Griffin tapaði gegn sínu gamla liði Magnús Ellert Bjarnason skrifar 10. febrúar 2018 10:16 Griffin í leiknum gegn sínu gamla liði. Vísir / Getty Blake Griffin og félagar hans í Detroit Pistons töpuðu á heimavelli í nótt gegn L.A. Clippers, 95-108. Var þetta fyrsti leikur Griffin gegn sína gamla liði, sem hann spilaði með í níu ár, eftir leikmannaskipti liðanna fyrir um tveim vikum síðan. Griffin gekk niðurlútur að velli í leikslok og tók ekki í hendi sinna fyrrum liðsfélaga. Lauk hann leiknum með 19 stig en hann hitti einungis af 7 af 19 skotum sínum, þar af aðeins 1 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Fyrir leikinn hafði Pistons unnið fimm leiki í röð og var þetta fyrsti tapleikur liðsins síðan að Griffin gekk til liðs við liðið. Boston Celtics tapaði óvænt á heimavelli í nótt gegn liði Indiana Pacers, 97-91, og datt þar með niður í 2. sæti austudeildarinnar, á eftir Toronto Raptors. Victor Oladipo fór sem fyrr á kostum í liði Pacers, skoraði 35 stig og tók 10 fráköst. Pacers fékk Oladipo í skiptum fyrir Paul George fyrir tímabilið og hefur spilamennska hans farið langt fram úr væntingum bjartsýnustu manna. Mun hann spila í All-star leik NBA sem verður spilaður næstkomandi 18. febrúar. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Boston með 21 stig og var nálægt því að leiða lið sitt til frábærs endurkomusigurs. Boston hafði saxað á 26 stiga forskot Pacers í fjórða leikhluta en gestirnir voru sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigrinum að endingu. Lebron James var með 18 stoðsendingar í nótt, sem er nýtt persónulegt met, þegar að lið hans Cavaliers vann Atlanta Hawks auðveldlega, 123-107. Var þetta fyrsti leikur liðsins eftir miklar leikmannabreytingar sem áttu sér stað í vikunni, en nýju leikmenn liðsins voru í borgaralegum klæðum í stúkunni þar sem þeir eru ekki komnir með leikheimild.Öll úrslit leikja næturinnar: Detroit Pistons vs. L.A. Clippers: 95-108 Philadelphia 76'ers vs New Orleans: 100-82 Atlanta Hawks vs. Cleveland Cavaliers: 107-123 Boston Celtics vs. Indiana Pacers: 91-97 Houston Rockets vs. Denver Nuggets: 130-104 Miami Heat vs. Milwaukee Bucks: 91-85 Utah Jazz vs. Charlotte Hornets: 106-94 Chicago Bulls vs. Minnesota Timberwolves: 114-113 Sacramento Kings vs. Portland Trailblaizers: 100-118 NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Blake Griffin og félagar hans í Detroit Pistons töpuðu á heimavelli í nótt gegn L.A. Clippers, 95-108. Var þetta fyrsti leikur Griffin gegn sína gamla liði, sem hann spilaði með í níu ár, eftir leikmannaskipti liðanna fyrir um tveim vikum síðan. Griffin gekk niðurlútur að velli í leikslok og tók ekki í hendi sinna fyrrum liðsfélaga. Lauk hann leiknum með 19 stig en hann hitti einungis af 7 af 19 skotum sínum, þar af aðeins 1 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Fyrir leikinn hafði Pistons unnið fimm leiki í röð og var þetta fyrsti tapleikur liðsins síðan að Griffin gekk til liðs við liðið. Boston Celtics tapaði óvænt á heimavelli í nótt gegn liði Indiana Pacers, 97-91, og datt þar með niður í 2. sæti austudeildarinnar, á eftir Toronto Raptors. Victor Oladipo fór sem fyrr á kostum í liði Pacers, skoraði 35 stig og tók 10 fráköst. Pacers fékk Oladipo í skiptum fyrir Paul George fyrir tímabilið og hefur spilamennska hans farið langt fram úr væntingum bjartsýnustu manna. Mun hann spila í All-star leik NBA sem verður spilaður næstkomandi 18. febrúar. Kyrie Irving var stigahæstur í liði Boston með 21 stig og var nálægt því að leiða lið sitt til frábærs endurkomusigurs. Boston hafði saxað á 26 stiga forskot Pacers í fjórða leikhluta en gestirnir voru sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigrinum að endingu. Lebron James var með 18 stoðsendingar í nótt, sem er nýtt persónulegt met, þegar að lið hans Cavaliers vann Atlanta Hawks auðveldlega, 123-107. Var þetta fyrsti leikur liðsins eftir miklar leikmannabreytingar sem áttu sér stað í vikunni, en nýju leikmenn liðsins voru í borgaralegum klæðum í stúkunni þar sem þeir eru ekki komnir með leikheimild.Öll úrslit leikja næturinnar: Detroit Pistons vs. L.A. Clippers: 95-108 Philadelphia 76'ers vs New Orleans: 100-82 Atlanta Hawks vs. Cleveland Cavaliers: 107-123 Boston Celtics vs. Indiana Pacers: 91-97 Houston Rockets vs. Denver Nuggets: 130-104 Miami Heat vs. Milwaukee Bucks: 91-85 Utah Jazz vs. Charlotte Hornets: 106-94 Chicago Bulls vs. Minnesota Timberwolves: 114-113 Sacramento Kings vs. Portland Trailblaizers: 100-118
NBA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira