Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Daníel Freyr Birkisson skrifar 24. nóvember 2017 10:57 Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984. Vísir „Staðan er allt önnur,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Þúsundir vefja hrundu í síðustu viku vegna bilunar í vélbúnaði sem gerði það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og þóstþjónusta lá niðri. „Við erum komnir með svona 97 prósent vefsíðna upp aftur. Þetta eru í heildina svona um 7.300 svæði og það er erfitt að segja til um nákvæma tölu en við erum komin með 6.950 [vefsvæði] upp aftur,“ segir Mörður. Fyrirtækið er búið að setja upp póstþjónustu aftur og er unnið að því að afrita eldri póstinn inn í ný pósthólf fólks. „Það er bara að verða hálfnað og við stefnum að því að klára þá afritun í dag eða á morgun – jafnvel í einhverjum undantekningatilvikum á sunnudag.“ Fyrirtækinu hefur borist mikil hjálp í kjölfar bilunarinnar. „Hér hafa komið fyrrum starfsmenn. Við höfum notið einstakrar hjálpar samstarfsfyrirtækja á borð við Nýherja og Símafélagsins. Þeir eru búnir að senda til okkar sína hæfustu menn sem hafa unnið hér dag og nótt með okkur. Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt og við höfum unnið hér 20-22 tíma á dag. Við tökum skyldur okkar gífurlega alvarlega hérna. Þetta fólk og fyrirtæki hafa staðið með okkur í þessu.“ Meðal þeirra sem réttu 1984 hjálparhönd voru þingmenn Pírata Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy en Mörður segir þá hafa starfað hjá fyrirtækinu áður fyrr og væru nú bara í sjálfboðavinnu.Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy réttu 1984 hjálparhönd í síðustu viku.Mynd/1984Manngæskan með ólíkindumStarfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mætt miklum skilningi og þolinmæði frá viðskiptavinum segir Mörður. „Þetta er bara ótrúlegt. Manngæskan og þolinmæðin sem að við fáum að njóta er með algjörum ólíkindum. Við stöndum bara hálfskælandi hérna við erum svo hrærð.“ Að lokum vill Mörður koma því á framfæri að sumir vefir gætu innihaldið villur. „Ef vefurinn virkar ekki biðjum við fólk að senda tölvupóst á 1984@1984.is og við skoðum hvert einasta mál. Það er svakalegt verk að koma 7.000 vefjum upp aftur. Það er alltaf eitthvað sem misferst við svoleiðis og við viljum heyra frá viðskiptavinum og laga það strax.“ Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
„Staðan er allt önnur,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Þúsundir vefja hrundu í síðustu viku vegna bilunar í vélbúnaði sem gerði það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og þóstþjónusta lá niðri. „Við erum komnir með svona 97 prósent vefsíðna upp aftur. Þetta eru í heildina svona um 7.300 svæði og það er erfitt að segja til um nákvæma tölu en við erum komin með 6.950 [vefsvæði] upp aftur,“ segir Mörður. Fyrirtækið er búið að setja upp póstþjónustu aftur og er unnið að því að afrita eldri póstinn inn í ný pósthólf fólks. „Það er bara að verða hálfnað og við stefnum að því að klára þá afritun í dag eða á morgun – jafnvel í einhverjum undantekningatilvikum á sunnudag.“ Fyrirtækinu hefur borist mikil hjálp í kjölfar bilunarinnar. „Hér hafa komið fyrrum starfsmenn. Við höfum notið einstakrar hjálpar samstarfsfyrirtækja á borð við Nýherja og Símafélagsins. Þeir eru búnir að senda til okkar sína hæfustu menn sem hafa unnið hér dag og nótt með okkur. Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt og við höfum unnið hér 20-22 tíma á dag. Við tökum skyldur okkar gífurlega alvarlega hérna. Þetta fólk og fyrirtæki hafa staðið með okkur í þessu.“ Meðal þeirra sem réttu 1984 hjálparhönd voru þingmenn Pírata Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy en Mörður segir þá hafa starfað hjá fyrirtækinu áður fyrr og væru nú bara í sjálfboðavinnu.Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy réttu 1984 hjálparhönd í síðustu viku.Mynd/1984Manngæskan með ólíkindumStarfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mætt miklum skilningi og þolinmæði frá viðskiptavinum segir Mörður. „Þetta er bara ótrúlegt. Manngæskan og þolinmæðin sem að við fáum að njóta er með algjörum ólíkindum. Við stöndum bara hálfskælandi hérna við erum svo hrærð.“ Að lokum vill Mörður koma því á framfæri að sumir vefir gætu innihaldið villur. „Ef vefurinn virkar ekki biðjum við fólk að senda tölvupóst á 1984@1984.is og við skoðum hvert einasta mál. Það er svakalegt verk að koma 7.000 vefjum upp aftur. Það er alltaf eitthvað sem misferst við svoleiðis og við viljum heyra frá viðskiptavinum og laga það strax.“
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira