Harden skoraði 48 stig og gaf sjö stoðsendingar þegar Houston vann 116-142 sigur á Phoenix Suns í nótt.
Harden er með 47,5% skotnýtingu, 43,9% nýtingu í þriggja stiga skotum og 89,1% vítanýtingu.
Houston hefur unnið sjö af átta leikjum sínum í nóvember og skorað 122 stig að meðaltali í leik.
Harden er stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í vetur. Hann er með 31,8 stig og 10,1 stoðsendingar að meðaltali í leik.