H&M leggur Cheap Monday niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 10:24 Cheap Monday hefur sérhæft sig í hvers kyns fötum úr gallaefni. H&M H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok, 10 árum eftir að félagið keypti merkið af sænska fataframleiðandanum Fabric Scandinavien AB. Í tilkynningu sem H&M Group sendi frá sér í morgun er ástæðan sögð vera minnkandi sala og rýrnandi hagnaður Cheap Monday á síðustu misserum. Fabric Scandinavien AB kynnti Cheap Monday til sögunnar árið 2004 með það að leiðarljósi að bjóða upp á ódýran fatnað úr gallaefni. Vörumerkið náði miklum vinsældum og ári eftir stofnun var farið að selja Cheap Monday-gallabuxur í heildsölu til stærri fataverslunarkeðja. Það er þá sem áhugi H&M Group er sagður hafa kviknað. Félagið beið ekki boðanna heldur festi kaup á Cheap Monday og gengu kaupin í gegn árið 2008. Nú hefur sænski fatarisinn hins vegar ákveðið að senda vörumerkið á vit feðra sinna. Ferlið er nú þegar hafið og segist H&M Group vonast til að því verði formlega lokið í júnílok á næsta ári. Ein fataverslun er rekin undir merkjum Cheap Monday, í Lundúnum, og stendur til að henni verði lokað fyrir áramót. Um svipað leyti verður netverslun Cheap Monday kippt úr sambandi, en til þess hefur fyrirtækið selt vörur á 18 markaðssvæðum. Í sænskum fjölmiðlum kemur jafnframt fram ákvörðunin muni hafa áhrif á alla 80 starfsmenn Cheap Monday í sænsku borgunum Tranås og Stokkhólmi. Ætla megi að þeim verði öllum sagt upp á næsta ári. H&M Group segist þó ætla að styðja við starfsmennina, bjóða þeim margvíslegan stuðning og auðvelda þeim að sækja um stöður sem kunna að losna hjá fyrirtækinu í framtíðinni. H&M Neytendur Norðurlönd Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok, 10 árum eftir að félagið keypti merkið af sænska fataframleiðandanum Fabric Scandinavien AB. Í tilkynningu sem H&M Group sendi frá sér í morgun er ástæðan sögð vera minnkandi sala og rýrnandi hagnaður Cheap Monday á síðustu misserum. Fabric Scandinavien AB kynnti Cheap Monday til sögunnar árið 2004 með það að leiðarljósi að bjóða upp á ódýran fatnað úr gallaefni. Vörumerkið náði miklum vinsældum og ári eftir stofnun var farið að selja Cheap Monday-gallabuxur í heildsölu til stærri fataverslunarkeðja. Það er þá sem áhugi H&M Group er sagður hafa kviknað. Félagið beið ekki boðanna heldur festi kaup á Cheap Monday og gengu kaupin í gegn árið 2008. Nú hefur sænski fatarisinn hins vegar ákveðið að senda vörumerkið á vit feðra sinna. Ferlið er nú þegar hafið og segist H&M Group vonast til að því verði formlega lokið í júnílok á næsta ári. Ein fataverslun er rekin undir merkjum Cheap Monday, í Lundúnum, og stendur til að henni verði lokað fyrir áramót. Um svipað leyti verður netverslun Cheap Monday kippt úr sambandi, en til þess hefur fyrirtækið selt vörur á 18 markaðssvæðum. Í sænskum fjölmiðlum kemur jafnframt fram ákvörðunin muni hafa áhrif á alla 80 starfsmenn Cheap Monday í sænsku borgunum Tranås og Stokkhólmi. Ætla megi að þeim verði öllum sagt upp á næsta ári. H&M Group segist þó ætla að styðja við starfsmennina, bjóða þeim margvíslegan stuðning og auðvelda þeim að sækja um stöður sem kunna að losna hjá fyrirtækinu í framtíðinni.
H&M Neytendur Norðurlönd Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03
Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47
Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent