Bilun hjá 1984: Um 97 prósent vefja komnir upp aftur Daníel Freyr Birkisson skrifar 24. nóvember 2017 10:57 Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984. Vísir „Staðan er allt önnur,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Þúsundir vefja hrundu í síðustu viku vegna bilunar í vélbúnaði sem gerði það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og þóstþjónusta lá niðri. „Við erum komnir með svona 97 prósent vefsíðna upp aftur. Þetta eru í heildina svona um 7.300 svæði og það er erfitt að segja til um nákvæma tölu en við erum komin með 6.950 [vefsvæði] upp aftur,“ segir Mörður. Fyrirtækið er búið að setja upp póstþjónustu aftur og er unnið að því að afrita eldri póstinn inn í ný pósthólf fólks. „Það er bara að verða hálfnað og við stefnum að því að klára þá afritun í dag eða á morgun – jafnvel í einhverjum undantekningatilvikum á sunnudag.“ Fyrirtækinu hefur borist mikil hjálp í kjölfar bilunarinnar. „Hér hafa komið fyrrum starfsmenn. Við höfum notið einstakrar hjálpar samstarfsfyrirtækja á borð við Nýherja og Símafélagsins. Þeir eru búnir að senda til okkar sína hæfustu menn sem hafa unnið hér dag og nótt með okkur. Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt og við höfum unnið hér 20-22 tíma á dag. Við tökum skyldur okkar gífurlega alvarlega hérna. Þetta fólk og fyrirtæki hafa staðið með okkur í þessu.“ Meðal þeirra sem réttu 1984 hjálparhönd voru þingmenn Pírata Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy en Mörður segir þá hafa starfað hjá fyrirtækinu áður fyrr og væru nú bara í sjálfboðavinnu.Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy réttu 1984 hjálparhönd í síðustu viku.Mynd/1984Manngæskan með ólíkindumStarfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mætt miklum skilningi og þolinmæði frá viðskiptavinum segir Mörður. „Þetta er bara ótrúlegt. Manngæskan og þolinmæðin sem að við fáum að njóta er með algjörum ólíkindum. Við stöndum bara hálfskælandi hérna við erum svo hrærð.“ Að lokum vill Mörður koma því á framfæri að sumir vefir gætu innihaldið villur. „Ef vefurinn virkar ekki biðjum við fólk að senda tölvupóst á 1984@1984.is og við skoðum hvert einasta mál. Það er svakalegt verk að koma 7.000 vefjum upp aftur. Það er alltaf eitthvað sem misferst við svoleiðis og við viljum heyra frá viðskiptavinum og laga það strax.“ Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
„Staðan er allt önnur,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Þúsundir vefja hrundu í síðustu viku vegna bilunar í vélbúnaði sem gerði það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og þóstþjónusta lá niðri. „Við erum komnir með svona 97 prósent vefsíðna upp aftur. Þetta eru í heildina svona um 7.300 svæði og það er erfitt að segja til um nákvæma tölu en við erum komin með 6.950 [vefsvæði] upp aftur,“ segir Mörður. Fyrirtækið er búið að setja upp póstþjónustu aftur og er unnið að því að afrita eldri póstinn inn í ný pósthólf fólks. „Það er bara að verða hálfnað og við stefnum að því að klára þá afritun í dag eða á morgun – jafnvel í einhverjum undantekningatilvikum á sunnudag.“ Fyrirtækinu hefur borist mikil hjálp í kjölfar bilunarinnar. „Hér hafa komið fyrrum starfsmenn. Við höfum notið einstakrar hjálpar samstarfsfyrirtækja á borð við Nýherja og Símafélagsins. Þeir eru búnir að senda til okkar sína hæfustu menn sem hafa unnið hér dag og nótt með okkur. Þetta er búið að vera gríðarlega erfitt og við höfum unnið hér 20-22 tíma á dag. Við tökum skyldur okkar gífurlega alvarlega hérna. Þetta fólk og fyrirtæki hafa staðið með okkur í þessu.“ Meðal þeirra sem réttu 1984 hjálparhönd voru þingmenn Pírata Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy en Mörður segir þá hafa starfað hjá fyrirtækinu áður fyrr og væru nú bara í sjálfboðavinnu.Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy réttu 1984 hjálparhönd í síðustu viku.Mynd/1984Manngæskan með ólíkindumStarfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mætt miklum skilningi og þolinmæði frá viðskiptavinum segir Mörður. „Þetta er bara ótrúlegt. Manngæskan og þolinmæðin sem að við fáum að njóta er með algjörum ólíkindum. Við stöndum bara hálfskælandi hérna við erum svo hrærð.“ Að lokum vill Mörður koma því á framfæri að sumir vefir gætu innihaldið villur. „Ef vefurinn virkar ekki biðjum við fólk að senda tölvupóst á 1984@1984.is og við skoðum hvert einasta mál. Það er svakalegt verk að koma 7.000 vefjum upp aftur. Það er alltaf eitthvað sem misferst við svoleiðis og við viljum heyra frá viðskiptavinum og laga það strax.“
Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira