Enn er margt á huldu um skattaskjólin Smári McCarthy skrifar 21. febrúar 2017 14:13 Fram kemur í skýrslu vinnuhóps sem fjármálaráðherra skipaði til þess að kanna umfang eigna Íslendinga í skattaskjólum að höfundar hafi hvorki haft fullnægjandi gögn til þess að vinna úr né nægan tíma til að fullvinna rannsóknina, m.a. vegna þess að rekið var á eftir því að skýrslunni yrði skilað - en eins og við vitum lauk vinnu við skýrsluna innan þess þrönga tímaramma sem Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, setti þessari vinnu sem hann svo stakk undir stól fram yfir kosningar. Þetta mál afhjúpar veikleika málatilbúnaðar, þar sem ráðherra skipar nefnd til þess að kanna mál sem hann sjálfur og nánustu skyldmenni eru aðilar að. Í þessu tilviki sem eigandur félaga og bankareikninga í skattaskjólum. Jafnframt sýnir þessi skýrsla, þrátt fyrir annmarka sína, nauðsyn þess að gera vandaða og ítarlega úttekt á öllum þáttum er varða eignarhald Íslendinga á fyrirtækjum og bankareikningum í skattaskjólum og hvaða afleiðingar þetta fyrirkomulag hefur haft, ekki einungis með tilliti til skattaundanskota heldur ekki síður vegna þeirra áhrifa sem dulið eignarhald hefur á meinta frjálsa markaði með kaup og sölu á hlutabréfum og hugsanlega árekstra við samkeppnislög. Ítarlegri rannsókn ætti einnig að beinst að því að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, sem leikur á að hafi verið nýtt til að flytja inn fjármagn með óljósan uppruna - en kenningar eru uppi um að um sé að ræða fjármagn sem flutt var út af Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, sem arður (í sumum tilvikum fyrirframgreiddur og fjármagnaður með lánum). Sömuleiðis þarf að útskýra 400 milljarða króna skekkju í gögnum um viðskipta- og fjármagnsjöfnuð hjá Seðlabankanum. Að sama skapi eru ýmsar mjög stórar fjármagnstilfærslur sem áttu sér stað bæði fyrir og eftir hrun, m.a. 400 milljón evrur sem góðvinur Vladimirs Putins Rússlandsforseta tryggði sér í lánum frá Kaupþingi í september 2008, hugsanlega með vitund og jafnvel stuðningi þáverandi seðlabankastjóra. Þessar fjármagnstilfærslur þarf að útskýra. Gagnaskorturinn sést einkum á því að fjármálaeftirlit Lúxemborgar sér ekki ástæðu til að deila upplýsingum með fjármálaeftirliti Íslands sem gætu nýst við rannsóknir á óeðlilegum viðskiptum. Skýrslan um eignarhald Íslendinga í skattaskjólum er ennfremur takmörkuð við skattaskjólsráðstafanir í gegnum Lúxemborg, en ekki skattaskjól almennt, en vitað er að Íslendingar hafa átt í líflegum viðskiptum við önnur skattaskjólsríki, s.s. Sviss, Holland, Bretland, Panama, Seychelles-eyjar, Kýpur, og fleira. Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi og önnur atriði rannsökuð nánar, bæði til að varpa betra ljósi á atburðarrásina sem leiddi til þess að Íslendingar urðu umsvifamiklir skattaskjólsbraskarar fyrir og eftir hrun, á stöðu mála í Seðlabankanum á þessum tíma, og sömuleiðis til að hægt sé að undirbúa lagasetningu sem kemur í veg fyrir áframhald á þessum undarlegu tilfærslum og undanskotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fram kemur í skýrslu vinnuhóps sem fjármálaráðherra skipaði til þess að kanna umfang eigna Íslendinga í skattaskjólum að höfundar hafi hvorki haft fullnægjandi gögn til þess að vinna úr né nægan tíma til að fullvinna rannsóknina, m.a. vegna þess að rekið var á eftir því að skýrslunni yrði skilað - en eins og við vitum lauk vinnu við skýrsluna innan þess þrönga tímaramma sem Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, setti þessari vinnu sem hann svo stakk undir stól fram yfir kosningar. Þetta mál afhjúpar veikleika málatilbúnaðar, þar sem ráðherra skipar nefnd til þess að kanna mál sem hann sjálfur og nánustu skyldmenni eru aðilar að. Í þessu tilviki sem eigandur félaga og bankareikninga í skattaskjólum. Jafnframt sýnir þessi skýrsla, þrátt fyrir annmarka sína, nauðsyn þess að gera vandaða og ítarlega úttekt á öllum þáttum er varða eignarhald Íslendinga á fyrirtækjum og bankareikningum í skattaskjólum og hvaða afleiðingar þetta fyrirkomulag hefur haft, ekki einungis með tilliti til skattaundanskota heldur ekki síður vegna þeirra áhrifa sem dulið eignarhald hefur á meinta frjálsa markaði með kaup og sölu á hlutabréfum og hugsanlega árekstra við samkeppnislög. Ítarlegri rannsókn ætti einnig að beinst að því að rannsaka fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, sem leikur á að hafi verið nýtt til að flytja inn fjármagn með óljósan uppruna - en kenningar eru uppi um að um sé að ræða fjármagn sem flutt var út af Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum, sem arður (í sumum tilvikum fyrirframgreiddur og fjármagnaður með lánum). Sömuleiðis þarf að útskýra 400 milljarða króna skekkju í gögnum um viðskipta- og fjármagnsjöfnuð hjá Seðlabankanum. Að sama skapi eru ýmsar mjög stórar fjármagnstilfærslur sem áttu sér stað bæði fyrir og eftir hrun, m.a. 400 milljón evrur sem góðvinur Vladimirs Putins Rússlandsforseta tryggði sér í lánum frá Kaupþingi í september 2008, hugsanlega með vitund og jafnvel stuðningi þáverandi seðlabankastjóra. Þessar fjármagnstilfærslur þarf að útskýra. Gagnaskorturinn sést einkum á því að fjármálaeftirlit Lúxemborgar sér ekki ástæðu til að deila upplýsingum með fjármálaeftirliti Íslands sem gætu nýst við rannsóknir á óeðlilegum viðskiptum. Skýrslan um eignarhald Íslendinga í skattaskjólum er ennfremur takmörkuð við skattaskjólsráðstafanir í gegnum Lúxemborg, en ekki skattaskjól almennt, en vitað er að Íslendingar hafa átt í líflegum viðskiptum við önnur skattaskjólsríki, s.s. Sviss, Holland, Bretland, Panama, Seychelles-eyjar, Kýpur, og fleira. Ég myndi gjarnan vilja sjá þessi og önnur atriði rannsökuð nánar, bæði til að varpa betra ljósi á atburðarrásina sem leiddi til þess að Íslendingar urðu umsvifamiklir skattaskjólsbraskarar fyrir og eftir hrun, á stöðu mála í Seðlabankanum á þessum tíma, og sömuleiðis til að hægt sé að undirbúa lagasetningu sem kemur í veg fyrir áframhald á þessum undarlegu tilfærslum og undanskotum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar