Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2018 12:02 Boeing 737-Max 8 vél Icelandair er með öflugari vél, straumlínulagaðri vængi og notendavænni flugstjórnarklefa en forverar hennar. Vísir/Jóhann K. Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum.Boeing segist hafa sent leiðbeiningarnar í gær, sem í stuttu máli fela í sér ráðleggingar til flugfélaga um að reiða sig á fyrirliggjandi ferla þegar grunur leikur á gallanum. Í handbók vélanna megi finna röð aðgerða sem flugmenn eigi að grípa til ef óvenjulegar viðvaranir taka að berast frá umræddum hraðanema. Rannsóknarnefnd indónesískra samgönguslysa telur að innistæðulaus viðvörun frá nemanum hafi orðið til þess að sannfæra flugmenn Lion Air um að vélin væri að hækka flugið. Slíkar viðvaranir geta leitt til þess að vélin tekur sjálf að lækka flugið, en ekki er vitað hvort sú hafi verið raunin í flugi Lion Air 610. Það telst þó nokkuð ljóst að flugmenn vélarinnar hafi brugðist við skilaboðunum með því að lækka sjálfir flugið, með þeim afleiðingum að vélin hafnaði í Jövuhafi. Lækkunin var svo hröð að vélin er sögð hafa verið á um 965 kílómetra hraða þegar hún hafnaði á sjávarfletinum. Allir þeir 189 sem um borð voru í vélinni eru taldir af.Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Þó er talið að þessir tilteknu nemar vélarinnar hafi áður verið til vandræða. Rannsókn málsins stendur enn yfir og segist Boeing liðsinna indónesískum flugstjórnaryfirvöldum við rannsóknina. Flugvélaframleiðandinn hefur afhent 219 Max-flugfélar, sem eru þær nýjustu í 737-fjölskyldunni. Boeing hafa borist rúmlega 4500 pantanir á slíkum vélum. Flugvélaframleiðendur senda viðskiptum sínum reglulega leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við göllum sem upp kunna að koma við notkun vélanna, sem flestar teljast varla til tíðinda. Þegar gallarnir leiða til gríðarlegs manntjóns, eins og þess sem varð undan ströndum Jövu, geta flugfélög hins vegar búist við fleiri og ítarlegri ráðleggingum.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum.Boeing segist hafa sent leiðbeiningarnar í gær, sem í stuttu máli fela í sér ráðleggingar til flugfélaga um að reiða sig á fyrirliggjandi ferla þegar grunur leikur á gallanum. Í handbók vélanna megi finna röð aðgerða sem flugmenn eigi að grípa til ef óvenjulegar viðvaranir taka að berast frá umræddum hraðanema. Rannsóknarnefnd indónesískra samgönguslysa telur að innistæðulaus viðvörun frá nemanum hafi orðið til þess að sannfæra flugmenn Lion Air um að vélin væri að hækka flugið. Slíkar viðvaranir geta leitt til þess að vélin tekur sjálf að lækka flugið, en ekki er vitað hvort sú hafi verið raunin í flugi Lion Air 610. Það telst þó nokkuð ljóst að flugmenn vélarinnar hafi brugðist við skilaboðunum með því að lækka sjálfir flugið, með þeim afleiðingum að vélin hafnaði í Jövuhafi. Lækkunin var svo hröð að vélin er sögð hafa verið á um 965 kílómetra hraða þegar hún hafnaði á sjávarfletinum. Allir þeir 189 sem um borð voru í vélinni eru taldir af.Icelandair tók í notkun flugvélar sömu tegundar fyrr á árinu auk fjölda annarra flugfélaga. Of snemmt er að draga ályktanir um öryggi vélanna en það þykir með furðulegra móti að glæný vél lendi í slysi sem þessu. Vélin var afhent Lion Air 15 ágúst síðastliðinn og hafði einungis flogið samanlagt í um 800 klukkustundir. Þó er talið að þessir tilteknu nemar vélarinnar hafi áður verið til vandræða. Rannsókn málsins stendur enn yfir og segist Boeing liðsinna indónesískum flugstjórnaryfirvöldum við rannsóknina. Flugvélaframleiðandinn hefur afhent 219 Max-flugfélar, sem eru þær nýjustu í 737-fjölskyldunni. Boeing hafa borist rúmlega 4500 pantanir á slíkum vélum. Flugvélaframleiðendur senda viðskiptum sínum reglulega leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við göllum sem upp kunna að koma við notkun vélanna, sem flestar teljast varla til tíðinda. Þegar gallarnir leiða til gríðarlegs manntjóns, eins og þess sem varð undan ströndum Jövu, geta flugfélög hins vegar búist við fleiri og ítarlegri ráðleggingum.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30 Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29 Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Ætla ekki að kyrrsetja vélar af sömu tegund og sú sem hrapaði Lion Air rekur ellefu Boeing 737 Max 8 flugvélar. Sama gerð og sú sem hrapaði í nótt. 29. október 2018 19:30
Vélin sem hrapaði var glæný Talið er afar ólíklegt að einhver þeirra 189 sem um borð voru í flugvél Lion Air sem brotlenti í sjóinn skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í nótt. Flugvélin sem hrapaði var glæný. 29. október 2018 14:29
Hafa fundið annan flugrita flugvélarinnar Um er að ræða flugritann sem heldur utan um gögn eins og hæð, hraða og stefnu flugvélarinnar og á eftir að finna flugritann sem tekur upp samtöl áhafnarinnar. 1. nóvember 2018 08:03