuggets vann 126-118 sigur á Dallas Mavericks en þetta var sjöundi heimasigur Denver í röð. Nýliðinn frábæri hjá Dallas, Luka Doncic, setti nýtt persónulegt met með 12 stoðsendingum en hann skoraði einnig 23 stig í leiknum. Jamal Murray var með 22 stig og 15 stoðsendingar fyrir Denver sem hefur nú unnið 21 af 30 leikjum sínum sem er jöfnun á bestu byrjunin í sögu félagsins. Denver byrjaði einnig svona vel veturinn 1976-77. Með þessum sigri heldur Denver ennþá naumu forskoti á Golden State Warriors í toppsæti Vesturdeildarinnar..@luka7doncic gives out a career-high 12 helpers for the @dallasmavs in Denver. #NBARooks#MFFLpic.twitter.com/LheoKEF9VK — NBA (@NBA) December 19, 2018@Larrydn22 tallies 15 PTS, 16 REB, 6 AST and the game-winning tip-in to propel the @cavs past IND on the road! #BeTheFightpic.twitter.com/KH8o2zEAeC — NBA (@NBA) December 19, 2018Larry Nance Jr. var hetja kvöldsins hjá Cleveland Cavaliers því hann tryggði liðinu 92-91 sigur á Indiana Pacers með flautukörfu en Nance endaði leikinn með 15 stig og 16 fráköst. Indiana var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir leikinn en tapaði fyrir liði sem hafði aðeins unnið samtals sjö leiki allan veturinn.@JLin7's 12 4th quarter PTS spark the @ATLHawks home victory! #TrueToAtlantapic.twitter.com/8thdKBYXzO — NBA (@NBA) December 19, 2018Jeremy Lin skoraði 12 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegae Atlanta Hawks vann 118-110 sigur á Washington Wizards í fyrsta leik Trevor Ariza með Washington eftir að hann kom í skiptunum við Phoenix Suns. Ariza skoraði 19 stig og Bradley Beal var með 29 stig og 10 fráköst en það dugði ekki á móti Atlanta þar sem sjö leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. John Collins var með 20 stig og 13 fráköst fyrir Hawks liðið og nýliðinn Trae Young skoraði 19 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Dallas Mavericks 126-118 Atlanta Hawks - Washington Wizards 118-110 Brooklyn Nets - Los Angeles Lakers 115-110 Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 91-92
NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira