Fiskeldi í lokuðum kerfum í sókn Gísli Sigurðsson skrifar 19. apríl 2017 07:00 Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis þar til fyrir skemmstu, skrifar grein í Fréttablaðið 10. apríl og bendir réttilega á að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina. Gallinn er sá að fiskeldi í opnum sjókvíum mengar með skólpi og matar- og lyfjaafgöngum. Missa uppsafnaða hæfileika sína Auk þess magnast sjúkdómar upp og berast í villta fiskstofna. Lúsafaraldrar verða líka viðvarandi í kringum sjókvíaeldi og lýsnar drepa sjóbleikju, sjóbirting og gönguseiði laxa í 100- 200 km fjarlægð. Loks sleppur fiskur stöðugt úr sjókvíaeldi og sleppilax getur farið upp í ár í allt að 2.000 km fjarlægð þar sem hann hrygnir og blandast villtum stofnum sem veiklast og missa uppsafnaða hæfileika sína til að lifa af. Gangi núverandi eldisáform hér á landi fram er stutt í að sleppilaxar úr því risaeldi verði fleiri en villtir laxar á Íslandi. Sem þýðir bara eitt: útrýmingu villta laxastofnsins. Við það bætist hrun sjóbleikju- og sjóbirtingsstofna. Þetta hefur nú þegar gerst í kringum opið sjókvíaeldi í Noregi, Skotlandi og Kanada. Hægt að stunda laxeldi í lokuðum kerfum Það er erfitt að skilja hvernig nokkrum manni dettur í hug að reyna að bæta atvinnuástand í dreifðum byggðum með því að fórna öllum villtum stofnum laxfiska sem ganga til sjávar við Ísland. Og það verður enn erfiðara að skilja það þegar hægt er að stunda laxeldi í lokuðum kerfum, ýmist á landi eða í sjó, sem hefur ekki þessi neikvæðu umhverfisáhrif. Við þurfum fiskeldi. Bara ekki í opnum sjókvíum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Fiskeldi í heiminum er í sókn Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. 10. apríl 2017 07:00 Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis þar til fyrir skemmstu, skrifar grein í Fréttablaðið 10. apríl og bendir réttilega á að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina. Gallinn er sá að fiskeldi í opnum sjókvíum mengar með skólpi og matar- og lyfjaafgöngum. Missa uppsafnaða hæfileika sína Auk þess magnast sjúkdómar upp og berast í villta fiskstofna. Lúsafaraldrar verða líka viðvarandi í kringum sjókvíaeldi og lýsnar drepa sjóbleikju, sjóbirting og gönguseiði laxa í 100- 200 km fjarlægð. Loks sleppur fiskur stöðugt úr sjókvíaeldi og sleppilax getur farið upp í ár í allt að 2.000 km fjarlægð þar sem hann hrygnir og blandast villtum stofnum sem veiklast og missa uppsafnaða hæfileika sína til að lifa af. Gangi núverandi eldisáform hér á landi fram er stutt í að sleppilaxar úr því risaeldi verði fleiri en villtir laxar á Íslandi. Sem þýðir bara eitt: útrýmingu villta laxastofnsins. Við það bætist hrun sjóbleikju- og sjóbirtingsstofna. Þetta hefur nú þegar gerst í kringum opið sjókvíaeldi í Noregi, Skotlandi og Kanada. Hægt að stunda laxeldi í lokuðum kerfum Það er erfitt að skilja hvernig nokkrum manni dettur í hug að reyna að bæta atvinnuástand í dreifðum byggðum með því að fórna öllum villtum stofnum laxfiska sem ganga til sjávar við Ísland. Og það verður enn erfiðara að skilja það þegar hægt er að stunda laxeldi í lokuðum kerfum, ýmist á landi eða í sjó, sem hefur ekki þessi neikvæðu umhverfisáhrif. Við þurfum fiskeldi. Bara ekki í opnum sjókvíum.
Fiskeldi í heiminum er í sókn Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. 10. apríl 2017 07:00
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun