Kristófer Acox með þúsund stig fyrir skólann sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2017 17:45 Kristófer hefur spilað vel í vetur. vísir/getty Íslenski landsliðsmaðurinn Kristófer Acox setti í gær nýtt persónulegt met í síðasta heimaleik sínum með Furman í bandaríska háskólaboltanum. Kristófer Acox skoraði 25 stig í leiknum og bætti sinn besta árangur í stigaskori um fjögur stig. Gamla persónulega met Kristófers var síðan 31. desember síðastliðnum þegar hann skoraði 21 stig á móti The Citadel. Það sem meira er að þessi 25 stig komu honum upp í þúsund stig fyrir Furman-skólann í bandaríska háskólaboltanum. Furman vann þarna öruggan 78-69 sigur á Wofford skólanum en eins og venjan er á þessum tíma árs þá eiga strákarnir á lokaári í skólanum sviðsljósið í síðasta heimaleik tímabilsins. Fjölskylda Kristófers var því viðstödd leikinn og sá sinn mann fara heldur betur á kostum í leiknum. Kristófer var með frábæra nýtingu í leiknum en hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum auk þess að taka sex fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela einum bolta og verja eitt skot. Kristófer Acox hefur nú skorað nákvæmlega þúsund stig á fjórum árum í skólanum. Hann skoraði 59 stig fyrsta árið, 224 stig annað árið, 313 stig þriðja árið og er síðan kominn með 404 stig í ár. Þetta gera 1000 stig í 114 leikjum eða 8,8 að meðaltali í leik. Það þótti vel við hæfi að Kristófer hafi skorað síðustu körfu sína í leiknum með því að troða boltanum í körfuna. Troðslur hans hafa margoft endað í tilþrifapökkum frá leikjum Furman í vetur. Kristófer Acox er með 13.0 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í 31 leik með Furman-skólanum í vetur en hann hefur byrjað alla leiki og er að spila 28,2 mínútur í leik..@krisacox had a career high 25 points and scored his 1,000 point Saturday on Senior Day! pic.twitter.com/wx3NpdYEUK— Furman Basketball (@FurmanHoops) February 27, 2017 #Furman Outlasts Wofford In Regular Season Finale, 78-69 https://t.co/YdpVFM0gU6 @FurmanHoops pic.twitter.com/fJcW2JcTmB— Furman Paladins (@FurmanPaladins) February 26, 2017 Acox with an emphatic slam to take the lead. pic.twitter.com/xNhaabtnMQ— Furman Basketball (@FurmanHoops) February 25, 2017 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Kristófer Acox setti í gær nýtt persónulegt met í síðasta heimaleik sínum með Furman í bandaríska háskólaboltanum. Kristófer Acox skoraði 25 stig í leiknum og bætti sinn besta árangur í stigaskori um fjögur stig. Gamla persónulega met Kristófers var síðan 31. desember síðastliðnum þegar hann skoraði 21 stig á móti The Citadel. Það sem meira er að þessi 25 stig komu honum upp í þúsund stig fyrir Furman-skólann í bandaríska háskólaboltanum. Furman vann þarna öruggan 78-69 sigur á Wofford skólanum en eins og venjan er á þessum tíma árs þá eiga strákarnir á lokaári í skólanum sviðsljósið í síðasta heimaleik tímabilsins. Fjölskylda Kristófers var því viðstödd leikinn og sá sinn mann fara heldur betur á kostum í leiknum. Kristófer var með frábæra nýtingu í leiknum en hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum auk þess að taka sex fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela einum bolta og verja eitt skot. Kristófer Acox hefur nú skorað nákvæmlega þúsund stig á fjórum árum í skólanum. Hann skoraði 59 stig fyrsta árið, 224 stig annað árið, 313 stig þriðja árið og er síðan kominn með 404 stig í ár. Þetta gera 1000 stig í 114 leikjum eða 8,8 að meðaltali í leik. Það þótti vel við hæfi að Kristófer hafi skorað síðustu körfu sína í leiknum með því að troða boltanum í körfuna. Troðslur hans hafa margoft endað í tilþrifapökkum frá leikjum Furman í vetur. Kristófer Acox er með 13.0 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í 31 leik með Furman-skólanum í vetur en hann hefur byrjað alla leiki og er að spila 28,2 mínútur í leik..@krisacox had a career high 25 points and scored his 1,000 point Saturday on Senior Day! pic.twitter.com/wx3NpdYEUK— Furman Basketball (@FurmanHoops) February 27, 2017 #Furman Outlasts Wofford In Regular Season Finale, 78-69 https://t.co/YdpVFM0gU6 @FurmanHoops pic.twitter.com/fJcW2JcTmB— Furman Paladins (@FurmanPaladins) February 26, 2017 Acox with an emphatic slam to take the lead. pic.twitter.com/xNhaabtnMQ— Furman Basketball (@FurmanHoops) February 25, 2017
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira